Alþýðublaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 5
Hannes (Framhalcl af 4. síffu). urnar og haft góðan tíma til að fylgjast með leikjum barnanna í kennsluhléum. Það var mér ánægja að horfi á þennan glaða og velbúna hóp geysast út á skólalóðina, sem hallar svo þægi lega niður að Barónsstígnum. En það var nokkuð, sem vakti undr- un mína. Ég var oftar en einu sinni sjónarvottur að því, að tveir drengir réðust á eina telpu og reyndu að snúa hana niður og ef það gekk ekki fljótlega, komu fleiri, stundum þrír í viðbót og fóru að sparka í telpuna þar til hún var yfirbuguð og lá á blautri jörðinni. ÞEGAR ÞESSI SIGUR var unninn, byrjuðu drengirnir að kippa skónum af telpunum og henda þeim um leikvöllinn. Stundum færðu drengirnir telp- urnar úr kápunum og breiddu þær á jörðina og lögðust á þær eða reyndu að standa á höfðí. Telpurnar lágu stundum eftir grátandi, ég segi ekki meiddar, en særðar og gramar yfir með- ferðinni. MÉR ÞÓTTI ÞETTA grátt gaman og lítill vegsauki er það fyrir drengi að leika svona hið veikará kyn. Ég sá aldrei full- orðinn mann fylgjast með börn- unum í frítímum. Getur það ver ið, að kennaralið skólanna fylg- ist ekki með leikjum barnanna? Þegar ég var í skóla, var kenn- arinn alltaf á næstu grösum xneðan börnin léku sér í frítím- um og þeir þurftu oft að skerast í leikinn þegar strákar urðu vondir og gerðu upp reikninga sín á milli, og það tel ég ekki svo mikla goðgá, ef aflsmunur er ekki mikill. ÞENNAN ÓSIÐ, að neyta afls- rnunar og ráðast á telpur, verða drengir að leggja niður, hvort sem er úti á götu eða á leik- völlum skólanna. Fullorðið fólk og kennaralið skólanna verður að sjá um að svo verði.“ ÞORLEIFUR EGGERTSSON segir í bréfi: ,,Ég er einn af þeim mörgu, sem eflaust hafa hlustað á hvatningarorð Lúðvigs Guð- mundssonar skólastjóra, er hann flutti í tilefni söfnunar, sem köll uð var „Friðun miða — framtíð lands“, sem hann að réttu vænti að allir kjósendur rnundu kaupa og bera 25. okt. Vonandi hefur þessi góða hugmynd borið góðan árangur. EITT ER ÞAÐ SAMT við framkvæmd þessa máls, sem ég er óánægður með og taldi að ekki hefði átt að eiga sér stað, sem sé sú að góðum sölulaunum var heitið til seljenda merkj- anna. Það hefur ávallt þótt sjálfsagður hlutur að við, sem stöndum að SÍBS, legðum fram vinnu okkar á söfnunardegi án endurgjalds. Hefði það nú verið til of mikils mælzt, að allir kennarar og foreldrar hefðu beð ið börn sín, á aldrinum 10—14 ára, að gerast þarna liðsmenn, selja merkin og taka enga þókn- un fyrir? Ég held ekki. RÖRN Á ÞESSUM ALDRI, er ég áður nefndi, hefðu áreiðan- lega ekki þurft að eyða löngum tíma dagsins ti] þess arna. Ég fullyrði, að ef þessi þjónusta hefði verið rétt túlkuð fyrir börn unum, þá hefðu þau gert það með glöð geði og vinnan haft betri uppeldisáhrif en mörg kennslustundin, að ég nú ekki nefni bíósetu. Því á sú kynslóð, sem nú lifir, að leggja allt upp í hendur á þeirri komandi? Ung- mennin hafa ekki gott af slíku.“ Færðin Framhald af 1. síffu. moka mikið fram að jólum. Sefnan væri og sú, að moka hæstu og erfiðustu fjallvegi meðan von væri til að hægt væri að halda þeim opnum. Þegar ekki er léngur hægt að halda í horfinu er gefið eftir og höfuðskepnurnar taka völdin. n,K. DÍS Einleikari RöpvaMur Sigurjónsson SINFÓNÍUHLJOMSVEIT Is- lands heldur tónleika í Þjóffleik húsinu nk. þriðjudagskvöld, 10. nóv., kl. 8.30. Stjórnandi þess- Eira tónleika er dr. Róbert Abra ham Ottósson og einleikari meff hljómsveitinni Rögnvaldur Sig- urjónsson. Báðir hafa þeir nýlega unnið merk afrek, hvor á sínu sviði. Róbert hlaut fyrir skömmu doktorsnafnbót fyrir