Skírnir - 01.01.1911, Page 24
24
"Leo Tolstoj.
villuráfandi, æpið þið að mérogsegið: »Sjáum til! Hann er
þá líka í feninu eins og við hin!«
Þessi auðmýktarjátning ætti að nægja til að sannfæra
hvern mann um, að Tolstoj var sannarlegt mikilmenni i
lund og að honum var meir en lítil alvara með kenningar
sínar, hvað sem menn segja. En hitt er víst, að á þessu
skeri hlutu spámannsáhrif hans að stranda. Sá spámaður
sem hreinskilnislega játar á sig mannlegan breyskleika og
kannast við að sér sé ókleift að lifa til fulls eftir kenn-
ingum sínum, hann má tæplega vænta sér fylgis af mönn-
unum. Þetta er þó eigi því til fyrirstöðu, að hann kunni
að hafa haft mikil og djúptæk áhrif, er ef til vill koma
betur í ljós er frá líður. Víst er um það, að fáir alvar-
legir og hugsandi menn munu hafa lesið rit hans með at-
hygli án þess að strengir hafi kveðið við í brjósti þeirra
og tekið undir með honum, án þess að þeir hafi óskað sér
þess af alhug, að sér mætti takast að uppfylla kærleiks-
og mannúðarboðorð Krists eftir veikum mætti. Það er
sannarlega eigi lítilsvert að vekja til lifs sannleiks- og
guðsþrána, þótt eigi væri nema í einni einustu sál. Það
er fyrsta skrefið til að vekja hana i öllum.