Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1911, Síða 10

Skírnir - 01.01.1911, Síða 10
10 Leo Toktoj. ert til, enda hafði hann miklu af að miðla. En ánægju- hnossið fekk hann eigi höndlað þrátt fyrir alt, að því er hann sjálfur segir. Á þessum áratugi (1865—69) reit hann hina miklu sögu sína »Stríð og frið«, og á áratuginum næsta (1874—77) söguna »önnu Karenin«, hið frægasta skáldrit sitt. En þótt rit þetta megi óhikað telja til fyrra timabilsins í lífi hans, er samt margt í milli, og vottar hér ótvírætt fyrir þeim alvöruþunga, því dapra hugar- stríði og þeim sálarbyltingum, sem nú er í aðsigi. »Anna Karenin« er saga um hjúskapareiðrof, ástir í meinum og hjónaskilnað. En gagnólík er hún flestum samkynja sögum, er ritaðar hafa verið aftur og aftur með Frökkum og öðrum þjóðum, — miklum mun stórvægi- legri, áhrifameiri og um leið listfengari í bezta skilningi. örlagavefurinn er rakinn af hinni mestu snild, og í nið- urlagi sögunnar er eins og upp sé kveðinn alvöruþrung- inn, óumflýjanlegur skapadómur. Anna Karenin er gift manni, sem talsvert er eldri en hún. Hann er vandaður maður í alla staði, en þur á manninn og fremur óástúðlegur. Hann var vel metinn maður og í góðri stöðu og hafði hún gifst honum fyrir 8 árum, er sagan hefst, án þess að elska hann í raun og veru. Er þó eigi annars getið, en að samfarir þeirra væri góðar, og jafnan hefir hún haldið trúnað sinn við hann, enda er hún vönduð kona og vel upp alin. Þau eiga einn son barna, 7 ára. gamlan, er hún ann mjög heitt. Nú verður loks maður á vegi hennar, Vronski að nafni, ungur að aldri og glæsimenni. Vaknar brátt sam- eiginleg tilhneiging hjá þeim, en hún streitist lengi vel á móti. Fer þó svo að lokum, að ástir takast með þeim. Lýsir höfundurinn af mikilli snild áhrifum ástarinnar á hvort þeirra um sig. Vronski er í upphafi léttúðugur og kærulaus og gerir sér enga grein fyrir afleiðingunum, en smám saman vaknar alt það sem gott er og göfugt í eðli hans fyrir áhrifum ástarinnar og sambúðarinnar við hana, og ^ar kemur að lokum, að hann er fús til að leggja alt í sölurnar fyrir hana. Aftur á móti rýrir ástin manngildi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.