Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 5
TOGARASKIPSTJÓRI SKRIFAR: S 'kipasjíoðunarstjóri, hinn tæknilegi ráðunautur við smíði austurþýzkbyggðu togaranna, foirtir í blöðum skýringar sínar á því, hve lítið þessir togarar foera, nú að segja eftir dúk og disk, en það hefði hann átt að gera áður en smíðar hófust svo að jafn þýðingarmikið atriði kæmi ekki flatt upp á menn, eins og nú er í ljós komið. Skýringar skipaskoðunar- stjóra eru að mörgu leyti furðu- legar og' villandi, því hann ber saman burðarmagn þessara nýju dieseltogara við gömlu gufutogarana, en það vita allir, sem til skipa Þekkja, að það er einn aðalkostur dieselvélarinn- ar, að hún, og það sem henni ti] heyrir, tekur minna pláss og fourðarmagn en gufuvélin, og þess vegna hafa menn með góð- urn árangri skipt um vélar í skipum, og sett dieselvél í skip í stað gufuvélar. Hví ekki að foera þessi nýju skip saman við sömu tegundar skip, eins og t. d. togarann Þorstein þorskabít {áður Jörund), en hann er næst- Ur íslénzkra dieseltogara þess- um austurþýzku að stærð og vélaorku. Hvernig fer með þá hugmynd að rífa gufuvélarna'r úr nýsköp- unargufutogurunum með það fyrir augum að auka burðar- magn þeirra, eftir þennan dæmalausa samanburð skipa- skoðunarstjóra, Þar sem hann tapar í samanburðinum, burðar magni við það að setja diesel- vélar í skipin, þrátt fyrir það að hann reynir að laga fyrir sér út- komuna, og halla mjög á gufu- togarana í þeim samanburði með því að fara í verulegum at- riðum ekki rétt með. Þau skip, er hann nefnir, foáru meir en hann segir. Það voru 70—80 tonnum minni skip, sem báru 2200—2300 mál og það skekkir allverulega útreikn ing ráðunautarins. Kem ég nán ar að því síðar. rað, sem á skrifum skipaskoð- unarstjóra er að græða, er að ekki má búast við að nýju dies- eltogararnir beri meir en þeir gera, vegna þess að í þá hefur verið staflað svo mörgum þung um vélum og öðrum búnaði vegna togveiðanna. Það er dá- lítið broslegt að sjá á prenti þessa játningu þessa manns. en með henni viðurkennir hann það, sem hann áður hefur neit- að, að þessi skip eru samkvæmt búnaði sínum togarar, en hann foefur áður mótmælt þeirri skoð un okkar togaraskipstjóra, að þessi skip væru togarar, sem þau þó munu halda áfram að vera, þrátt fyrir allar tilraunir eða annarlegar skýringar um millistig milli togara og mótor- báta eða báta, af hans hendi. Maður á ekki gott með að átta sig á hve langt slíkar nafngift- ir geta gengið, en getur þetta ekki leitt til þess að úr þessu verði blátt áfram viðrini? Lát- um skipin heita það, sem þau eru. Þeir voru margir minni og ver búnir gömlu togararnir, sem við fyrst fengum hingað til lands og út um heim eru þús- undir slíkra skipa, sem enginn hefur neitt við að athuga að séu kallaðir sínu rétta tegundar- heiti. Samhliða því að mjög mikl- um vélbúnaði hefur verið hrúg- að á þessi litlu skip, er yfirbygg ing þeirra svo óhófleg, að á móti hefur orðið að koma 40 tonn af steinsteypu sem kjöl- festa. Mikið af yfirbyggingunni kemur til mælingar Og þar af leiðir að sjálfur skipsskrokkur- inn er ekki eins stór og búast rnætti við miðað við t. d. gömlu togarana eða önnur skynsam- lega byggð skip. Að þessu athuguðu er það augljóst vegna hvers skipin bera svo lítið sem raun er á. Það