Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 13

Skírnir - 01.01.1911, Page 13
Leo Tolstoj. 13 lausnar, en eg fann enga úrlausn. Það var eins og þær sveigðust allar vægðarlaust að einum sárum, svörtum bletti, og með hrolli og skelfingu og fullri meðvitund um vanmátt minn stóð eg kyr í sömu sporunum og starði án afláts á þenna svarta blett. Eg var rétt um fimtugt, mað- ur í fullu fjöri og öfundsverður í ytra skilningi, þegar þessi ósköp settust að mér. Svo var eg líkamshraustur, að eg þoldi stritvinnu á við hvern bónda. Andlega áreynslu þoldi eg vel í 18 klukkustundir samfleytt án þess að finna til þreytu. Og samt var nú svo komið, að eg fekk eigi lengur af borið. Eg sá að eins eitt fyrir mér: opinn dauðann. Alt annað fanst mér tál og lygi«. Megnið af játningarritinu er nákvæm lýsing á þessu sálarstríði og lausn hans úr þessum andlegu nauðum. Af »Önnu Karenin« er að nokkru auðráðið, hvar ljósið og lausnin beið hans að lokum. Hugarvíl hans og heilabrot leiddu hann ósjálfrátt en þó föstum fetum í guðstrúarátt- ína. Lengi vel hafði hann ekkert hugboð um, hvert hann stefndi eða hvers hann leitaði eða hvað það var, sem að honum amaði. Hann fann aðeins einhverja brennandi þrá og íriðleysu, og lifið virtist honum helber »hégómi«, eins og Prédikarinn kemst að orði. Loks fekk hann geng- ið úr skugga um, að hann hafði í raun og veru alla æfi verið að leita guðs. Og einn góðan veðurdag snemma vors, er hann var staddur út í skógi og hlustaði á fugla- kliðinn og vorgoluþytinn og velti fyrir sér enn á ný efa- semdunum og úrlausnarefnunum, er hann hafði grúft yfir í þrjú ár samfleytt, þá settist að honum alt í einu með- vitundin og fullvissan um tilveru guðs, án þess að hann fengi gert sér nokkra grein fyrir ástæðunni. Hann fann að eins með sjálfum sér, að gátan mikla var ráðin, og upp frá þessum degi var friðurinn og fullvissan óræk úr hjarta hans og meðvitund. Hann tók nú að ganga í kirkju og sækja helgar tíðir, en eigi undi hann því til lengdar, sem og eigi var heldur við að búast eftir þennan hreinsunar- eld og hugarstríð. Kröfur hans voru hærri en svo, að

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.