Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 4
 Ctgelanm .iipyOuíloKKurum. rtltstJOrai. rSeneUiKi uruuUtu. Lrlaii - abi JíórSBon ag Heigi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi riisijomai óigvaldi HJálm arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 11902 áuglýsingasíml: 14906. AfgreiSslusími: 14900. Aðsetur: Aiþýðu húsið Prentsmiðia Alþýðubiaðsins Hverfiseata ■ 10 Réttlœtið sigrar KJÖRDÆMABREYTINGIN er orðin að lög- um. Á fundi í efri deild í gær var frumvarpið um stjórnarskrárbreytinguna samþykkt með þeim mikla meirihluta, sem við var búizt. íslendingar hafa stigið eitt stærsta og örlagaríkasta skrefið í sögu þingræðisins, sögu lýðræðis og mannréttinda í þessu landi. Borgarar lýðveldisins verða hér eftir stórum jafnari að rétti til áhrifa á skipan alþing- is en þeir hafa verið. Eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir, fer þessi lokaafgreiðsla fram að afstöðnum kosning- um. Það getur ekki farið milli mála, að allir kjós- endur landsins gerðu sér grein fyrir, að þetta mál mundi verða afgreitt, nema þeir með atkvæðum isínum gerðu stórbreytingu á skipan alþingis. Margir kusu í þetta eina skipti um kjördæmamál ið — en yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar kaus þríflokkana og gaf þannig samþykki sitt til þess, að málinu yrði fram haldið. Andstaðan gegn þessu máli er í raun réttri mesta afturhaldsstefna, sem getur í sögu ís- lenzkra stjórnmála á síðari áratugum. Fram- sóknarflokkurinn hefur gerzt merkisberi þess- arar stefnu, andstöðu gegn sjálfsögðustu mann- réttindum, og þar með stimplað sig sem mesta afturhaldsflokk þessa lands. Það breytir engu, að flokkurinn reyndi með nokkrum árangri að klæða þessa stefnu sína í búning héraðsástar og annara tilfinninga, sem eru lofsverðar að sínu leyti. Jafnvel málamiðlunartillögur Framsóknar gerðu ráð fyrir hróplegu ranglæti í skiptingu kjördæma, því ranglæti að 450 kjósendur kysu suma þingmenn, en 3—4000 aðra. Reynslan mun á fáum árum leiða í ljós, að sú breyting, sem efri deild endanlega samþykkti í gær, verður þjóðinni til blessunar. Hún stefnir til aukins jafnréttis, aukinna mannréttinda, og slík þróun ætti að vera sjálfsögð í lýðræðislandi. Kom andi kynslóðir munu undrast, að til hafi verið menn, sem lögðu alla krafta sína í andstöðu gegi\, slíku máli, undrast á sama hátt og við nú undr- umst, að til voru áður menn, er börðust gegn kosn ingarétti kvenna, gegn 21 árs kosningarétti, gegn því að sveitarframfæri varðaði missi kosningarétt ar. Sem betur fer mun það ávallt fylgja sögunni, að þetta afturhald var nú sem fyrr sigrað. íslenzka þjóðin rataði slóð réttlætisins og vildi byggja þjóð skipulag sitt á þeirri grundvallarhugsun. Ly f ja f ræði nám Nokkrir nemendur geía nú í ágústmánuði byrjað nám í lyfjafræðj fyrir milligöngu Apótekarafélags íslands. Stúdentar, sem áhuga hafa á lyfjafræðinámi, gjöri svo vel að hafa tal af formanni Apótekarafélags- ins, Karli Lúðvíkssyni, apótekara, Háteigsvegi 1, og hafi með sér stúdentaskírteini sín. Aðeins stúd- endar úr stærðfræðideild koma til greina. APÓTEKARAFÉLAG ÍSLANDS. REGNIN UM heimsókn Krústjovs til Bandaríkjanna er tekið með miklum fögnuði í Bandaríkjunum. Margar borgir hafa gert kröfu um, að fá hann til sín. Fylkisstjór- arnir, sem nú sitja á þingi í Puerto Rico hafa hver af öðr- um boðið hann velkominn til ríkja sinna. Athyglisvert er það og, hve viðhorfin hafa breytzt ger- samlega síðan 1956. Þá var í ljós látið, að Tito marskálkur kynni að koma í heimsókn, en þrátt fyrir eindregin stuðning Dulles þáverandi utanríkisráð- herra, varð slíkur úlfaþytur á þinginu, að Júgóslavar hurfu frá ráðagerðinni. Forustumaðurinn í andstöð- unni gegn heimsókn Titos var Knowland senator frá Kali- forníu, leiðtogi repúklíkana