hörmulega er, að með sér- stökum gípugangi hefur burðar magni skipanna verið eytt svo taumlaust, að þau bera allra skipa minnst, miðað við stærð, þeirra skipa sem við höfum stundað hér fiskveiðar á, og það sem meira er, þau eiga senni- ! lega hvergi sinn líka í þessum efnum. Það er engin furða þó að þeim, sem hvergi hafa nærri komið, bregði í brún við þessi vinnu- brögð fagmannanna, en hitt er lítið betra, ef þeir, sem keypt hafa þessi skip, hafa ekki gert sér ljóst, hvað þeir voru að kaupa, því Það eru skrýtnir skipaeigendur, sem' kaupa skip sín svo út í bláinn, að þeir ekki spyrji um burðarmagn og gang, þ. e. notagildi skips og vélar. Óskin um burðarmagn og gang er aðalatriði, sem skipasmíða- stöðin spyr strax um, áður en farið er að teikna skipið, séu henni falin þau störf. Ef það er rétt að skipin hafi verið teiknuð hérna heima, sem næstum hlýtur að vera, skipa- smíðastöðin hefur varla átt hug myndina, var ennþá hægara um vik. Hvort sem heldur er, þá var það verkefni ráðunautsins að segja til í tíma um þessi at- riði og leggja áherzlu á að þau væru ekki sniðgengin af þeim, sem minni eða of litla áherzlu hefðu viljað leggja á notagildi skipsins á sjó komins. Viðbrögð tækniráðunautarins þegar um margumrædda togara er rætt eru að vísu skiljanleg þegar þess er gott, hve mikið hann hefur við þeirra sögu komið. Hann lætur sér heldur ekki minna nægja en birta varnir sínar í öllum víðlesnustu blöð- um landsins. Hvernig getur nú þessum tæknfróða manni dott- ið annað eins í hug og að fara að bera saman máli sínu til framdráttar görplu gufutogar- ana og nefna til Þórólf og Skallagrím, við nýju dieseltog- arana? . Slíkt getur að vísu blekkt ókunnuga, en allir, sem hafa nokkra nasasjón af útgerð og sjómennsku, vita að skikk- anlega útbúið dieselskip á að bera meir en jafnstórt gufu- skip. Það er því ekkert til að hælast af, ef austurþýzku tog- ararnir bæru hlutfallslega jafn mikið miðað við brúttólestatölu og gömlu kolakyntu skipin, en því er alls ekki til að dreifa, þótt skoðunarstjóra sýnist svo. Gömlu togararnir nutu aldrei alls burðaraflsins á síldveiðum til jafns við mótorskip, sem kom til af því að farmurinn lá að mestu fyrir framan miðju, svo þeir lögðust á nefið, veif- andi afturendanum langt úr sjó, en þeir komu þó á síldveið- um með 2200—3300 mál síldar að landi, það er að segja þeir, sem voru frá 320—462 tonn brúttó. Samkvæmt brúttólesta samanburði ættu þá austur- þýzku togararnir að bera 1700 —1800 mái og er þá ekki tekið tillit til þess að þeir eru diesel- skip og ættu því að bera mikið meira. En nú bera Þeir 1200— (Framhald á 10. síðu.) Hljóðbylgjur við málmsuðu BANDARÍSKA fyrirtækið Westinghouse Eiectric hefur gert tiiraunir með nýja að- ferð við málmsuðu, og hygg- ist hún á hljóðbylgjum með hárri tíðni. Tilraunirnar hafa heppnazt vel og hindur fyrir- tækið miklar vonir við það. Málmstykkin, sem sjóða á saman, er ulátin renna inn á milli tveggja valsa, sem tengdir eru tæki, er nefnist ferjald og getur breytt raf- magni í titring með hárri tíðni. Þrýstingurinn á milii valsanna og titringur þeirra nuddar sýringslagið af ,yfir- borði málmsins og blandar málmkrystöllunum, þannig að sameindir þeirra renna sam- an. Þessi nýja aðferð hefur ver- ið notuð með góðum árangri til þess að skeyta saman stál- þynnur eða þunnar plötur úr kopar, silfri og ýmsum öðr- um málmblöndum. Með henni er hægt að bræða sam- an þunn aluminíumstykki, sem svara 38,1 sm. á mínútu. SARDÍNUR MATVÆLA- og landbúnað- arstofnun S.