Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1892, Side 38

Skírnir - 01.01.1892, Side 38
38 Mannalát. sagði t. d. í kvæði til öeorgs annars: „Heill sé þér, voldugi drottinn! Veiðleikar þínir einir hefðu gjört þig að konungi, þó þú hefðir ekki erft konungsstólinn“. Um einn þeirra var ort níð: „hann var ekki meiravirði en neftóbak einu sinni í neiið, en hann var fullgóður til að vera hirðskáld11. í byrjun þessarar aldar fóru hirðskáldin að fá 500 kr. í staðinn fyrir spanska vínið. Á dögum Southeys, sem var hirðskáld 1813—33, var hætt þeirri venju, að skylda skáldið til að yrkja á fæðingardag konungs og á nýjársdag. Tennyson var fátækur prestssonur í Lincolnshire, en gekk þó á há- skóla. Missti hann einkavin sinn Arthur Hallam 1833. Féll honum það mjög þungt, og 17 árum seinna, 1850, kom út nafnlaus erlidrápa yfir Hallam. Var auðgetið til, að Tennyson hefði ort. Bins og Egill Skalla- grímsson talar um að hefna sín á Ægi með vopnum fyrir drukknun Böð- vars, eins segist Tennyson véra að berjast við dauðann um vin sinn. Kvæðið er nokkurs konar „vinartorrek11, ef svo má að orði komast. Tennyson lýsir fyrst, hvernig fregnin um lát vinar hans kom yfir hann; hugur hans eltir um hafið skipið, sem flytur líkið heim, og vakir yfir því, hryggur þegar hafið æsist, . og glaður þegar bárurnar lægjast. Hallam er lagður undir steingólfið í Clevedon kirkju. Dagar og mánuðir líða. Um jólin er vinarins saknað sárt, og þykir skarð fyrir skildi. En næstu jól er hans naumlega minnzt, og þriðju jólin er hann gleymdur. „Getur söknuðurinn líka dáið?“ En skáldið sjálft getur ekki gleymt. Áður gat hann ekki lifað án vinar síns; nú getur hann ekki lifað án harms sins. Þessi harmur er fylgja hans, hann fylgir honum vetur og sumar, vor og haust. Degar hann er háttaður og tungl- glætu ber inn á rúmið hans, þá hvarflar hugur hans þangað sem tunglið skín á kirkjuvegginn yfir leiðinu. Tungisljósinu slær yfir nafn A. H. Hallams og dauðaár hans. Skáldið sofnar, en um morguninn, er hann vaknar, veit hann að gegnum morgunþokuna ryður sér dagsbrún inn um kirkjugluggann og sést á marmaratöfluna, svo hún Ijómar í hálfdimmri kirkjunni. Þannig heldur Tennyson áfram að berjast við dauðann um vin sinn, þangað til honum finnst sál hans renna saman við sína sál, svo eptir það er hann í einni perBónu A. H. Hallam og A. Tennyson. Þegar Wordsworth dó 1850, þá ráðguðust ráðgjafarnir um, hver skyldi vera hirðskáld. Albert, maður drottningar, ritaði gömlum manni, Samuel Rogers, bréf, og bað hann taka við embættinu. Rogers afþakkaði, því hann væri 87 ára gamall og mundi eiga skammt ólifað. Hanu uefndi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.