Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 12
Brezkir hlaðamenn farnir - norrœnir komnir 40. árg. — Miðvikudagur 12. ágúst 1959 — 168. tbl. en meiSsli Eirðu élrúlep líli! BJARTAN ágústmorgun árið 1957, lagði hinn 44 ára gamli ftali, Stephano Longhi, ásamt vini sín- um Corti, af stað með leiðangur til þess að klífa snarbrattan 3.974 m. háan tind í ítölsku Ölpunum. Stephano komsí ekki nið- ur fyrr en fyrir nokkrum dögum síðan, þegar heppn aðist leiðangur, sem gerð- ur var út til þess að ná líkama hans niður. Líflaus Iíkami Stephan- os hefur hangið í taug nið- ur af klettastalli í tvö ár, og gestir fjallahótelsins, sem er fyrir neðan hafa haft það að augnayndi að virða hann fyrir sér í kíkjum. Hótelstjórnin hef ur haft dágóðan skilding upp úr þessu öllu saman með því að leiga lang- dreginna sjónauka hefur gefið góðan arð. Leiðangur Stephanos villtist í byrjun. En eftir nokkurn tíma komst hann ásamt Corti og tveim Þjóð verjum á rétta leið. Þeir fikruðu sig nú upp snar- brattar hlíðarnar meter eftir metcr, og gestir hó- telsins fyrir neðan fylgd- ust með þeim af áhuga. Framhald á 2. síðu. r Ovenju mikið að gera um síðusfu helgi MIKIÐ hefur verið að gera við Reykjavíkurhöfn undan- farna daga, við uppskipun á fiski og timbri og útskipun á fiskimjöli. Voru um 100 rr.anns í vinnu hjá Togaraaf- greiðslunni um helgina, en skortur var á vinnuafli á mánu dag og í gær. Sennilega fást nógu margir menn til vinnu í dag. Agústa varð 3. í 400 m. skrlðsundl Á MEISTARAMÓTI Norður- landa í sundi, sem lauk í Kaup- mannahöfn s. 1. mánudagskvöld náðu keppendur íslands, þau Ágústa Þorsteinsdóttir og Guð mundur Gíslason ágætum ár- angri. Ágústa Þorsteinsdóttir varð þriðja í 400 m. skriðsundi á 5:37,9 mín., sem er lang bezti tími hennar í 50 m. laug og á- gætt afrek. Guðmundur varð 5. bæði í 100 m. baksundi og 100 m .skriðsundi. Hann synti á 1:11,3 mín. í haksundinu. — og 1:01,2 í skriðsundinu. ís- leazka sundfólkið komst Því í úrslit í öllum þeim greinum, sem það keppti í. Á laugardaginn var unnið að uppskipun á timbri og útskip- un á fiskimjöli. Var þá auglýst eftir mönnum í vinnu og komu margir. Var unnið alla helgina, svo og í frystihúsunum í bæn- um, bví að miklu var landað af fiski. TOGARARNIR. Á fimmtudaginn landaði Neptúnus 304 lestum. Á föstu- daginn lönduðu þessir togarar: Jón Þorláksson 226 lestum, Þorkell máni 199. Þorsteinn Ingólfsson 317 og Hallveig Fróðadóítir 299. í fyrradag landaði Jón forseti 307 lestum og Hvalfell 272 lestum í gær. — Var aflinn eingöngu karfi, b&ði af Nýfundnalandsmiðum og frá Vestur-Grænlandi. í dag er von á Þormóði goða og Skúla Magnússyni. Síld í Reyðar BRÆLA var á síldarmiðun- um fyrir norðan og austan í fyrrinótt og lítil veiði. — Hins vegar fengu níu bátar samtals 2350 mál á Reyðarfirði. Er sú síld smærri og megurri en síld- in fyrir norðan. Bretiands? HÓPUR BLAÐAMANNA frá hinum Norðurlöndunum kom í fyrrakvöld til Reykjavíkur með Hrímfaxa Flugfélags íslands í boði utanríkisráðuneytisins. — Þeir eru tíu talsins og í býtið í gærmorgun var farið að sýna þeim hæinn, en í dag munu þeir ræða við Hans G. Ander- sen, ambassador, Davíð Ólafs- son, fiskimálastjóra, og Jón Jónsson fiskifræðing, um fisk- veiði- og landhelgismál fyrir hádegi, en síðdegis munu þeir m.a. ræða við Guðmund í. Guð- mundsson utanríkisráðherra. Á ljósmyndinni hér með, sem Sveinn Sæmundsson tók í flug- Framhald á 3. síðu. Fregn til Alþýðublaðsins. SIGLUFIRÐI í gær. UM KLUKKAN 9 í gær- kvöldi kom bifreiðin R-10818 akandi á mikilli ferð sunnan Suðurgötuna hér. Við Bakka- búðina svonefndu beygði bif- reiðin skyndilega til .hægri og á gatmamótum Suðurgötu og Snorragötu heint fram af brekkubrúninni þar. Fyrir neðan er lagerhús, — sem Sunna s.f. á og nær það upp í brekkunna. Hentist bif- reiðin í loftinu 7—8 metra og lenti framhluti hennar á þilinu 'á norðvestur horn hússins. — Þilið lét undan og tók mesta 1 fallið af bifreiðinni, sem kom niður á hjólin. Mun fallhæðin hafa verið um 7 m. en 10 m. upp á brúnina, þar sem bíllinn fór fram af. Hefur áreiðanlega jegið þarna við stórslysi, en þil- i ið tekið mesta höggið af. I í bifreiðinni voru þrír far- þegar. Sigurbjörn Pálsson, frá i Reykj avík, ók, en hann er ný- ; lega búinn að fá ökuréttindi. Slapp hann ómeiddur. Edda Bolladóttir, frá Akureyri, brotn aði á hægri uphandlegg. Liggur hún í sjúkrahúsinu hér. — Þyk- ir það ganga kraftaverki næst, ' að ekki urðu alvarlegri meiðsli á fólkinu. barn féll út um GLUGGA. Skömmu eftir að þetta slys vildi til, féll tæplega tveggja ára gömul stúlka út um glugga á 3. hæð hússins Suðurgötu 22. Var fallið 6—7 m. en barnið slasaðist ekki og virðist vera hið hressasta eftir sem áður. — Fór þarna og betur en á horfð- ist. — J.M. SAMKVÆMT skýrslum, sem þegar hafa borizt Sveini Ein- arssyni, veiðistjóra, um átrým- ingu refa og minka á árinu sem leið, hefur alls tekizt að vinna 6441 dýr á því tímabili.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.