Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 41

Skírnir - 01.01.1911, Page 41
Alheimsmál. 41 langtum örðugra að læra Volaptik en menn höfðu gert sér í hugarlund; það var altof heimspekilegt í sniðunum. Nú rigndi niður hverri endurbótartilrauninni á fætur annari og hvert gervimálið rak annað. Alheimsmálsstreit- an varð ein botnlaus hringiða. En að tveim áratugum liðnum var þó eitt þessara nýju alheimsmála orðið öllum hinum yfirsterkara; seigt og fast gekk því framsóknin í fyrstu, meðan fáir þektu það, en síðustu fimm árin barst það óðfluga út um víða veröld. Það var Esperanto. Esperanto er samið af pólverskutn augnlækni, dr. Zamenhof. Frá barnæsku hafði honum verið það ríkt í huga að semja alheimsmál. Hann gerði hvert uppkastið á fætur öðru, en ekkert þeírra líkaði honum, fyr en Esperanto kom til sögunnar. Að því starfaði hann í 15 ár, og studdist við víðtækar tungumálarannsóknir. Við skulum nú virða það fyrir okkur lítið eitt. Sérhljóðar eru þar ekki aðrir en a, e, i, o, u\ aftur á móti eru þar ekki til hljóðin œ, ö, og y, sem svo mikið ber á í Volapúk, enda eiga margar þjóðir bágt með að bera þau fram. Um samhljóðana hefir höfundurinn verið öllu óhepnari í valinu, því allmikið ber á sc/t-hljóðum og úý-hljóðum; þau eru táknuð með sérstökum stöfum, og hefir það valdið óþægindum við prentun og símskeytasendingar á Esperanto. öll tákn málsins hafa fastákveðin hljóðgildi, sem meðal annars eru tekin upp í hljóðrita til aðhalds og leiðbein- ingar mönnum viðsvegar um lönd. Sömu stafirnir eru bornir fram á sama hátt í hvaða sambandi sem er. I orðstofnavalinu var vitanlega margs að gæta. Fyrst og fremst var farið eftir því, að orðið væri til í sem flestum málum. Þau orð t d., sem áttu heima bæði i ensku, frönsku, spönsku, ítölsku o. s. frv., voru að ölium jafnaði sjálfkjörin. Þó varð jafnan að gæta þess meðfram, að orðin væru látlaus og hljómþýð, og það atriði var látið sitja í fyrirrúmi þegar málin höfðu sitt orðið hvert. Til dæmis má nefna, að orð eins og telefon, socialisme og filosofi eru tekin upp og heita: telefono, socialismo og filo- sofio. Faðir heitir patro, tími tempo. Drengur heitir knabo;

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.