Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 38

Skírnir - 01.01.1911, Page 38
Alheimsmái. Eftir Knud Krabbe. Fyrir nokkrum árum var alþjóðlegt vísindamót á Spáni, og skyldi þar halda fyrirlestra á þremur höfuð- tungum Norðurálfunnar. En með því nú að þetta átti fram að fara í landi Spánverja, þótti mörgum illa við eiga að meina þeim að tala móðurmál sitt þar á fundii.um. Þá spruttu upp ítalir, þeir er þar voru staddir, og kröfðust þess að sér yrði gert jafnhátt undir höfði og Spánverjum og leyft að mæla sínu máli. Og er Rússar heyrðu það, heimtuðu þeir sömu réttindi til handa sér og sinni tungu, er væri töluð af jafnfjölmennri þjóð. — Vitanlega varð þetta til þess, að skerða að miklum mun alþjóðlegt gildi fundarins. Þetta er að eins eitt dæmi meðal margra. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að eftir því sem þjóðernis- tilíinning Rússa, Japana og annara þjóða eflist, eykst þeim að sama skapi löngun til að leggja eitthvað af mörkum til lista og vísinda á sínu eigin máli, er fæstir skilja nema þeir sjálfir. Jafnóðum og alþjóðlegar samkomur fara í vöxt, hleður þjóðernisbaráttan fyrir verndun tungumál- anna háa garða um þvera götu, er virðast senn allsendis ókleifir. Vér höfum eytt miklum og dýrmætum tíma á uppvaxtarárunum til að læra eitt, tvö eða í mesta lagi þrjú lifandi mál. Og hversu fullkomin er sú kunnátta eftir alt stritið? Ætli þeir séu ekki teljandi, sem eru slyngari en svo, að þeir geti »bjargað« sér á meiru en einu þeirra? Og með því vér verðum að játa, að til sé önn-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.