Alþýðublaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjon mgolfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Gu'ðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Gegn betri vitund Það er hægt að tapa orustu af þeirri ástæðu einni, að menn halda sjálíir, að þeir séu að tapa. Þess vegna er það óþjóðleg starfsemi, beinlínis unnin gegn hagsmunum íslenzku þjóðarinnar, þegar kommúnistar hrópa nú allt í einu „Undan hald“ í sambandi við landhelgismálið. Þeir virð ast staðráðnir í að læða þeirri alröngu hugmynd inn hjá andstæðingum okkar, að um slíkt sé að ræða. Ástæðan til þess, að Þjóðviljinn hefur aftur þennan „úrtölusöng“ er sú, að ambassador okkar í Bretlandi, dr. Kristinn Guðmundsson, er aftur á sínum stað í London. Hér tala kommúnistar gegn betri vitund. Þeir eru ekki slík fífl, að þeir þekki ekki viðteknar starfsaðferðir þjóða í utanríkismál um. Þeir vita vel, að sendiráð eru til þess að vinna hvert fyrir sína þjóð, og sendiráð í mestu mið- stöðvum heimsmálanna, eins og London, hafa ómetanlega þýðingu í máli sem landhelgismálinu. Kommúnistar vita vel, að heimköllun ambassa- dorsins frá London í vor gerði fullkomlega sitt gagn, og við eigum að halda opnum þeim mögu leikum næstu mánuðina, að láta sendiráðið í London vinna í landhelgismálinu eins og það má — og geta kallað ambassadorinn heim til viðræðna eða sent hann út nákvæmlega eins og okkur hentar til að vinna málstað okkar gagn. Allt þetta vita kommúnistar og þeir skilja mætavel, að utan- ríkisráðherra teflir eins og skynsamlegast er hin um íslenzka málstað til gagns. En skynsemin fær ekki að ráða orðum kom- únista. Þeir ýta henni til hliðar, ef þeir halda, að þeir geti gert pólitískum andstæðingum innan lands ógagn. Þeir hika ekki við að misnota viðkvæmasta utanríkismál þjóðarinnar í þeim tilgangi einum að sverta flokkspólitíska andstæð inga innanlands. Þjóðin fordæmir þessa iðju þeirra. Hún hafnar enn sem fyrr öllum sundrungarmerkjum af því að hún veit, að í landhelgismálinu standa allir íslendingar sem einn og þar er ekki né verð ur um neina uppgjöf eða undanhald að ræða. Hvorki andstaða Breta né sundrungarstarf semi kommúnista mun koma því til leiðar, að trufluð verði starfsemi íslenzkra yfirvalda til að styrkja málstað þjóðarinnar í landhelgismálinu og tryggja þann árangur af hinni væntanlegu ráðstefnu í Genf, sem þjóðin væntir: Viðurkenn ingu á 12 mílna fiskveiðilandhelginni. SIGHÐyR GUDMUNDSSÓN danáenari tilkynnir. Að ég, sökum mikillar þátttöku nemenda, byrja kl. 9 f. k. Athygli skal vakin á því, að feinkatímar eru aðeins fyrir það fólk, sem pantar tíma, eitt eða fleiri. Kenni nýju og gömlu dansana en gömlu dansana þarf að læra. Hef fljóta kennsluaðferð. Var erlendis í sumar að læra það nýjasta á þessu sviði. Hringið sem fyrst í síma 15982 — 15982. Sigurður Guðmundsson, Laugavegi 11, efstú hæð til hægri. Athygli skal vakin á því að til þess að komast á efstu hæð þarf að fara upp 2 stiga. .... Sigurður Guðmundsson. Keppendur á áskorendamótinu. Friðrik er annar frá vinstri, en Fischer þriðji frá vinstri. Petrosjan vantar á myndina. lllllii Sii p I | L .'■'fs I i Belgrad, 30. okt. „ÞAR sem undirritaður situr í herbergi sínu og klambrar saman þessari grein kemur Friðrik í heim- sókn. Friðrik sezt niður og lítur í bók. Hann hefur gaman af sögulegum skáld- sögum. Við spyrjum hann um eina eða tvær stöður, sem rætt er um í greininni, en síðan er farið niður í dag- stofu til þess að hressa upp á sálina með tebolla. Þar situr Fischer og borðar ávexti. Hann býður okkur sæti við borð sitt. Fischer er ófeiminn að segja álit sitt á hlutunum og notar þá oft- ast fá en hressileg lýsingar- orð. En ætli einhverjir ó- kenndir blaðamenn að hafa eitthvað upp úr honum, þeg- ir hann gjarnan sem fastast °g ypptir öxlum. „Eg er að vclta því fyrir mér“, segir Fiscuc-, „hvort hvítur á ekki unnið tafl, cf leikið er e4 í