Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 11
Renee Shann: 27. dagur „Hann getur verið um tíma hjá Patsy unz við höfum á- kveðið hvað er bezt fyrir hann“. Hann stóð upp og horfði niður á mig. Ég sá hve upp- gefinn hann var. „Allt í lagi, ef það er það, sem þú vilt. Farðu þá. Mér er alveg sama. Það er áreið- anlega það bezta sem skeð getur, eins og þú hagar þér“. „Meinarðu þetta, Steve?“ Eitt augnablik hikaði hann. Svo sagði hann harðneskju- lega: „Já, ég meina það. Og ég vona að þér skiljist þegar þú ert farin héðan, að það er þessi hræðilega geðvonzka þín og sjúklega afbrýðisemi, sem hefur eyðilagt hjónaband okkar“. 14. Ég var glöð þegar helgin var liðin. Þetta voru verstu dagarnir, sem ég hafði lifað. Á mánudagsmorgun, þegar ég kom niður, stóðu ferða- töskur Steves í ganginum. Ég hafði ekki minnst aftur á það að ég færi mína leið. Ég vissi að ég var ekki enn búin að ákveða mig. Ég efaðist satt að segja um að ég gæti það. Ég hafði hugsað alvarlega um það, sem hann hafði sagt um geðvonzku mína og sjúklega afbrýðisemi. Gat það verið að það væri mér að kenna hvern ig komið var í hjónabandi okkar? Ég vildi gjarnan trúa því, það gaf mér afsökun fyr- ir að vera og berjast fyrir að allt yrði gott á ný. Steve var búinn að borða á undan mér. „Jæja, þá fer ég. Sé ykkur á föstudaginn“. „Af hverju ekki fyrr en á föstudaginn, pabbi?“ spurði Nicky. „Áf því að ég kem ekki fyrr heim“. „Hvers vegna?“ „Ég barf að vinna“. „V#u virkilega fara frá okk^F til að vinna?“ Það gladdi mig að einu sinni varð Steve fyrir óseðjandi forvitni Nickys. „Nei, en ég verð“. „Viltu senda mér mynda- spjald?“ „Já, það er þér óhætt að treysta á“. „Viltu að ég skrifi þér líka?“ „Já, gjarnan“. Nicky var að læra að skrifa. Hann var ekki laginn við bað ennþá, en frú Connor heimtaði að hann æfði sig á hverjum degi. Þá var hann að minnsta kosti rólegur á með- an. „En hvert á ég að senda bréfið?“ „Já. ég vildi gjarnan fá heimilisfang þitt“, sagði ég. Steve skrifaði það niður á blaðsnepil. „Og get ég náð í þig þar?“ spurði ég. „Já, ég hef pantað herbergi þar frá því í dag og fram á föstudag“. Við Nicky fylgdum Steve til dyra. Til að sýnast kyssti hann mig á kinnina, en hann kvaddi frú Connor töluvert hjartanlegar en mig. Þegar bíllinn var horfinn hljóp ég upp til mín og lokaði dyrunum. Ég vildi ekki gráta! En til þess þurfti ég alla mína sjálfsstjórn. Ég mátti ekki gefast upp! Nú varð ég að laga mig til og fara á skrif- stofuna. Og ég ætlaði að vinna svo mikið að —“ „Er Steve farinn?“ spurði Caroline, þegar ég kom. „Já“. „Hvað ætlarðu að gera?“ „Ég veit það ekki“. „Þú hefur fjóra daga til að ákveða þig- Kemur hann ekki á föstudaginn?“ „Jú“. „Það er bréf til þín“. Caro- line brosti, þegar hún í'étti mér það. „Það er grunsamlegt að bréf til þín koma hingað. Ég er að hugsa um að hringja í Steve og segja honum það“. Ég hló. „Ég þori að veðja að það er ’frá Richard“, hélt Caroline áfram. Ég opnaði umslagið. „Þú vinnur“, sagði ég, þeg- ar ég hafði litið á undirskrift- ina. „Er hann að skrifa til að segja þér að hann elski þig enn, eða er frekt af mér að spyrja?“ „Þú mátt vel spyrja, en hann minnist ekki á það. Hann er bara að láta mig vita, að hann fari í ferðalag og komi ekki fyrr en í lok næstu viku“. „Það var leiðinlegt og ein- mitt á meðan þú ert gras- ekkja!