í öldungadeildinni, og flestir repúblíkanar af gamla skólan- um studdu hann. En þeir biðu ósigur í kosningunum í fyrra og rödd þeirra er þögnuð í op- inberum umræðum. Það lítur út fyrir, að hinir frjálslynd- ari repúblíkanar, sem eiga sæti í öldungadeildinni ætli að láta sér lynda ákvörðun Eisenhowers forseta um að bjóða Krústjov heim. EnN HEFUR EKKI borið á neinni skipulagðri andstöðu gegn heimsókn Krústjovs, eins og á Norðurlöndum. Vafalaust eiga þeir amerískir borgarar, sem eru ættaðir frá Austur- Evrópulöndum eða þaðan fluttir, eftir að rísa upp til harðrar og hávaða- Rafeindavél þýðir bækur á Braille-letur Komin er á markaðinn ný gerð hraðvirkra rafeindavéla, sem þýðir prentaðar greinar og bæku á Baille-letu, sem notað er af blindu fólki, Bók- stafir Briailleletursins-leturs- ins eru upphleyptir punktar, sem raðað er niður á mismun- andi hátt, og hinn blindi mað- ur ,,les“ með því að þreifa eft ir þeim með fingurgóminum. Þessi nýja vél er mjög hrað- virk. Hún getur þýtt 300 blað síðna bók á Braille-letur á einni klukkustund, en til þess þurfti duglegur Braille-þýð- andi rúmlega sex daga. Það voru einkum tvö banda rísk fyrirtæki, sem stuðluðu að framleiðslu þessara vélar í sameiningu, þ. e. Interna- tional Business Machines og American Printing House for the Blind, sem er stærsti út- gefandi Braille-bóka í Banda ríkjunum. EftT D. W:Wams samrar andstöðu. — Það voru slík öfl. sem efndu til uppþota, er Mikojan var á ferð inni vestra. En flestum Banda ríkjamönnum þó'ti stórum miður, að af slíku varð, og töldu til vanvirðu Þwir Banda ríkin. Þeir, sem fyrir uppþot- unum stóðu, hafa eitthvað af því lært, hvernig tekið var á málinu hjá almenningi. Munu þeir nú sennilega leggja kapp á, að mótmælin komi fram á virðulegan hátt og endi ekki með uppþotum. Meðal þeirra manna, sem upprunnir eru í Austur-Evr- ópu, er slíkt hatur á Rússum og leiðtoga þeirra ráðandi, að stjórnarvöldin munu þurfa að annast varúðarráðstafanir, meðan Krústjov dvelst vestra af mikilli kostgæfni. Kemur til mála, að borgir, þar sem menn af austur-evrópsku þjóð ernj eru fjölmennastir, muni láta í ljós, að þangað ætti Krústjov ekki að koma. MlKIL FORVITNI ríkir um það, hver meiningin sé með heimr ’ n: ,g einnig um Krústjo-’ ~4á1fh Hann er sú manng - : ■ kur at- hygli í Ba 1 n, gróf- gerður og Vsru — al- ger ands a kann Stal in. Lengi hefur bað verið á almannavitorði í Bandaríkj- unum, að bann vildi gjarnan fá slíkt boð. Hinn kunni ame- ríski skop iknari. Herlock, hefur líka iknað ynd af Krústjov við -iV.iar’1 ferða- töskurnar fullar og f rðaleið- ■afvísi til Ameríku og hann seg ir: „í næsta • á~i. ía ef til vill get ég komið því við.“ ^ILL KRÚSTJOV ,fá heim- inum skipt, hvað sem líður bandamönnum Ameríku, eins og sumir hafa óttazt lengi? Sá ótli hefur að vísu rénað í Englandi, en er hins vegar mikill í París og Bonn. Eða vill hann reyna að afla kom- múnismanum viðurkenningar með heimsókn sinni í Hvíta húsið, eða styrkja aðstöðu sína heima fyrir eða hvorttveggja? Fáir menn hafa gert eins mikið vegna eins heimboðs. Ef til vill hefur hann búið Berlínarvandamálið til í þeim tilgangi að fá heimboðið. — Menn bíða fuliir eftirvænting- ar í Washington eftir því að sjá hverju fram vindur. • OFSALEGAR rigningar og flóð í ám, er af þeim stafa, ■ valda geysitjóni á ökrum í Bandaríkjunum, þrátt fyrir I víðtækar varnarráðstafanir. Hér að ofan sést akur, sem ■ ; var hinn ágætasti kornakur í Oklahoma-fylki, eftir flóð. • Jarðvegsfræðingar eru að taka sýnishorn af jarðveginum, I sem setzt hefur á akurinn. í þetta skipti tókst þó vel til, því : að í ljós kom, að aðeins þurfti að bæta fosfór í leirinn til : að fá þarna aftur hina ágætustu kornuppskeru. ■ 4 12. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.