Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1892, Page 49

Skírnir - 01.01.1892, Page 49
Bókmenntir. 49 skepnur". Hann knékrýpur Marseljusöng Prakka, af þyí hann er í aug- um hans merki hinnar miklu byltingar. Hann knékrýpur Napoleon af því hann kúgar konungana og raskar gömlu fari. Hann sér ekki, að hann bælir frelsið niður, því hann er í augum hans fulltrúi þjóðarinnar, ekkert loðir við hann af oddborgaraskap, af skrílmennsku11. Björnstjerne Björnson varð sextugur 8. desember 1892 og á að koma út mikið rit um hann í minningu þess, eptir B. Collin, kennara við Kristíaníuháskóla, álíka og rit Hinriks Jægers um Ibsen, er hann varð sextugur, 1888. — Enginn Norðmaður er Islendingum jafnkunnur og Björnstjerne Björnson. Enginn Norðmaður er jafn-norskur og hann. Og, með því að vér íslendingar erum af norsku bergi brotnir, þá er hann hold af voru holdi og blóð af voru blóði, enda sver hann sig í ættina við hina gömlu íslendinga að mörgu leyti. Hann lýsir í einu kvæði sínu norskum firði. Stundum rötast fjörðurinn um með holskeflum og lemur fjöllin, sem þoka sér sarnan og þröngva að honum; blæs hann þámeð vestanrokslung- um i hnefana vota, svo undir þýtur og fjallabrúnirnar leika á reiðiskjálfi. Stundum læðist hann svo hægt, að varla bærist gári, tær og fagur, og allt sem hann sér, það faðmar hann, það speglar hann, því vaggar hann, þó ekki sé nema vesall grásteinsmosi. Hann er ekki vondur í sér, en hann á til í sér meiri reiði og meiri gleði en aðrir. Hann er ekki svik- ull. En hann er skapmikill og bráður. Björnstjerne Björnson er sjálfur eins og þessi fjörður. Hann er það í ritum sinum. En einkum ber á því, er hann talar eða heldur ræður. Hann er manna mælskastur og bezt máli farinn. Málrómur hans er sterk- ur og snjallur. Hann heflr opt talað undir beru lopti til margra þúsunda, svo -að hinn yzti í mannþrönginni heyrði glöggt hvert orð, er leið af vör- um hans. Honum er jafntamt að leika á hina blíðustu sem hina stríðustu strengi mannshjartans. fiegar hann lætur brýnnar siga og brýnir rödd- ina, þá verður áheyrendunum hverft við, eins og skriða falli úr fjalli. B. Björnson hamast þá eins og hann vilji kljúfa hamarinn tvítngan og láta allt undan sér ganga. En meistaralega tekst honum að hverfa þessum beljandi orðabyl upp í þíða sólskinsblíðu, svo hjartarætur áheyrendanna hitna og komast við. Má af þessu ráða, að maður, sem þannig getur hrært að vilja sínum mannasálir, ber margt i vörzlum sjálfs sin. Þegar svo ber undir, þá æðir hann fram í reiði sinni, svo hann er naumlega með sjálfum sér. Grikkir sögðu um skáld sin, að þeir væru óðir, þegar anda- 4 Sklrnir 1892.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.