Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 6
ÞEGrAR eru farnar að ber ast skopsögur í sambandi við rafmagnsheila, eins og við er að búast. Ekki skulum við ábyrgj- ast, að eftirfarandi saga sé sönn, en engu síður er hún skemmtileg. Rafmagnsheil- arnir láta vissulega ekki að sér hæða: Fjármálamaður í Amer- íku fékk dag nokkurn löng un til þess að eignast raf- magnsheila. Hann var ó- menntaður og hafði hafizt upp af sjálíum sér og hugs- aði þess vegna sem svo: Það væri ekki amalegt, að eiga svona heila og geta leitað til hans í hvert skipti, sem mann langar til að vita eitt- hvað. Og hann af stað. Hann virti lengi fyrir sér einn raf magnsheila og velti því fyr- ir sér, hvort hann ætti að kaupa hann. Hann vildi ekki kaupa köttinn í sekkn- um og fór þess vegna að spyrja um gæði vörunnar: — Hann veit allt, er það ekki? spurði hann. — Jújú, svaraði kaupmað urinn. — Allt milli himins og jarðar. Þér skuluð bara spyrja hann. — Ollræt. Ég vildi gjarn- an vita, hvað faðir minn er að gera þessa stundina. Það heyrðist urg og suð, og eftir skamma stund kom svarið: — Faðir spyrjand- ans er að leika golf. Hann er einmitt kominn að sjö- undu holunni núna. — Það var þá helzt, sagði fjármálamaðurinn og hristi höfuðið hneykslaður. — Faðir minn er fyrir löngu kominn undir græna torfu og sennilega farinn að rotna. Hvað segir rafmagns heilinn um það? Svarið kom um hæl eftir örlítið suð og urg: — Mað- urinn, sem var giftur móður spyrjandans, er vissulega dauður. En faðir hans er að spila golf. Hann er núna kominn að áttundu holunni. Fjármálamaðurinn var ekki seinn á sér að kaupa rafmagnsheilann. ★ ^ Fegurðin er sannleikur- inn, — sannleikurinn er fegurðin. Þetta er allt og sumt, sem menn vita á þess- ari jörðu, enda hið eina, sem þeir þurfa að vita. Keats. ☆ Gerðu ekki öðrum það, sem þú vilt að þér sjálf- um sé gert. Smekkur hans er áreiðanlega ekki sami og þinn. B. G. Shaw. KVÍKMYN’DALEIKKONAN Scilla Gabel lék í tveimur kvikmyndum og fékk sama dóminn fyrir bæði hlutverk sín: „Hún er alveg eins og Sophia Loren.“ — Gabel líkaði þetta stór- illa. Hún tók að leggja hatur á Sophiu Loren og var síður en svo að leyna því. En hatrið kom að litlu gagni. Hún varð að gera ein- hverjar aðrar ráðstafanir, éf hún ætlaði sér að hljóta nokkurn frama í heimi kvikmynd- anna. Eftir langa umhugsun og bollalegging- ar kom lausnin: Hún tók sér ferð á hendur til Rómar, heimsótti þar frægan skurðlækni og bað hann að breyta sér. ,.Mér er alveg sama, hvernig ég verð, bara ef ég verð ekki lík Sop- hiu Loren,“ sagði hún. — Læknirjnn uppfyllti óskir leikkonunnar eins og myndirnar hér að ofan sýna: Sú efri er tekin fyrir aðgerðina, en sú neðri eftir hana. — Scilla Gabel hefur nú íengið átta tilboð um hlutverk í kvikmyndum. BÍLA- BAUKUR í AMERÍKUNNI fæst allt fyrir afborganir eins og kunnugt er. En það vill verða misbrestur á skilvísi fólksins og margir eru farn ir að efast um ágæti þessa skipulags. Bifreiðaverksmiðja ein hefur fundið upp snilldar- ráð tiT. þess að .koma í veg fyrir óskilvísi í þessum efn- um. f hverjum bíl, sem verk smiðjan framleiðir, er.kom ið fyrir peningabauk. Á hverjum degi á að setja á- kveðinn fjölda smápeninga í baukinn og er það sem svarar daglegri afborgun af andvirði bílsins. Hægur vandi að gleyma því, kann einhver að segja. En því er ekki að heilsa. Baukurinn er þannig útbúinn, að bíll- inn fer ekki í gang nema peningar séu settir í hann á hverjum morgni. ★ Hvað skrifaði Anná Frank