Alþýðublaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 9
AlþýSublaðið — 8. nóv. 1959 Með skírskotun til 118. gr. laga nr. 52 14, ágúst 1959 um kosningar til Alþingis tilkynnist hér með, að Landskjörstjóm mun koma saman í Alþingishúsinu mánudaginn 9. nóvember n.k. kl. 5 síðdegis til þess að úthluta 11 þingsætum til jöfnunar milli þingflokka svo sem fyrir er mælt í XIV. kafla fyrrnefndra laga. Hver stjórnmálaflokkur, sem þátt tók í A1 þingiskosningunum 25. og 26. október s.l. á rétt á að hafa tvo umboðsmenn viðstadda, er úthlutím uppbótarþingsæta fer fram. Reykjavík, 7. nóvember 1959. Sigtr. Klemensson, Einar B. Guðmundsso%' Björgvin Sigurðsson, Ragnar Ólafsson, Vilhjálmur Jónsson. III. fl. A vann Reykjavíkur- mót, íslandsmót og Haustmót. III. fl. B vann Reykjavíkur- mót og miðsumarsmót. IV. fl. A vann Reykjavíkur- mót og haustmót. IV. fl. B vann miðsurnarsmót. V. fl. A vann Reykjavíkur- mót og íslandsmót. V. fl. B vann Reykjavíkur- mót og miðsumarsmót. Frá aðalfundi FRAM : 'M /T- A'' . 1 Samkvæmt þeim gögnum, sem enn eru fyrir hendi í prent- smiðjunni, virðist útilokað, að próförkin af Lyfsöluskránni með undirskrift ráðherra hafi borizt okkur í hendur síðar en 13. ágúst. — 4. nóvember 1959. Steingr. Guðmundsson (sign). AÐALFUNDUR Knattspyrnu féíagsins Fram var haldinn 29. október s. 1. Formaður félags- ins, Haraldur Steinþórsson, flutti skýrslu stjórnarinnar og sýndi hún öflugt félagsstarf. Þátttaka í íþróttaæfingum var mikil og sífellt vaxandi. Er nú svo komið, að æfinga- völlur félagsins fullnægir ekki lengur þörfinni fyrir æfinga- tíma. En framkvæmdir á hinu fyrirhugaða íþróttasvæði fé- Iagsins í Kringlumýri munu þó ekki geta hafizt á næsta ári vegna lagfæringa á Miklu- brautinni. • Fræðslufundir og skemmti- fundir voru háðir, einkum í yngri flokkunum og einnig voru háð skákmót og borð- ténniskeppni. Auk þess var haldin árshátíð og hlutavelta. Knattspyrnuflokkar félags- ammmhmmmmmwmmmmm ISIGURSÆUR ii mmm 4. FLOKKUR A, sigur- j; vegarar í Reykjavíkur- 9 og Haustmóti. Fremri röð j; (frá vinstri) Guðmundur Sigurbjörnsson, Gylfi Jó- j; hannsson, Ágúst Schmidt, !> Hallkell Þorkelsson, Sig- j; urður Friðriksson, Þor- ]! steinn Karlsson, Guð- ;; mundur Óskarsson. Aftari j! röð: Haraldur Steinþórs- j; son, formaður Fram, |! Benóný Ólafsson, Helgi j; Númason, Hinrik Einars- !! son, Georg Ólafsson, j; Ágúst Ágústsson, Ólafur !! Ólafsson, Jón Stefánsson, j; Pétur Pétursson og Guð- !> mundur Jónsson, þjálfari. jj ins ferðuðust víða um landið og léku alls 7 flokkar við jafn- aldra sína á Akureyri, ísafirði, I Akranesi og Keflavík. Rekstur félagsins er orðinn allumfangsmikill eins og sjá má á því, að heildarupphæð rekstursgjalda er orðin 140 þúsund krónur. í handknattleiksmótum tóku þátt 8 flokkar, en aðeins einum þeirra tókst að sigra í móti, en það varð II. flokkur karla A- lið, sem varð íslandsmeistari. Meistaraflokkur félagsins féll niður úr I. deild, en sá flokkur sigraði hins vegar í tveimur hraðkeppnimótum. Afreksbik- ar ÍBR, sem veittur er bezta einstakling félagsins í hand- knattleik, hlaut Guðjón Jóns- son. Árangur einstakra flokka í mótum í handknattleik var sem hér greinir: Meist- LUJT Mörk arafl. kvenna 8 3 1 4 78-83 II. fl. kvenna 8 0 0 8 25-44 Meist- arafl. karla 11 4 1 6 188-188 I. fl. karla 6 1 2 3 54-64 II. fl. A karla 9 7 0 2 107-87 II. fl. B — 4 1 1 2 22-31 III. fl. A — 9 4 1 4 53-57 III. fl. B — 3 111 18-21 58 21 7 30 545-575 Formaður handknattleiks- nefndar var Guðni Magnússon og þjálfari Guðjón Jónsson. í knattspyrnu tóku þátt 12 flokkar í 30 mótum. Urðu Fram arar sigurvegarar í 12 mótum, sem skiptust þannig: Einnig sigruðu Framarar í flokkakeppni í knattþrautum á unglingadaginn bæði í III. fl. og IV. flokki. 