Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 45

Skírnir - 01.01.1911, Page 45
Alheimsmál. 45 þeir kunni manna best skyn á því, hvert málið sé léttast og lífvænlegast. A hinn bóginn ber því síst að neita, að þessir vísindamenn gleyma því einatt í málfræðishitanum að gefa hæfilegan gaum þeim sálarfræðislögum og þjóð- félagsháttum, sem mestu ráða um það, hvort alheimsmáls- hreyfingin á fyrir höndum að eflast, eða hröklast fyrir aðfinslum sjálfra þeirra og láta ef til vill staðar numið við spurninguna: Hver veit nema önnur nefnd verði til þess einn góðan veðurdag að mæla fram með Ido í endurbættri mynd. Það er nú svo. En til þess liggja þau svör, að svo mörgum úrræðum eiga geryimálin eigi til að dreifa um orðaval og einfeldni, að þeim megi breyta endalaust svo til batnaðar sé. Því verður þannig ekki neitað, að nú sem stendur er örðugt að gera upp á milli Ido og Esperanto. En ekki dugir að leggja árar í bát þess vegna. Svo framarlega sem menn hafa gert sér ljósa grein fyrir gildi alheims- málshreyfingarinnar, hversu afar-mikilvæg hún er, svo framarlega sem menn vænta þess fastlega, að annaðhvort beri sigur úr býtum, Ido eða Esperanto, og þeir treysta sér til að gæta fullrar sanngirni við þá, sem eru þeim ekki allsendis sammála, og láta ef til vill undan síga í þágu þess málsins, sem vænlegra reynist — þá getur hver og einn óhikað tekið sér fyrir hendur að læra annaðhvort, Ido eða Esperanto. Vitsmunaþroskinn einn, sem af því vinst að læra svo rökbundið mál, er ekki lítils virði. Og með því styðja menn líka að vexti og viðgangi þess mál- efnis, sem að menningargildi stendur fyllilega jafnfætis markverðustu framsóknartilraunum mannkynsins.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.