Alþýðublaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 1
 inni frá Isusung. LUMIuP 40. árg. — Sunnudagur 8. nóvember 1959 — 243. tbl. K AUPS Y SLUMENN í Grimsby eru sárfegnir að tilraun hafnarverka manna til að setja ís— lenzka togara í bann skuli hafa mistekizt. Þetta er Ijóst af fréttum í brezkum blöðum. ÞRIÐJI fundur með fulítrúum Aijiýðuflokks-, ins og Sjálfstæðisflokks- ins um hugsanlega mynd un ríkisstjórnar fór fram síðdegis í gær. Var enn sem fyrr aðeins rætt á breiðum grundvelli um þau vandamál, sem næsta ríkisstjórn hlýtur að standa andspænis, en ekki um að ræða neina beina samninga um stjórnar- myndun á þessu stigi. JkAlKíi NEW YORK. — Tann- Íæknirinn Duane Oakes í Savoonga, Alaska, setti ný- lega heimsmet með því að draga 104 tennur úr sjúkl- ingum sínum einn og sama daginn. LAGGOTT I Grimsby er áætlað, a, bær- inn hafi’ tapað sem svarar 12000 sterlingspundum á því að Harð- bakur, sem hafnarverkamenn neituðu að afferma, var sendur til Þýzkalands. Daily Mirror hefur eftirfar- andi eftir Þórarni Olgeirssyni i'æðismanni: „Það má ætla, að hefði fengið ein 13 000 pund fyrir aflann. Tollheimtan í Grimsby hefði tekið tíu prósent af þeirri_ upphæð, þá var það æ.tlun okkar að verja 8000 til 10 000 pundum í bænum til kaupa á veiðarfærum ogýmsum útbúnaði handa Harðbak. Að auki hefði áhöfnin eytt að minnsta kosti þúsund pundum í verzlunum. Nú njó.ta Þjóðverjar viðskipt- anna.“ FYRIR skemmstu héldu götvaði lögregluþjónn í Aþenu af einskærri tilvilj un, að tólf ára gömul telpa liafði mánuðum saraan verið hlekkjuð við rúm sitt með gildum járnkeðj- um. Þegar gengið var á móðurina, játaði hún grát andi, að hún hefði haft telpuna í járnum um liálfs árs skeið, „af ótta við að hún gerðist götudrós“. Dóttirin hafði sýnt til- hneigingu til lausungar, sagði hún, og hvorkj bar- smíð né snoðklipping hafði dugað. Myndin, sem við birtum hér, var tekin skömmu eftir að lögregl- an var búin að taka völd- in af móðurinni. Eins og sjá má, er telpan enn ekki laus. Blaðið hefur hlerað AÐ bæjarráð ræði nú staðsetningu á fyrirhug- aðri byggingu fyrir lands bókasafn og Háskólabóka safn á Melunum. Sam- kvæmt tillögu mennta- málaráðherra samþykkti alþingi fyrir nokkru að sameina þessi tvö bókasöfn landsins, og mun það verða gert, þeg ar hægt er að byggja viðunandi bókásafns byggingu. REYKVÍKINGAR vöknuðu í gærmorgun við hörkuhríð og umferð manna og farartækja tafðist nokkuð á götum fram eftir öllum degi vegna snjó- komu. Alþýðublaðið aflaði sér því upplýsinga um færð á veg- um annars staðar á landinu og samkvæmt því lítur út fýrir, að í gær hafi hvergi verið jafn slæm færð og í Reykjavík! Snæbjörn Jónassón verk- fræðingur, staðgengill vega- málastjóra, kvað engar kvart anir hafa borizt um ófærð á vegum neins staðar og væri sér ekki kunnugt um annað en að allar leiðir væru færar. Hellis- heiðin var fær, þótt hál væri, fært var til Siglufjarðar og ísa fjarðar er síðast fréttist (fimmtudag og föstudag) og prýðilega fært var á Akureyri og nágrenni í gær. Þá er færð ágæt á Austurlandi. Snæbjörn kvað Vegagerðina ekki búast við að þurfa að láta Framhald á 5. síðu. SKÖMMU áður en blaðið fór í prentun í gær, var haft sam band við lögregluna í Hafnar- firði og spurzt fyrir um, hvort Framhald á 10. síðu. Sunnudags iLADIÐ kemur ekki út í dag . . . sem góðra vina fundur, er gleðin skín á vonarhýrri brá . . . Það er merkilegast við þessa | mynd að okkar dómi, að'" áustur-þýzk yfirvöld hafa annast dreifingu hennar. Hún mun eiga að sýna hve æskan í' lieimi kommúnismans sé frjáls- mannVig og þróitmikil. Myndartextinn bermir, að hér séu á ferð meðlimir Jþrótia- og tæknifylking- ar æskufólks í Austur- Þýzkalandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.