13 Framarar luku á árinu bronzþrautum K.S.Í.' og er nú fjöldi bronzdrengja fé- lagsins orðinn 90. Silfurdreng- ir urðu 4 á árinu og eru þeir þá alls 20. Gæðahornið, sem veitt er bezta knattspyrnuflokki félags- inS, hlaut að þessu sinni III. flokkur A. Fram vann Reykjavíkur- styttuna .í annað sinn í röð, en hún er veitt fyrir bezta heild- arárangur í öllum flokkum. Stigatalan í mótunum mun vera þessi: Fram 165 stig, KR 141 stig, Valur 115 stig, Víkingur 34 stig og Þróttur 25 stig. Árangur einstakra flokka í hnattspyrnu var sem hér seg- ir: L U J T Mörk Meistarafl. 18 8 4 6 43—27 I. flokkur 9 4 2 3 14—10 II. flokkur A 10 3 2 5 14—18 II. flokkur B 6 0 15 1—31 III. flokk. A 14 12 2 0 55— 7 III. flokk. B 9 6 2 1 24—11 III. flokk. C 8 3 0 5 12—21 IV. flokkur A 12 9 2 1 29— 3 IV. flokk. B 9 6 1 2 31—15 IV. flokk. C 10 4 2 4 9—24 V. flokkur. A 12 10 1 1 50— 5 V. flokkur B 10 7 2 1 28— 4 Alls 127 72 21 34 314-175 Formaður knattspyrnunefnd- ar var Jón Þorláksson. Þjálf- ari meistarafl. og II. fl. voru Karl Guðmundsson og Reynir Karlsson. Þjálfari allra hinna flokkanna (10 talsins) var Guð mundur Jónsson og var honum þakkað frábært starf fyrir fé- lagið. Aðalstjórn félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa: Haraldur Steinþórsson, formað ur, Sæmundur Gíslason, Sveinn Ragnarsson, Hannes Þ. Sigurðs son, Sigurður Hannesson, Jón Þorláksson og Guðni Magnús- son. í varastjórn voru kjörnir: Gylfi Hinriksson,- Björgvin Arnason og Hörður Pétursson. MÁNUDAG 2. nóvember birtist í dagblaðinu Vísi grein með fyrirsögninni; „Ó- haggað stendur að um fölsun var að ræða. Ráðherra reynir að bjarga manni í vanda“, þar sem endurtekin eru fyrri ummæli blaðsins um, að ráð- herra hafi ekki undirskrifað Lyfsöluskrá I frá 1. septem- ber 1959, þrátt fyrir afdrátt- arlausa skriflega yfirlýsingu Friðjóns Skarphéðinssonar dómsmálaráðherra um að hann hafi undirritað Lyfsölu- skrá I hinn 13. ágúst 1959, og Baldur Möller deildarstjóri ráðuneytisins hafi staðfest undirskriftina með áritun sinni. Þess munu engin dæmi, að þannig hafi verið véfengd yfirlýsing dómsmálaráðherra, og þarna hefur 'Vísir því tek- izt að setja met í sinni „merkilegu“ blaðamennsku. Þessu til staðfestingar er hér birt mynd af síðustu blað síðu af próförk fyrrgreindrar lyfsöluskrár með dagsetningu og eiginhandarundirskriftum ráðherra og deildarstjóra, einnig eftirfarandi yfirlýsing Steingríms Guðmundssonar prentsmiðjustjóra í Ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg, sem staðfestir, að lyfsöluskrá- in var undirrituð á tilgreihd. um tíma. Méð sérstæðum skrifum um falsaðar undirskriftir hefur Vísi tekizt að gjörsigra Mánu dagsblaðið á þeim vettvangi, þar sem það blað hefir til: þessa borið ægishjálm yfir önnur innlend blöð. Með sama áframhaldi ætti Vísir innan stundar að geta keppt um heimsmeistaratign í „merki- legri“ biaðamennsku. Kristimi Stefánsson. r 1 ■ .. a I r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.