í dagbók sína? HUNDRUÐ ÞÚSUNDA manna hafa á undanförnum árum lesið Dabók Önnu Frank á mörgum mismun- andi tungum. Hvarvetna hafa menn hrifizt af dagbók þessarar litlu, óhamingju- sömu stúlku. Það eru til tvær útgáfur af leikriti, sem gert hefur verið eftir sög- unni og sú þriðja, sem ætl- uð er fyrir útvarp. Auk þess hefur komið út bók um Önnu Frank eftir Ernst Schnabel. Þessi bók hefur fært Schnabel 1,3 milljón marka í reiðufé og hann er þegar farinn að semja aðra bók um Önnu Frank. Banda rísk kvikmynd um Önnu er nú að leggja af stað í hring- ferð um heiminn. Eftir alla þessa velgengni sem vissulega er makleg, —- eru menn loksins farnir að hugsa um, hvernig hin raun verulega dagbók Önnu Frank sé. Guenter Klingmann skrif ar nýelag grein í Aktuelt um Dagbók Önnu Frank þar sem hann gagnrýnir harð- lega, að bókin skuli ekki birt eins og hún raunveru- lega er. Það voru nokkrir góðir vinir Frank-fjölskyldunnar, sem fundu dagbókina í geymslu í bakhúsi í Prins- engracht í Amsterdam. Faðir Önnu, Otto Frank, er var hinn eini, sem slapp, — fékk dagbókina í sínar hend ur og sömuleiðis aðra papp- íra, sem voru í eigu dóttur hans. Árið 1946 seldi hann hollenzku forlagi bókina til útgáfu. En áður en hún var gefin út, var hún unnin og lagfærð af fjölda manns. Þannig vildi t. d. Otto Frank, að staðarlýsingar yrðu felldar brott af því að „þær hefðu ekkert gildi fyr ir lesendur“. Allir, sem unn ið hafa úr Dagbók Önnu Frank, viðurkenna, að þeir hafi breýtt mjög miklu. Fjölmargir, sem þekkja til forsögu dagbókarinnar, hafa sagt, að það væri helm- ingi meiri efriiviður í henni heldur en komið hefði fram. Og greinarhöfundur spyr: Hvað skrifaði Anna Frank í dagbók sína, sem ekki hef ur komið fram ennþá? All- . ur heimurinn þekkir nú söguna um Önnu Frank og einmitt þess vegna vill hann fá að lesa dagbókina eins og Anna sjálf skrifaði hana. ☆ MARGIR hafa líklega ein hvern tíma lent í þeirri að- stöðu að vanta skyndilega ákveðna bók og hlaupa þá í næsta bókasafn og fá hana þar lánaða. En á bókasöfn- um gilda ákveðnar reglur, sem ekki má brjóta. Þegar lánsfresturinn er útrunninn falla sektir á viðkomandi aðila á hverjum degi, ekki háar að vísu, en safnast þegar. saman kemur. í enska bærium Luton eru íbúarnir sagðir sérstaklega gleymnir hvað snertir bæk- ur, sem þeir fá lánaðar í bókasafni bæjarins. Öll hugsanleg ráð voru reynd — hótanir, sektir og hvað eina, ■—• en ekkert dugði. Að lokum datt for- stjóri bókasafnsins niður á lausn málsins. Hann aug- lýsti í blöðunum, að hér með hæfist „vika gleymsk- unnar og fyrirgefningarinn- ar“ ó bókasafninu. Öllum þeim, sem væru með bæk- ur frá safninu, en hefðu ekki skilað þeim í lengri tíma, — væri heimilt að koma með þær, án þess að borga eyri í sekt og meira að segja án þess að fá skömm í hattinn. „Við skul um brosa franíian í þá, og gera að gamni okkar við þá“ — lét forstjórinn standa í auglýsingu sinni. — Bragð „Þrír ið hreif. Það va: inu alla vikuna, innheimtu bæku höfðu sést í fleir: fyrir löngu tald: TÝNDI GIMSTEINNINN LÖGREGLUMENNIRNIR hafa yfirgefið bílinn og skipa mönnunum að standa kyrrir og gefast upp. í sama bili heyrist hleypt af byssu, sem aftur er svarað í sömu mynt. Einn af þjóf- unum fellur til jarðar hættulega særður. Sommer ville lávarður hefur einnig tekið fram byssu sína og haf io sKothríð á lö. ina. Með öndina fylgist Frans n blóðuga leik. Þe ar eru vissulej og gefast ekki u; 0 12. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.