Alþýðublaðið - 06.01.1960, Síða 13
Vöruhappdræ tti
19 6 0
m FATÆKT
íjölgar síórlega
Heiidarfjárhæð vinniiiga
nær tvöföldutt
Áður 5000 vinningar.
Nú 12000 vinningar.
Áður kr. 7.800.000,00 í vinninga
Nú kr. 14.040.000,00.
Tala útgefinna miða sú sama og áður.
Síðustu forvöð að kaupa miða.
Umboð í Reykjavík og Hafnarfirði:
Austurstræti 9, sími 22150.
Grettisgata 26, Halldóra Ólafsd., sími 13665.
Verzl. Roði, Laugavegi 74, sími 15455.
Benzínsalan. Hlemmtorgi, sími 19632.
Vallargerði 34, Kópavogi, Ól. Jóhannsson.
Strandg. 3, Hafnarfirði, Böðvgr Sigurðsson,
sími 50515.
Endurnýjunarverð miðans kr. 30,00.
Ársmiði kr. 360.00.
Gísli Sigurbjörnsson:
BINDINDISHÓTEL
REYKJAVÍK
Ofsóknir
Frambald af 5. síðu
ir sig við Ludendorf, sagði a,
hann vildi ekk ræða þá spurn-
ingu hvort guðshús Gyðinga
væru raunverueg guðshús. Slíkt
imundi aðeins vekja hlátur, Þá
réðst hann harkalega á Churc-
hill, sem væri stríðsglæpamað-
ur númer eitt, og hefði varið
-aillri ævi sinni til þess gð hvetja
til stríðs gegn Þjóðverjum, auk
Þess hefði hann reynt að út-
rýma hinu hvíta mannkyni.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLANS
MARGT er rætt og ritað um
þörf á meira húsrými fyrir
ferðamenn og er þá venju-
lega átt við útlendinga, enda
þótt landsmenn sjálfir séu oft
og tíðum í mestu erfiðleikum
engu síður en hinir.
Víst er um það, að hótel-
skortur er mikill í Reykjavík,
og verða af því oft og tíðum
óþægindi og alls konar erf-
iðleikar. Verður þetta og til
þess að færri koma til borg-
arinnar en ella, bæði erlendir
og innlendir. — Er þarflaust
að skýra nánar þessa hlið
málsins — hana þekkja flestir
og sumir af eigin raun.
Úrbætur eru þær m. a., að
koma upp fleiri gistihúsum,
sem og skipuleggja betur notk
un húsrýmis í heimahúsum,
með það fyrir augum, að
leigja það ferðamönnum yfir
sumarmánuðina — en þá eru
gistihúsavandræðin mest.
Fjárfestingarleyfi fyrir
hótelbyggingu hafa ekki ver-
ið fáanleg árum saman, en
þrátt fyrir það, er nýtt hótel
tekið til starfa og er það nátt-
úrlega ágætt út af fyrir sig.
— Nýverið er þó búið að veita
fjárfestingarleyfi fyrir hótel-
byggingu — og er ekki að efa,
að það komizt upp, enda er
þar harðduglegur athafnamað
ur að verki.
Enda þótt væntanlegt hótel
taki til starfa eftir 1—2 ár, þá
er samt þörf frekari aðgerða
og þess vegna tel ég tilvalið
að bindindishótel verði reist.
Á Akureyri hafa félagasam
tök Templara forystu um.
mörg menningarmál og starf-
rækja m. a. fyrirmyndar gisti-
hús — bindindishótel. Fram-
tak þeirra á Akureyri er lofs-
vert og merkilegt — það sýn-
ir hvað samhentir hugsjóna-
menn geta gert þegar foryst-
an er örugg.
Hér í Reykjavík eru höfuð-
stöðvar bindindishreyfingar-
innar á íslandi — og er því
ekki úr vegi, að hafizt verði
handa líkt og gert hefur ver-
ið á Akureyri.
Bindindishótel myndi ekki
aðeins bæta úr brýnni þörf á
húsnæði fyrir ferðafólk —
innlent og erlent — heldur og
myndi bindindishótel verða
til þess, að félagsstarfsemi
bindindismanna yrði sterkari
og öflugri, þegar stundír líða.
—■ Bindindishótel, sem rekið
er af myndarskap, yrði áður
en langt um líður, fyrirmynd-
arstofnun, minnisvarði um
hugsjón, sem komið er í fram-
kvæmd-.
Bindindishótel þarf ekki í
fyrstu að vera mikil eða stór
bygging — aðalatriðið að
starfið sé hafið, og unnið
markvisst að því að auka og
færa út kvíarnar — eftir því
sem ástæður og aðstæður
leyfa.
Hver á að hafa forystu um
þetta hótelmál? munu menn
spyrja. Svarið er: Þeir, sem
hafa áhuga á bindindisstarf-
semi, skilji hvers virði slík
starfsemi er þjóðfélaginu og
vilja leggja á sig nokkurt erf-
iði og störf í þágu annarra. —
Það er algjört aukaatriði
hver kemur slíku bindindis-
hóteli upp — ef það er gjört
af heilum hug og með fyrir-
hyggju og myndarskap. Æski
legt væri að Góðtemplararegl
an hefði forystuna — en aðrir
og fleiri geta stutt framgang
góðs málefnis og er ég fyrir
mitt leyti reiðubúinn til þess
að hjálpa til, ef þess verður
óskað.
Hugmyndin um Bindindis-
hótel í Reykjavík er ekkert
einkamál mitt, enda þótt ég
riti um það blaðagrein. Þetta
er hugsjónamál, sem komast
þarf í framkvæmd og í von-
inni um, að einhver eða ein-
hverjir, sem þetta lesa, taki
höndum saman um framgang
málsins, er grein þessi rituð.
Gísli Sigurbjörnsson.
Alþýðublaðið — 6. janúar 1960 |_3