fyrsta leik. Hins vegar er leikurinn d4 veikur, ég þekki að minnsta kosti þrjár varnir sem nægja gegn honum. Gegn e4 er bæði Caro-Kann og Frönsk vörn tapað tafl. Sikileyjar- vörnin ætti líka að leiða til taps, þótt svartur hafi þar meira ráðrúm til þess að flækja stöðuna. Það eru að- eins eitt eða tvö afbrigði í Spánska Ieiknum, sem valda því, að ég er enn ekki alveg Júgóslavneskir blaðamenn eru fífl, - segir Bobby Fischer viss um að e4 nægi til vinn- ings, en ég held þó að svo sé“. Við borðnautar svörum fáu svo djúpri speki og brátt er tekið upp léttara hjal. Loks er eitthvað minnst á viðtöl, og þá segir Fischer: „Þessir júgóslavnesku blaðamenn þykjast sumir hafa haft viðtal við mig, en þetta er allt uppspuni, sem þeir skrifa að ég hafi sagt, enda mundi ég aldrei gefa þeim kost á viðtali. Þetta eru fífl“. Lesendur láti sér ékki bregða við orðaval drengs- ins. Eins og áður er sagt, notar hann jafnan litrík lýs- ingarorð og hressileg nafn- orð um hlutina. En þar sem Fischer er, og verður ef til vill um aldir, ráðgáta venju- legum mönnum, þá notar undirritaður tækifærið, og segir: „En hvenær fæ ég viðtal hjá þér?“ „Þú? Vilt þú fá viðtal hjá mér?“ „Því ekki það?“ „Og hvenær?“ spyr Fisc- her. Og hvort sem við ræðum um það lengur eða skemur, þá mælum við okkur mót um eittleytið daginn eftir, þegar Fischer kemur á fætur, því auðvitað hefur hann samið sig að siðum annarra skák- meistara, sem margir fara á fætur þegar hallar degi. Engu er líkara, en Fischer hafi meiri áhuga fyrir við- talinu en undirritaður sjálf- ur. „Það gegnir öðru máli með íslendinga en Júgó- slava“, segir Fischer, „fs- lendingar eru menn, en hin- ir eru apar. Það er ómögu- legt að tefla í þessu landi. Ahorfendur öskra og ólát- ast eins og vitfirringar“. Við tökum orð hans ekki allt of alvarlega, en margt bend- ir til, að hann sé viðkvæm- ari en aðrir keppendur, og hávaðinn í áhorfendum trufli hann því enn meira en aðra. Ef til vill er það þess vegna sem hann er svo sár. Sjálfur trúir hann því, að slíkar truflanir hafi rænt hann mörgum vinningi í mótinu. Viðtalið Iátum við bíða næstu greinar". Freysteinn. jíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii JiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin ýV Bann g Suðurgötuna. ýV Hvenær kemur gang stéttin? ýý Ljótur leikur við barnaskóla. 'fc Er ekkert eftirlit? ýV Starf fyrir gott mál efni. LÖGREGLAN og umferðar- nefnd hafa nú gefið út bann við bifreiðastöðum í Suðurgötu. Þar með verða allir, sem eiga bif- annes i o r n i n u reiðar o ghafa geymt þær við gangstéttina, að flytja þær burtu. Strætisvagnarnir ganga áfram götuna eins og áður og nema þar staðar, enda væri ann að ekki hægt. — En þetta vekur enn einu sinni athygli á því, að Suðurgatan er allt of mjó, og hef ég oft minnt á það á undanförn- um árum. ÉG HEF BEÐIÐ bæjaryfir- völdin um að breikka þessa götu. Hún gæti verið fallegasta gatan í bænum, en hún er það ekki og ein hin hættulegasta um leið. Svo rammt kveður að þessu, að strengdur er gaddavír í grind- urnar við örmjóa gangstéttina og rífur fólk jafnvel föt sín á honum. Það þarf að breikka göt una til austurs. En til þess að það sé hægt verður að skerða lóðir við Tjarnargöu. MÉR ER SAGT, að þetta hafí ekki verið gert vegna þess að e'ig endur lóðanna neiti að láta spildur af hendi. Ekki er hægt að sjá, að breikkunin mundi spilla lóðunum neitt, því að hér er um að ræð brekkubrún og ekki þarf að taka breiða spildu af þessari brekkubrún til þess að hægt sé að koma þarna upp myndarlegri gangstétt. Bæjaryf- irvöldin me'ga ekki fresta þessu lengi enn. Ef ekki verður hægt að komast að samkomulagi við lóðaeigendurna, verður bæjar- félagið að taka spildurnar eign- arnámi samkvæmt mati. JÓN JÚNÍUSSON skrifar: ,,Ég hef dvalið í nágrenni Barna skóla Austurbæjar síðustu vik- Framihald á 5. síðu. 4 8. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.