Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1911, Qupperneq 13

Skírnir - 01.01.1911, Qupperneq 13
Leo Tolstoj. 13 lausnar, en eg fann enga úrlausn. Það var eins og þær sveigðust allar vægðarlaust að einum sárum, svörtum bletti, og með hrolli og skelfingu og fullri meðvitund um vanmátt minn stóð eg kyr í sömu sporunum og starði án afláts á þenna svarta blett. Eg var rétt um fimtugt, mað- ur í fullu fjöri og öfundsverður í ytra skilningi, þegar þessi ósköp settust að mér. Svo var eg líkamshraustur, að eg þoldi stritvinnu á við hvern bónda. Andlega áreynslu þoldi eg vel í 18 klukkustundir samfleytt án þess að finna til þreytu. Og samt var nú svo komið, að eg fekk eigi lengur af borið. Eg sá að eins eitt fyrir mér: opinn dauðann. Alt annað fanst mér tál og lygi«. Megnið af játningarritinu er nákvæm lýsing á þessu sálarstríði og lausn hans úr þessum andlegu nauðum. Af »Önnu Karenin« er að nokkru auðráðið, hvar ljósið og lausnin beið hans að lokum. Hugarvíl hans og heilabrot leiddu hann ósjálfrátt en þó föstum fetum í guðstrúarátt- ína. Lengi vel hafði hann ekkert hugboð um, hvert hann stefndi eða hvers hann leitaði eða hvað það var, sem að honum amaði. Hann fann aðeins einhverja brennandi þrá og íriðleysu, og lifið virtist honum helber »hégómi«, eins og Prédikarinn kemst að orði. Loks fekk hann geng- ið úr skugga um, að hann hafði í raun og veru alla æfi verið að leita guðs. Og einn góðan veðurdag snemma vors, er hann var staddur út í skógi og hlustaði á fugla- kliðinn og vorgoluþytinn og velti fyrir sér enn á ný efa- semdunum og úrlausnarefnunum, er hann hafði grúft yfir í þrjú ár samfleytt, þá settist að honum alt í einu með- vitundin og fullvissan um tilveru guðs, án þess að hann fengi gert sér nokkra grein fyrir ástæðunni. Hann fann að eins með sjálfum sér, að gátan mikla var ráðin, og upp frá þessum degi var friðurinn og fullvissan óræk úr hjarta hans og meðvitund. Hann tók nú að ganga í kirkju og sækja helgar tíðir, en eigi undi hann því til lengdar, sem og eigi var heldur við að búast eftir þennan hreinsunar- eld og hugarstríð. Kröfur hans voru hærri en svo, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.