ritgerð sína um Þorlákstíðir, en Rögn- valdur er nýlega kominn úr tón leikaför til Þýzkalands, þar sem hann hlaut mikið lof fyrir tón- leika í Köln og víðar og lék auk þess í útvarp og á plötur. TÖFRAFLAUTAN Tónleikarnir hefjast með for leik að óperunnÞ „Töfraflaut- i“ eftir Mozart. Síðan leikur 75 ára í 75 ÁRA er í dag Ingibjörg íigurðardóttir frá Hausthúsum Eyjahreppi. Ingibjörg er ædd á Hítarnesi í Kolbeins- taðahrepp. Rak hún um nargra ára skeið saumastofu í leykjavík og átti frumkvæðið ið því að efna til námskeiða í iaumaskap. Um 11 ára skeið Ivaldist Ingibjörg í Kaup- nannahöfn. í dag dvelst hún i heimili sínu, Baldurshaga 12 úð Reykjavík. Rögnvaldur píanókonsert nr. 1 í G-dúr eftir Beethoven, og hef- ur þetta undrufagra verk ekki heýrzt hér mjög lengi. Eftir hlé verða flutt verk, sem aldrei hafa verið flutt hér á tónleik- um áður: Sinfónía í C-dúr eftir Bizet og slavneskir dansar eftir Dvorák. Bizet, höfundur óper- unnar ,,Carmen“, samli ekki nema þessa einu sinfóníu og var þá aðeins 17 ára gamall. Hún er full af æskuþokka, leynir ekki áhrifum frá fyrirrennur- um tónskáldsins, bæði Vínar- meisturunum og frönskum höf- undum, en er þó um sumt frum leg, og ým'islegt er þar, sem bendir til hins fullþroska Bizet. —- Ðvorák samd-i tvo flokka af slavneskum dönskum, op. 46 og op. 72. Fyrri flokkurinn var meðal þeirra verka tónskálds- ins, sem fyrst unnu honum vin sældir víða u mlönd. Dansarn- ir fjórir, sem fluttir verða á þessum tónleikum, eru úr síðari flokknum, og eru þeir eigi síð- ur fagrir og áheyrilegii". Allir eru dansarnir í þjóðlegum og alþýðlegum stíl, hljóðfallið frísklegt og hljómsveitarbún- ingurinn litríkur og glæsilegur. Enska knatt- Framhald af 3. síðu. Rotherh. 16 Middlesbr. 16 Layton O. 16 Charlton 16 8 6 8 4 7 5 6 7 2 31:21 22 4 34:22 20 4 33:22 19 3 39:30 19 Derby 16 4 3 9 24:37 11 Plymouth 16 3 4 9 21:36 10 Hull 16 3 3 10 15:40 9 Portsm. 16 2 4 10. 18:33 8 Bury er efst í 3. deild með 28 stig úr 20 leikjum, en Norwich og Southampton fylgja á eftir með 26 stig. Hearts hefur nú náð góðu forskoti í 1. deildinni skozku. Liðið hefur engum leik tapað enn og hefur 20 stig úr 11 leikjum, en Rangers er í öðru sæti með 16 stig. A-lisfa skemmtun á Akranesi A-LISTA skemmtun fyrir Vesturlandskjördæmi verður haldin á Akranesi í kvöld, sunnudagskv. Fer hún fram á Hótel Akranes og hefst kl. 9 síðdegis. Benedikt Gröndal og Pétur Pétursson flytja ávörp. Flútt verða skemmtiatriði og loks dansað. Aðgöngumiðar seldir á Kirkjubraut 6 kl. 2—5 í dag. A-lisfa skemmfun í Keflavik ALfíÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN í Norðurlandskjördæmi lista skemmtunar fyrir starfsfólk í kosningunum og aðra st.uðn ingsmenn sína í Ungmennafélagshúsinu £ Keflavík í kvöld kl. 9. Ávörp flytja Emil Jónsson og Guðmundur í. Guðmunds- son. Hanna Rjarnadóttir og Karl Guðmundsson skemmta. Dans. — Að-göngumiða má vitia til stjórna Alþýðuflokksfé- laganna á viðkomandi stöðum; £ Keflavík verða miðar af- hentir í Ungó frá kl. 2—4 £ tlag. HvaS er atS gerast Samkomufag í Höfn. Kaupmannahöfn, 7. nóv., (REUTER). FULLTRÚAR Bandaríkj amanna og dönsku stjórnarinnar hafa lokið við ræðum í Kaupmannahöfn varðandi not Bandaríkja- manna af flugstöðinni í Syðra Straumfirði á Græn- landi. Bandaríkjamenn byggðu stöðina og nota hana fyrir herflugvélar en flug- félög á Norðurlöndum hafa full not af henni við flug norðurleiða tif Bandaríkj- anna. ASsírbúar í París París. 7. nóv. ,Rauter). FRANSKA innanríkis- ráðuneytið hefur til aíhug- unar að herða mjög Iögreglu eftirlit meff Alsírbúum í 7VDÚ ur ekki sést síðan 1947. 