Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1892, Síða 34

Skírnir - 01.01.1892, Síða 34
34 FrA öðrum löndum. um. Fám dögum áður en dómurinn var kveðinn upp i Lundúnum, fóru fram almennar kosningar til fylkisþingsins í Manitoba, í fyrsta sinn eptir að lög þessi höfðu verið geíin út. Yið þær kosningar kom það fram svo skýrt, að fádæmum sætir, hve eindreginn var sá vilji fylkisbúa — að ka- þólskum mönnum undanskildum —, að börnin fengju menntun sína sam- eiginlega. Það var ekki að eins, að stjórn sú er hafði leitt þessi nýju á- kvæði í lög ynni mikinn sigur, svo mikinn, að hún hefur nú um tvo þriðju hluta þingmanna á sínu bandi, heldur Báu og andstæðingar hennar ekki annan kost vænni á undan kosningunum, til þess að geta gert sér nokkra von um sigur, en að Iýsa yfir því, að þeir væru sameiginlega skólafyrir- komulaginu hlynntir — og kaþólsk þingmannaefni neyddust jafnvel til að 8krifa undir þá yfirlýsingu. — Svo kom dómurinn 30. d. júlímánaðar frá Lundúnum og staðfesti hann úrskurð þann, er dómstólar Manitobafylkis höfðu á málið lagt. Yar honum, eins og nærri má geta, tekið með mesta fögnuði af öllum þorra Manitoba-manna. Þegar sá dómur hafði verið uppkveðinn, snéru biskupar kaþólsku kirkj- unnar sér af nýju til sambandsstjórnarinnar, og minntu hana á ádrátt þann, sem bún hafði gefið, um að ónýta skólalög Manitoba með löggjöf nokkurri frá sambandsþinginu. Enn hafa þeir þó ekki fengið sitt mál fram. Stjórnin hefur eigi treyzt til að brjóta á þann hátt bág við vilja al- mennings, en hefur dregið málið á langinn með því, að leita úrskurðar hæstaréttar um það, hvort hún geti lögum samkvæmt nokkuð aðhafzt. Sá úrskurður er enn ekki korninn, þegar þetta er ritað (um miðjan maí- mánuð). En sá llokkur manna, sem fyrir hvern mun vill afnema tviskipta fyrirkomulagið, hefur fengið nýjan hug og dug, og hefur þess einkum gætt í Ontario og Norðvestur-landinu. Hvernig sem málið fer, eru líkindi til að það muni enn valda allmiklum æsingum. Leiðtogar kaþólskra manna hafa látið í veðri vaka, að ef þeir fái ekki leiðrétting sinna mála, muni verða reynt að beita öllum brögðum til að losna undan brezkum yfirráð- um. En af hinna hálfu verður því og fráleitt tekið með þökkum, ef sam- bandsstjórnin fer að reyna að ónýta lög, sem fengið hafa staðfesting hins æðsta dómstóls i ríkinu. Yið Manitoba-kosningar þær sem getið er um hér að framan voru kjósendur látnir greiða atkvæði með og móti iunflutningi, tilbúningi og sölu áfengra drykkja, og er það i fyrsta sinni, sem slík atkvæðagreiðsla befur fram farið fyrir heilt fylki. Um tveir þriðju hlutar atkvæða urðu með því að banna áfengisdrykkina. En fylkisstjórniu hefur ekki vald til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.