Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1892, Síða 50

Skírnir - 01.01.1892, Síða 50
50 Bðkmenntir. giptin var yfir þeim. En hið veika og viðkvæma, bljúga og barnslega býr undir niðri öllu þessu ofviðri. Og það sigrar ætíð hjá honum i skáld- sögum hans og kvæðum. Björnstjerne Björnson er fæddur 8. desember 1832, á bænum Björgan (Björgum) í Kviknasókn. Faðir hans var bóndi á Ske (Skjám). Hann seldi jörð sína, tók sér nafnið Björnson og fór að losa undir stúdentspróf. Læknisdóttir, sem hann hafði lagzt á hugi við, kom honum til þess. Náði hann prófi, en þó illu, því lestur var honum ekki laginn, en þegar til kom hafði hún svikið hann. Las hann þá guðfræði, náði löku embættisprófi og varð 1831 prestur á Kviknum. Kvongaðist hann sama ár kaupmanns- dóttur. I sögunni „Um blakkinn" lýsir B. B. nokkuð æfi sinni, þangað til hann var 6 ára, á bæ þessum. Eaðir hans varð preBtur á Neai i Raums- dal 1837 og lýsir hann þannig landslagi þar: „Á prestssetrinu i Nesi, sem er einn hinn fegursti bær í landinu, eins og hann stendur, vænn og þriflegur, á hálsinum milli tveggja fjarða, með græna fjallshlíð fyrir ofan sig, fossa og bæi blasandi við hinumegin, skrúðgrænar ekrur í dalbotnin- nm, og úteptir með firðinum ganga fjöllin nes af nesi út í sjóinn og stór- býli á hverju nesi — á prestssetrinu í Nesi, þar sem jeg gat staðið á kvöldin og séð sólina leika um firði og fjöll þangaðtil ég grét, eins og ég hefði aðhafzt eitthvað illt, þar sem ég í einhverjum dalnum nam staðar allt i einu, heillaður af fegurð og óljósri löngun, sem var svo sterk, að ær gleði breyttist i þunga sorg — með þessum áhrifum óx ég upp“. Þetta segir Björnstjerne Björnson í smásögu sinni „Um blakkinn". Hann var settur í Molde gagnfræðaskóla 10 ára gamall, var latur við skólnlestur, las fornsögurnar íslenzku, stofnaði blað i skólanum, o. fl. Faðir hans sendi hann seytján ára gamlan á stúdentasmiðju Heltbergs i Krist- janiu og var hann þar samtíða Uehlenschláger, Welhaven og J. P. Heiberg; samrýndastur var hann A. 0. Vinje. Meðan hann var í þeirri smiðju, ritaði hann leikrit og hafði þá aðeins tvisvar verið á leikhúsi. Leikhús- stjóri í Kristjaniu tók leikritið, en Björnstjerne Björnson tók það aptur, því hann sá seinna, hve bráðónýtt það var. Löngu fyr, 10 ára gamall, var hann byrjaður að yrkja. Hann náði illu stúdentsprófi 1852 og um jólin næsta ár fór hann að heiman til Kristjaníu og sagði föður sínum — 21 árs gamall, — að nú ætlaði hann að vinna fyrir sér sjálfum. Fekkst hann nú við blaðamennsku, skrifaði ritdóma um bækur, dæmdi sjónleiki, o. s. frv. Barðist hann fyrir því, að þjóðerni og mál Norðmanna næði rétti sínum á leiksviðinu, en þá var talið fínt að „tyggja upp á dönsku“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.