Skírnir - 01.01.1892, Page 29
Frá oðrum löudum.
29
mennur og Frakklands, eða Rússaher, en nú sem stæði væri þeir mann-
fleiri. Fótgönguliðsmenn skyldu að eins vera við heræfingu í 2 ár og mætti
þá hafa þá fleiri. Urðu nú harðar umræður og langar á þinginu
og var frumvarpinu Ioks vísað í 28 manna nefnd. Kaþólskir og framfara-
menn eru andstæðir því og eru þoir að samtöldu meiri hluti þingsins.
Nú vikur sögunni til Bismarcks. Blöð hans sátu ekki á sárshöfði við
Caprivi allt árið. Þau fundu að stjórninni innanlands, og utan og spáðu,
að bráðum mundi úti um Þýzkaland, ef þessu horfi væri haldið. í júní-
mánuði ferðaðist Bismarck til Vínar og var staddur við brúðkaup sonar
síns og dóttur Hoyos greifa. Ferð hans um Þýzkaland var eins og sigur-
för, einkum í Dresden. Vínarbúar fögnuðu honum mætavel. En hirðin
í Vín og sendiherra Þjóðverja þar komu ekki nærri honum, og gramdist
honum það stórlega. Sparaði hann ekki að tala illa um Þýzkalandsstjórn.
Sagði hann við ritstjóra „Neuo freie Presse“, að nú væru þeir menn i
broddi stjórnarinnar á Þýzkalandi, sem aldrei hefðu átt við stjórnmál að
eiga. Áður hefði Þýzkaland ráðið miklu á RúsBlandi, en því væri svo sem
ekki nú að gegna. Caprivi greifi ætti ekkert undir sjálfum sér, enda
treystu engar stjórnir í öðrum löndum honum. Á heimleiðinni hélt Bis-
marck opt ræður gegn stjórninni. Honum var boðið ^'til Jena og var hann
þar borinn á höndum. Hlifði liann ekki stjórninni fremur en hann var
vanur. Blöð stjórnarinnar fóru að andæfa lionum. Sum þeirra höfðu hót-
anir frammi, kváðu rjett að höfða mál gegn honum fyrir drottinssvik og
landráð. En ekkert varð úr því, enda hefðu Þjóðverjar naumast þolað slíkt.
Bismarck hélt áfram að skeggræða við ýmsa. 1 samtali við dr. Blum
kvaðst hann af ásettu ráði hafa valdið ófriðnum 1870. Haun liefði breytt
hraðfrétt Vilhjálms keisara, er hann sendi til Berlinar frá baðstaðnum
Ems, um misklíð milli sín og sendiherra Frakka, Benedettis, 13. júlí 1870,
og breytt á þá leið, að Frakkar áttu ekki annars úrkosti en að segja
Þjóðverjum stríð á hendur. Vilhjálmur keisari vildi ekki hætta út i ófrið,
en með þessu móti hefði hann knúð hann til þess. Caprivi las þá upp á
þingi hraðfréttina fráEms, eins og leyndarráð Abeken liafði skrifað hana
fyrir Vilhjálm keisara og bar hana saman við útgáfu Bismarcks af henni;
kvað hann engu hafa breytt, en að eins stytt hana. En honum heppnað-
ist illa að verja Bismarck gegn Bismarck. Hraðfréttin varð þannig í hönd-
um Bismarcks, að þjóðardrambi Frakka var misboðið og ófriðurinn vís,
eins og Þýzkaland vonaði. Litu menn eptir þetta öðrum augum á tildrög
hins mikla ófriðar, sem hefir breytt öllu ríkjahorfi í Evrópu.