“ Ég lás bréfið aftur. Það var stutt. Það var satt að hann minntist ekkert á tilfinning- ar sínar til mín, en ég gat samt -lesið þær á milli lín- anna. Ég braut bréfið saman og lagði það niður. í töskuna mína. Ég var ekki sammála Caroline í því að það væri synd að hann var á brott þessa viku. Ég var því þvert á móti fegin, því þá freistaðist ég ekki til að vera með honum. Ég var ákveðin í að taka mína ákvörðun ein og án áhrifa frá öðrum. Ég vissi að Richard myndi ekki reyna að hafa á- hrif á mig, en það gat haft sín^ áhrif að hann var hér. Ég fór heim á venjulegum tíma. Það sama endurtók sig næsta dag. Á miðvikudags- morgun fékk Nicky kort og hann var yfir sig hrifinn. „Er pabbi búinn að skrifa þér, mamma?“ „Nei, vinur minn, hann hef- ur sjálfsagt of mikið að gera til þess“. „Hefur þú skrifað honum?“ „Nei, ég hef líka mikið að gera“. „Heldurðu, að hann hafi fengið bréfið mitt í dag?“ Nicky hafði skrifað daginn áður. Lítið bréf, skrifað með stórri klossaðri barnaskrift og ég var viss um að frú Con- nor hafði sagt honum að skrifa að við söknuðum hans bæði og þráðum að hann kæmi heim sem fyrst. Mamma sótti mig á ski'if- stofuna og við bórðuðum há- degisverð saman. Yið töluð- um um allt nema það, sem ég vissi að hún vildi tala um. „Hefur Steve það gott“, sagði hún loks, er hún borg- aði reikninginn. „Já. Hann hefur bara svo hræðilega mikið að gera. Núna er hann í nýju verk- smiðjunni“. Ég bjóst við að það væri eins gott að ég segði henni það, því ef hún frétti það ann ars staðar frá. velti hún því fyrir sér hvers vegna ég hefði ekki sagt henni það. „Hvað er hann að gera þangað?“ „Ungfrú Harker ætlast til að hann endurskipuleggi verk smiðjuna“. Ég leit á klukkuna. „Mamma, ég verð að fara. Hafðu það gott og ég vona að þið pabbi hafið það gott í ferðalaginu“. Hún skildi að ég vildi ekki tala meira um þetta, en hún var mjög áhyggjufull, þegar hún leit á mig. „Ég vildi að við værum ekki að fara“, sagði hún. „Láttu ekki svona. mamma. Mér líður vel“. Það láu skilaboð til mín þegar ég kom til skrifstof- unnar. Ég áttí að hringja heim og dauðhrædd tók ég símann og hringdi. Frú Connor róaði mig strax. Það var ekkert að Nicky. En systir hennar hafði sent skeyti og beðið hana um að koma. „Ég veit ekki hvað ég á að gera“, sagði hún. „Eins og þér vitið, er Millie það eina, sem ég á og ég veit að hún hefði ekki sent boð eftir mér, ef það væri ekki eitthvað mikið að“. Ég sagði auðvitað, að frú Connor ætti að fara strax. Við Nicky sæum um okkur. „En þetta er svo erfitt fyrir yður, frú Blane, og það núna, þegar herra Blarje er ekki heima“. „Það er ekkert við því að gera, frú Connor. Verið þér ekki að hafa áhyggjur af okk- ur. Þér eigið að hugsa um systur yðar. Ég skal koma strax heim“. Ég sagði Caroline hvað hefði skeð. „Almáttugur“. sagði hún. „Aumingja þú. Flýttu þér bara heim, en þú getur ekki verið ein heima. Ekki eins og þér líður núna“. „Það gengur einhvem'veg- inn“. , „Geturðu ekki farið heim til mömmu þinnar? Hún vill áreiðanlega hafa ykkur“. „Því býst ég við, en hún og pabbi fara í Miðjarðarhafs- siglingu á morgun. Og ég held að ég færi ekki þangað þó hún væri heima. Hún hef- ur nógar áhyggjur af mér samt“. Caroline ljómaði öll. „Nú veit ég. Ég skal koma og vera hjá þér. Ég hef ekk- ert á móti því að losna um stund að heiman. Mér kemur ekki eins vel saman við mína f jölskyldu og þér. Síðast reifst | ég við mömmu í morgun. Hún andvarpaði. „Ég verð að reyna að fá mér íbúð. Mér líður betur ef ég er út af fyr- ir mig“. Ég var fegin að þurfa ekki að vera ein heima. Ég sendi frú Connor á brautarstöðina og við Nicky skemmtum okk- ur vel, þangað til ég háttaði ‘hann. Caroline kom klukkan sjö og ég var búin að elda mat- inn. Ég leit fegin og þakklát á hana, þegar við settumst við borðið. „Mér þykir vænt um að þú komst til mín“, sagði ég. „Della. Ég er fegin að mér datt þetta í hug“. Það varð smáþögn, svo spurði hún, eins og svo oft áður: „Hvað ætlarðu að gera, Jenny?