Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1892, Side 37

Skírnir - 01.01.1892, Side 37
Frá öðrum löndum. 37 Presbytera í Bandaríkjunum, og er talið víst, að Dr. Briggs verði ]>ar dæmdur sekur. En mjög miklar likur þykja til þess, að New York Pres- byterar muni ekki þola það, og að kirkjudeild þessi muni klofna út af málinu. í binni kaþölsku kirkjusögn Bandaríkjanna hefur og þetta síðasta ár verið allmerkilegt. í Bandarikjunum eru tveir aðalflokkar meðal kaþólsk- ra manna, sem kalla má ihaldsflokk og framBóknarflokk. íhaldsflokkurinn vill sem mest halda kirkjunni i fornkaþólsku horfi, en framsóknarflokkur- inn vill láta kirkjuna haga framkomu sinni eptir hinu ameríska þjóðlífi. Einna ljósast kemur þessi munur fram í alþýðuskólamálinu. Kaþólska kirkjan hefur hingað til bannað sínum áhangendum, að senda börn sín á hina almennu alþýðuskóla, þar sem engin trúarbrögð eru kennd, og hefur í þeirra stað lagt kaþólskum mönnum til barnaskóla af sínu eigin fé. En víða hefur hún ekki náð til sinna manna með þá skóla, og hefur afleið- ingin af banninu þar orðið hin mesta fáfræði. Framsóknarflokkurinn hef- ur nú fyrir skömmu farið að halda því fram, að kirkjan ætti að afnema þetta bann, heldur en að láta börn sín alast upp í menntunarleysi. For- ingi þessi flokks er Ireland, erkibiskup í St. Paul, og hefur hann fengið hina römmustu mótspyrnu hjá þeim trúarbræðrum sínum, sem hinn flokk- inn fylla. En að áliðnu síðasta sumri sendi páflnn legáta sinn, Satolli að nafni, til Bandaríkjanna, til þess að jafna ýms kirkjuleg vandræðamál, þar, og hefur hann yfirleitt tekið i strenginn með Ireland. Hann hefur síðan verið gerður að föstum fulltrúa páfans í Washington, og hefur fullt vald til að skera til fullnustu úr öllum kaþólskum kirkjumálum í Banda- ríkjunum, er í raun og veru undirpáfi þar. Stjórn Bandaríkjanna hefur sýnt honum hina mestu sæmd, til mikillar gremju fyrir ýmsa prótestant- iska kirkju-höfðingja. (E. H.J. Nokkur mannalát 1892 Alfred Tennyson (1809—92). Hið lárvið- arkrýnda skáld Englauds, Alfred Tennyson, dó haustið 1892 og hafði þá verið hirðskáld (Poet Laureate) í fjörutíu og tvö ár. Hið fyrsta hirðskáld á Englandi var Ben Jonson. Fékk hann árlega fjártillag og hér um bil 500 potta af spænsku vini, úr vínkjallara konungs í Whitehall, til að örfa skáldskap hans, svo sem tiltekið var í bréfi konungs. Jonson kvartaði opt yfir, að hann fengi ekki vínið, til mikils baga fyrir skáldskap sinn. Siðan varð ómerkur maður hirðskáld og svo Dryden, sem missti embættið í bylt- ingunni 1688. Síðan höfðu ýms leirskáld embættið á hendi. Einn þeirra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.