Alþýðublaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 10
'■■■■■■flBBBBBBBBBBBSBBBKCa■B■■■■■■fll mmm ■■ ■ Mynd þessi er lir Þjóðsagnabók Asgríms — með sögunni um Trölla-Láfa, „Musping" Framhald af 3. síðu. ina“ eins og sveitakonur segja stundum þegar þær hittast und ir kirkjuveggnum, en hafa ekki sést í lengri tíma. Það þarf að vinna vel að und- irbúningi tízkusýningar. Yfir henni þarf að hvíla menningar- blær. Stúlkurnar sjálfar, sem þarna komu fram, eru allar fal- legar og skortir ekkert, sem gæti gert þær ag góðum tízku- sýningardömum. Það vantar að eins meiri undirbúning o_g ein- lægari og betri vinnubrögð, þá verður gaman að koma og horfa á tízkusýningu hjá Þeim. — Myndin sýnir Rúnu Brynj ólfsd. í „Some like it hot“! (Mig langar í lokin að geta þess, að Edda Jónsdóttir bar af, hvað frjálslega framgöngu og smekklega snyrtingu snerti.) ÞÓTT , Austfirðingar séu að vonum orðnir langþreytt- ir á 30 ára loforðum og jafn gömlum svikum forráða- manna útvarpsins, að ráða bót á því eindæma ófremdar- ástandi, sem hér ríkir um hlustunarskilyrði munu ef- laust nokkrir hafa bundið von ir við þau skýlausu loforð nú- verandi útvarpsstjóra á síð- astliðnu vori, að úr þessu yrði skilyrðislaust bætt á sumrinu, sem nú er að kveðja. Svo er nú þó komið, að all ar slíkar vonir munu teknar drjúgum að dofna. Enginn verður annars var hér um slóðir, en að óðum færist í gamla horfið, eftir því sem skuggar skammdegismyrk- ursins þéttast. Hin hlálega tyrkjamessa, þar sem saman blandast ýlfur og garg, ískur og skrækir, skruðningar og brestir, hefur ennþá einu sinni haldið innreið sína á heimilin, hvenær sem mönn- um verður á að opna viðtæki sín hér, eftir að dimma tekur. Ég hygg, að Norðfirðingar séu ekki féfastari en almennt ger- ist eða tregari til þess að inpa sínar skyldur af höndum en aðrir. En á síðastliðnu vori bundust menn samtökúm um það hér, að neita að greiða af- notagjöld fyrir útvarpið, í mótmælaskyni við síendurtek in svik um úrbæíur. Nokkur hreyfing virtist koma á málið í bili, sem meðal arinars birt- ist í ofannefndu loforði út- varpsstjórans. Þetta virtist vera tungumál, sem þeir háu herrar komust næst því að ráma í hvað þýddi. En svo virðist sem sami „guðsfrið- urinn“ hafi á ný sigið á brár forráðamannanna. Og nú hlýt ur gamla spurningin að vakna á ný. Hvenær á þessu viður- styggilega sjónar- og heyrn- arspili um loforðin og svikin að linna? Hversu lengi á það svo að ganga, að háttsettir embættismenn ríkisins leyfi sér, að viðlögðu drottins nafni að standa strípaðir ósanninda- menn og svikarar við hátíð- leg loforð frammi fyrir íbú- um heils landsfjórðungs? Hvenær er ástæða til þess að hreinsa til í ríkisstofnun- um, ef ekki, þegar slík vinnu- brögð ery iðkuð áratugum saman? Tafarlausar úrbætur er það eina, sem Austfirðingar geta sastt sig við. Ekkert froðu- snakk eða loforðaþvaður, sem enginn áhugi virðist á að efna. Nesk. 22.10 1959, Oddur A. Sigurjónsson. Húselgendur. ónnumst ailskonar vatn# og hitalagnlr Blf AUGNI8 fej Símar 33712 — 35444. MikiSI skorfur á hjúlotinar- konum fiér næslu árin í BLAÐAVIÐTALI Læknafé- lags Rvíkur í gærdag var m. a. skýrt frá því, að geysmikill hjúkrunarkvennaskortur er hér yfirvofandi, í viðbót við þau vandræði, sem verið hafa. Mun sá skortur gera verulega vart Af hverju bíla.. FramhaJd af 12. síðu. þessum starfsgreinum eru ár- lega bitnir af hundum. Ungir hundar bíta frekar en gamlir og tíkur eru hættulegri en hundar. Hundar bíta mest um hásumarið en Iítið á vetrum. Enda þótt 600 000 Banda- ríkjamenn verði árlega fyrir hundsbiti sakar ekki nema til töiulega fáa og dauðaföll vegna hundsbits eru mjög fá. við sig á næstu árum, er Bæj- arspítalinn og nýbygging Lands spítalans komast í gagnið. Hef- ur ekki fengizt leyfi til að ráða nægilega marga kennara að hjúkrunarkvennaskólanum og fyrir bragðið verður að vísa ár- lega frá skólanum 20—30 stúlk um, en þær, sem komast að ár- Athugavert er, að meðal starf- andi hjúkrunarkvenna eru fjöl margar giftar konur, og eru þær auðvitað nokkuð ótryggt