“ „Ég hef ekki ákveðið það ennþá“. „Það var undarlegt að frú Connor skyldi þurfa að fara einmitt núna“. „Já, það var það. Finnst þér að þá sé betra fyrir mig að fara?“ ' „Já“. „Ástæðan fyrir því að ég er ekki farin, er sú, að mig lang- ar ekki til þess“. „Það grunaði mig og það er heimskulegt þér“. „Já, en svo er allt það sem ég sagði við Steve og hann við mig. Mér finnst ég minni manneskja ef hann heldur að ég hafi bara verið að hóta honum“. „Það skil ég vel.“ „Ég verð víst að fara til spákonu.“ „Hún segir þér áreiðanlega að dökkhærður maður — Ric- hard — hafi orðið á vegi þín- um og verði örlög þín. Þú trúir þó ekki slíku, Jenny?“ „Nei, ég var að gera að gamni mínu.“ „Guði sé lof að þú getur það ennþá.“ „Ég get það eiginlega ekki, ég er svo óhamingjusöm. Hvað á ég að gera?“ „Þú veizt, vina mín, hvað ég vil að þú gerir.“ „Ég hefði líka gert það, ef ég væri viss um að Steve elsk- aði Kit og það væri engin von um, að hann sliti sambandinu við hana.“ „Ertu enn ekki viss um hvað er á milli þeirra?“ „Nei. Ég veit, að hún vill ná í hann. Hún reyndi ekki að dylja mig þess. Og ég verð að viðurkenna, að það virðist sem henni takist það.“ „Heldurðu að hún sé hjá honum?“ „Já, þó að hann segði, að hún yrði það ekki.“ „Hvers vegna athugarðu það ekki?“ „Hvernig ætti ég að geta það?“ fiugv^Iarnars Flugfélag- íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupm,- hafnar kl. 08.00 í dag. Vænt- anlegur aftur til Rvk kl. 22.40 í kvöld. Gullfaxi fer til Glas- gow og Kaupm.hafnar kl. 08.00 í fyrarmálið. — Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Egilsstaða, Iíellu, Horna- fjarðar, Húsavíkur, ísafjarð- ar, Siglufjarðar, og Vestm.- eyja (2 ferðir).,— Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir), Egilsstaða, < ísafjarðar, Kópaskers, Pat- reksfjarðar, Vestm.eyja (2 ferðir) og Þórshafnar. Loftleiðir h.f.: Eada er væntanleg frá Ham borg, Kaupmh. og Gautaborg kl. 19 í dag. Hún heldur á- leiðis til ew York kl. 20.30. Saga er væntanleg frá New; York kl. 8,15 í fyrarmálið. Hún heldur áleiðis til Gautab Kaupm.h. og Hamborgar kl. 8.45. Leiguflugvélin er vænt- anleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið. Hún heldur á- leiðis til Glasgow og London kl. 11.45. SEdpiiiB Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fer frá Siglufirði í dag 11.8. til Seyðisfjarðar, Norðfjarðar og þaðan til út- landa. Fjallfoss fer frá Vest- mannaeyjum í kvöld 11.8. til Antwerpen, Rotterdam og Hull. Goðafoss fer frá New York 11.8. til Rvk. Gullfoss fór frá Leith 10.8. til Rvk. Lagarfoss fór frá Stykkish. 10.8. til Akureyrar, Seyðisfj., Norðfjarðar, Eskifjarðar og þaðan til útlanda. Reykja- foss fór frá Vestm.eyjum 31. 7. til New York. Selfoss fer frá Rvk annað kvöld 12.8. til Sandefjord, Kaupm.h. Ro- stock, Stokkhólms, Riga og Gautaborgar. Tröllafoss kom til Rvk 8.8. frá Leith. Tungu- foss kom til Odense 9.8. fer þaðan til Gdynia og Hamborg ar. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á leið frá Bergen ^ til Kaupm.h. Esja er á Aust- fjörðum á norðurleið. Herðu- breið er á Austf jörðum á suð- urleið. Skjaldbreið fer frá Rvk á morgun vestur um land til Akureyrar. Þyrill er á Eyjafjarðarhöfnum. Skaftfell ingur fór frá Rvk í gær til Vestm.eyja. Baldur fór frá Rvk í gær til Sands, Gilsfjarð ar- og Hvammsfjarðarhaf!|a. Alþýðublaðið — 12. ágúst 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.