Þ. gengst fyrir ráðstefnu 14.—25. september n.k. um sardínur, meðferð þeirra, veiðiaðferðir, varndun. stofnsins, líffræði hans og al- þjóðasamvinnu um rannsókn- ir á þessu sviði. KVENNA-þáíturinn hefur | fengið bréf og teikningu. — § Sendandinn kallar sig frú P., | en annars er allt á huldu um | hana. — Frú P. skrifar um = vandamálin, sem oft skap- f ast, þegar frænkan kemur í § heimsókn, þegar einu barn- | inu er dillað meir en öðru 3 og sýnir fram á, hvað slíkt | hefur mikii og ill álirif á | „Ijótu andarungana“. | Frú P. á innilegustu þakk- | ir skildar fyrir bréf sitt, bæði jj vegna þess, að e£ íil vill vek- | ur hún einhverjar frænkur 1 eða annað fólk til umhugs- | unar um orð sín í nærveru | barna og eins þakkar kvenna | þátturinn henni sérstaklega | fyrir bréfið, því að hún er 1 fyrsta konan, sem hefur | skrifað honum. 3 ^mmiiiiiiimmmmmmmiimmiiiiiimmiiiiiimmiiim og spurði: „(Ifi, er ég ljót?“ Þið skiljið allar, hvað ég meina. Réttum litlu ögnunum hlýja hönd og reynum að láta þau gleyma að guð hefur allt- of lítið af slöngulokkum og innbyggðum margföldunar- töflum á lager til þess að all- ir fái nóg. Getum við svo ekki sett upp lituð sólgleraugu áður en við heimsækjum rauð- hærðu börnin, svona í hug- anum að minnsta kosti? Það er búið að sanna það vísinda- lega, að börn þurfa marga faðma. af ást og um- hyggju á dag til þess að þríf- ast. Svo við verðum að vera ógurlega nærfærnar og hugs- unarsamar og forðast eins og heitan eldinn allar særandi athugasemdir. Boðorðin eru þrjú: 1. ekki: en hvað þú ert stcr (eða lítill), (Framhald á 10. síðu). WETUR ÞÚ EKKI komið fyr- ir mig orðsendingu frá litlum börnum til allra góðra frænkna með gott í poka? Það er nú einu sinni svona, að fáir muna bernsku sína, enda mundu þeir ábyggilega ekki lofa hana annars. Ég skelli mér beint að efn- inu: Allir vita, hvað maður verður hlægilega utangátta, þegar maður er að skoða ann- arra manna börn. Oftast byrj- ar það: Hvað ertu nú gamall, og sé barnið of lítið eða of stórt, flýtir maður sér auð- vitað að minnast á það. Jæja, sé um systkini að ræða, er strax slegið upp fegurðarsam- keppni. Þau sem ekki verða nr. 1. eru hugguð með því að þau séu samt allra beztu krakkar. Nú, svo gengur mörg um, ekki sízt foreldrum, illa að skilja, að 29 börn af hverj- um 30 geta ekki með nokkru móti verið efst í sínum bekk. En litlu elskurnar eru nú , einu sinni þannig gerðar, að þau taka ógurlega nærri sér állan samanburð við betri og fallegri börn og verða feim- in og fáskiptin, bara ef þau halda, að pabba og mömmu sé hætt að finnast, að einmitt þau séu beztu og fallegustu börnin í heiminum. Og þau eru ekki orðin gömul, þegar þau fara að finna, hvaðan vind urinn blæs. Ég var nýlega í þ^iggja ára afmæli hjá bláeyg um yndislegum snáða, enda linnti ekki lofsöngvunum hjá viðstöddum ömmum og ætt- ingjum, unz allt í einu að tveggja ára systir hans, sem guð hafði verið naumari við, skreið upp í kjöltu afa síns Alþýðublaðið — 12. ágúst 1959 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.