vinnuafl. Tveir hjúkrunairmenn hafa nýlega útskrifast úr Hjúkrunar kvennaskólanum, en sá þriðji er þar nú. Stendur nú til að breyta nafni skólans í Hjúkr- unarskóla íslands; hjúkrunar- konur hafa þegar breytt nafni félags síns í Hjúkrunarfélag Islands (áður Hjúkrunsirkvenna félag) í samræmi við breytta tíma. UM klukkan 12.30 í gærdag varð umiferðarslys í Skipasundi. Börn á sleða urðu fyrir bifreið, en þau sluppu að mestu ómeidd. Málsatvik eru þau, að telpa var að renna sér á skíðasleða og sat drengur á honum. Á eftir þeim kom bifreið akandi. Þeg- ar ökumaðurinn hugðist fara fram úr sleðanum gaf hann. hljóðmerki. En telpan beygði | þá til hægri fyrir bifreiðina og þar sem hálka var, rann bif- reiðin á sleðann. Drengurinn var þegar flutt- ur á slysavarðstofuna. Þar kom í ljós, að hann hafði sloppið með kúlu á enni. Telpan meidd ist ekkeit. Engin l'eit Framhald af 1- síðu. nokkuð hefði fréttst af Baldri Jafetssyni, piltinum sem hvarf að heiman frá sér laugardags- kvöldið hinn 31. október sl. Lögreglan gaf þær upplýs- ingar, að öðru hvoru hringdi fólk til þess að veita upplýs- ingar, en þær hefðu verið hald litlar hingað til. Ekki var bú- izt við að leit yrði hafin að svo stöddu, þar sem ómögulegt er að vita hvar helzt skyldi leita. Lögreglan hefur ekkert til að byggja leit á. TUTTUGASTI merkja- ; söludagur Blindrafélags- ■ ins er í dag. Agóðinn af ■ merkjasölunni rennur til ■ byggingar blindraheimilis °. ins við Hamrahlíð, en þar ; eru miklar framkvæmdir ■ á döfinni. ■ Merkjasalan er stærsti j tekjuliður félagsins og í j fyrra nam hún t. d. 150. ; 803,87 kr. Stuðlið að því, ■ að blindir géti notað ■ starfsorku sína. Kaupið j ■ Alþýðuflokksféiag Hafuarfjarðar ræðir stjórnmáia- viðhorfið. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Hafnarfjnrðar heldur fund nk. mánudagskvöld kl. 8-30 í Al- þýðuhúsinu. Fundarefni er stjórnmála- viðhorfið, en Emii Jónsson forsætisráðherra hefur fram- sögu um. Allt Alþýðuflokksfólk er hvatt til þess að koma á fund- inn og kynna sér það sem fram undan er á stjórnmálasviðinu. Fimmtygor í dag: JaU Daníeisson FIMMTUGUR er í dag Jak- ob Danielsson, vélstjóri, Máva hlíð 46, Reykjavík. Hann er fæddur að Reykjum í Olafs- firði, sonur hjónanna Unu Símonardóttur og Daniels Bjarnasonar, er þar bjuggu. Þar dvaldi hann til 11 ára aldurs eða þar til foreldrar hans brugðu búi og fluttu með börn sín til Akureyrar og þremur árum síðar til Siglu- fjarðar. Á Siglufirði dvaldi svo Jakob sín unglingsár á heimili foreldra sinna. Strax á þeim árum kom í ljós hvert hugur hans stefndi. og hvað það myndi vera, sem hann helzt kysi að gera að sínu lífs starfi. Aðeins 15 ára að aldri voru honum fyrst falin vélgæzlu- störf — þá að vísu ólærður til slíkra verka. En þá þegar á þessum unga aldri hafði hann svo greinilega sýnt þá eiginleika, sem gera menn eft irsóknarverða til vandasamra starfa, að honum voru falin verkefni, sem sérmenntaðir og fulltíða menn eru alla jafna kvaddir til að sinna. Vélstjórastörfin hafa síðan verið lífsstarf Jakobs, á vél- bátum frá Siglufirði og ýms- um skipum frá Patreksfirði og Reykjavík. Hann er nú 2. vél stjóri á bv. Fylki. Hann átti þess ekki kost á yngri árum að afla sér þeirrar bókmenntunar í vélfræði á skólabekk, sem hugur hans stóð til. Það var ekki fyrr en hann var orðinn fulltíða mað ur, að sá draumur yrði að veruleika, að ástæður hans urðu slíkar, að hann gæti sest á skólabekk til þess að læra af bókum meðferð véla. Érábær verklægni, vand- virkni, dugnaður og samvizku semi í störfum, eru eiginleik- ar, sem gert hafa Jakob svo mjög eftirsóttan í skipsrúm. Auk þess er hann þannig gerð ur, að vart getur betri félaga en Jakob. Jakob Danielsson er mikill mannkostamaður. Hann er traustur vinur vina sinna, trygglyndur, örlátur og hjálp fús — sannur drengskapar- maður. Ég vil með þessum fáu lín um færa honum innilegar hamingjuóskir á fimmtugsaf mælinu. Ég veit, að þeir eru margir, sem hugsa hlýlega til Jakobs Danielssonar í dag. S. 10 8- nóv- 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.