200 000 manns tóku þátt í göng- unni yfir Rauða torgið. Krústjov og aðrir toppmenn kommúnista stóðu og tóku kveðjum mannfjöldans á þaki grafhýsis þeirra Lenins og Stalins. Þrátt fyrir að að myndir af flestum meiri- háttar kommúnistum fyrr og síðar væru bornar í göng- unni var ekki nema ein af Stalin sáluga. Malinovski landvarnaráð- herra Sövétríkjanna hélt ræðu í tilefni dagsins og sagði að rauði herínn væri varnarlið og yrði sem slíkur að véra sífellt viðbúinn ár- ásum og þar af leiðandi bú- inn beztu stríðstækjum, sem þekkjast. Allanbroake eno. London, 7. nóv. ,Reuter). BREZKI sagnfræðingur- inn sir Arthur Bryant eh hann kannaði dagbækur Al- Frakklandí eftir að flugu anbrookes og gekk frá hin- þjóðfrelsishreyfingar- um umdeildu stríðsminning raenn innar í Alsír (FLN), skutu franskan lögreglumann til bana £ miðri Parísarborg í gærdag. Er í ráði að auka lögreglu- um hans skrifar í Times í dag og segir að fáránleg sé sú kenning. að .Alabrooke haldi því fram að Eisenhow- er hafi verið að leika golf vörð £ þeim hverfum, sem skömmu áður en Ardennes- Alsírbúar eru fjölmennastir árásin hófst. Setningin er í og að senda til Alsír ýmsa einfaldlega þannig eins og þá, sem grunaðir eru um allir geti séð ef þeir lesi þók hlutdeild í glæpaverkum ina- „Eisenhov/er er á golf- Alsírbúa. Gronchi fer Moskvu. Róm, 7. nóv.. völlunum við Rheims, alveg út af fyrir sig og tekur eng- 3n þátt í stríðinu.“ Bryant segir að setningin hafi al- gerlega verið rifin úr sam- hengi, enda'standi sú sögu- (Reuter). lega staðreynd að Eisenhow m er hafi sett aðalbækistöðvar sínar á hinum víðáttumiklu GIOVANNI GRONCIII forseti Ítalíu fer £ opinbera heimsókn til Sovétríkjanna golfvöllum við Rheims. í Janúarmánuði næst kom- andi. Var þetta tilkynnf í Róm í dag eftir að ríkis- stjórnin hafði verið á löng- um funcli. Ekki liefur verið ákveðitm dagur en búist við að heimsóknin \rerði á tíma bilinu 7.—10. janúar. Ekki hefur verið ákveðið neitt um að Krústjov endurgjaldi þessa heimsókn með för til Italíu. (Eisenhower Bandaríkja- forseti kemur í heimsókn til Italíu í byrjun desember). Rússar minnasf byllingarínnar. Moskva, 7. nóv. (Rauter). RÚSSAR héldu upp á af- mæli októberbyltingarinnar í dag með miklum skrúð- göngum í Moskvu og í öllum helztu borgum Sovétríkj- anna. Það vakti athygli, að hersýningin á Rauða torg- inu var óverulegri en oft áð ur og stóð aðeins í rúmlcga sjö mínútur. Að venju fór allt fram með vísindalegri nákvæmni, hver fylking lagði af stað á hárréttum tíma. Mest bar á ýmsum eftii’líkingum af spútnikum og tunglinu með eldflaugum í kringum sig. Engin ný vopn voru sýnd en kjarnorkufallbyssa var dreg in um göturnar en hún hef- Hefmsmef í fjali- gönyu. KATHANDU, Nepal, 7. nóv. (Reuter). Nima Nor- key, 17 ára dóttir hins heimsfræga Tensing Nork- ay, sem ásamt Hillary kleif Everest vorið 1953, hefur lifið hærra en nokk ur jafnaldri hennar fyrr og síðar. Hun komst í rúmlega tuítugu þúsund feta hæð í Cho Oyu-fjall- inu £ Ieiðangri, sem ein- ungis konur tóku þátt í. Foringjar íeiðangursins, franska konan Claude Kogan og svissneskan kon an van der Slatten fór- ust skömmu síðar í hríð- arveðri á þessum slóðum. Nima sagði að illviðrin, sem leiðangurskonur fengu hafi gert hvert skref hættulegt. Hún og f é Iagar hennar björguðust á síðustu stundu úr snjó- flóði, „sem æddi fram hjá okkur eins og járnbraut“. PARÍS. — Nokkrir sviknir og vonsviknir eiginmenn hér í bæ hafa bundizt sam- tökum. Markmið þeirra: lögbundnar sektir og fang- elsisvist á svikular eigin- konur. iWHWWCWWUVWWWWWCHHWWWWWWWCMW'b > Alþýðublaðið — 8. nóv. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.