Alþýðublaðið - 08.01.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.01.1960, Blaðsíða 2
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröhdal. — Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hiálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að- setúr: Alþýðuhúsið. — Preritsmiöja Alþýðublaðsins. Hvérfisgata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði. Framleiðshsaukning SVO segja tölufróðir menn, að íslendingar verji sem næst þriðja hluta allra þjóðartekna sinna til fjárfestingar, til kaupa á atvinnutækj- um, húsbygginga, ræktunar, vega, brúa, hafna o. s. frv. Þetta mun vera — eins og svo margt í fari þjóðarinnar — einstakt, þegar borið er saman við hag annarra þjóða. Það hefur verið von landsmpnna. að þessi mikia fjárfesting mundi á skömmum tíma auka svo lítflutningsframleiðslu, að jöfnuður skapað- ist í viðskiptum við umheiminn, og þjóðin stæði þannúg.á eigin fótum. Þessar vonir hafa því miður ekki ræfzt. Þrátt fyrir risavaxnar framfarir á öllum sviðum og;jstóraukna framleiðslu hefur ekki tekizt að jafna skiptin vf^.útlönd. Skuldabyrði þjóðarinnar hefir orðið æ þyngri^yfirdrættir hafa verið notaðir til fulls, en samt hefur öðru hverju verið 'svo geigvænlegur gjaldyrisskortur, áð til stórvandræða horfði. ÞaS er varhugavert fyrir íslendinga að binda vonir sínar við framleiðsluaukningu eina. íslend- ingar voru fyrir mannsaldri og eru að ýmsu leyti enn efnahagslega frumstæð þjóð. Ein til tvær kyn- slóðir eru að reyna að hyggja hér á landi hið sama sem gert hefur verið á öldum erlendis. Af þessum sökum hlýtur mjög verulegur hluti fjárfestingar þjóðarinnar að vera þess eðlis, að hann ekki skili beinum gjaldeyrishagnaði strax, þótt nauðsynlegur sé. Þannig er um íbúðarhús, mikið af rafvæðingu. vegi og brýr, svo að nokk- úð sé nefnt. Af þessum sökum er eðlilegt, að ís- lendingar hafi um langt skeið nokkurn gjaldeyris- halla, sem bættur sé af lánum til langs tíma. Hins vegar ber að gjalda varhug við lánum til þess eins að mæta greiðsluhalla ,lánum til skamms tíma, og öðru slíku, sem gripið er til í erfiðleikum i augnabliksins. Það er þessi hlið májanna, sem ger- g ir alvarlegar breytingar á efnahagskerfi landsins óhjákvæmilegar, breytingar, sem eiga að gera eðlllega uppbyggingu í landinu tryggari um langa framtíð. i Flakarar og pökkunarslúlkur óskast strax. Uppl. hjá verkstjóranum Jóni Þorsteinssyni. — Sími 50-165. Hra^frystíhúsið Frost Hafnarlirði. Hannes h o r n i n u Brennivínið og verka- lýðshreyfingin. Enn eins og á bernsku árum hreyfingarinnar. Inn um dyrnar á hofi Bakkusar. Smjaðrað fyrir drykkju skap. ÉG ÁTTI VON á íví, að ein- hverjir í hópi kommúnista reyndu að smjaðra fyrir togara- sjómönnum að tilefni pistils míns um drykkjuskap. — Það er landlægur andskoti í þeim herbúðum að ræða aldrei um það sem er sjálfskaparvíti verka- lýðsstéttarinnar — en klifa sí- felit á því, ef á það er minnst að aðrar stéttir hagi sér ekki bet- ur og jafnvel séu ávirðingar vinn andi stétta öðrum stéttum fyrst og fremst að kenna. ÁSTÆÐAN fyrir því, að ég — í þetta sinn, ræddi fyrst og fremst um drykkjuskap togara- sjómanna ekki aðeins togarahá- seta, var sú, að mér þykir það blóðugra en tárum taki að sjá unga sjómenn, sem vinna ein hættulegustu og erfiðustu störf- in, eyða afrakstri vinnu sinnar, heilsu sinni, hamingju heimila sinna — og jafnvel lífi sinu í fórnir til Bakkusar, þess hat- rammlega eyðis alls þess, sem manndómur nefnist og lífslukka. EN AUK ÞESS er hér um þjóð félagslega meinsemd að ræða þar sem framleiðslutækin geta ekki gengið á eðlilegan hátt fyr- ir þessar sakir. — Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að togarahásetar drekki meira en aðrar stéttir, en þeim er drykkj- an skaðlegri en öðrum stéttum — ef maður á að fara að meta það. Mér er nær að haldá, að verkamannaséttin drekki minnst — og gæti ég trúað að þessi full- yrðing kæmi ýmsum á óvart, en hún er samt sem áður sannfær- ing mín. Samt drekkur hún of mikið. ÉG VEIT, að þorri lesenda Þjóðviljans er ekki á sama máli og sá sem skrifaði pistilinn í Bæj arpóstinn á miðvikudaginn. Ég veit, að þeim þykir hörmulegt að horfa upp á það þegar strit- fólk brennir upp afrakstri jafn- vel margra vikna þrældóms við hættuleg störf, á fáum dögum, auk alls annars. Þeir vilja eins og ég, að reynt sé að stemma stigu við þessu, en það verður ekki gert nema heima hjá hverj- um einum. Það er líka víst, að þessi stétt manna harmar oft sjálf hvernig til hefur tekist. ÉG VIL LÍKA minna á það, að á fyrstu árum verkalýðshreyf- ingarinnar var háð þrotlaust stríð gegn drykkjuskap verka- lýðsins og beztu kraftar hinnar vaknandi stéttarvitundar og hreyfingar réðust á inn á knæp- ur, hrintu um borðum og ræddu við verkalýðinn, sem þar sat og eyddi kaupi sínu, heilsu sinni — og tómstundum, í drykkju í stað þess að starfa að stéttarmál- um sínum. Brennivínið var talið einn versti óvinur verkalýðs- hreyfingarinnar. Það er það enn í ríkum mæli. ÉG ER VISS um það, að komm únitsar hafa horft á eftir mörg- um góðum dreng, efnilegum starfskrafti í verkalýðsfélagi og flokki inn um dyrnar á salar- kynnum Bakkusar — og misst algerlega af honum. Halda þess ir menn að smjaðurskrif eins og þaú, sem birtust í Þjóðviljanum á miðvikudag -—- og aðeins til þess að reyna að sverta pólitísk- an andstæðing, verðf til þess að efla Starfsemi félaga þeirra eða flokks? Ég* er hræddur um að þeir muni komast að raun um annað. ■ --<• Ú ÞEIU ÆTTU að ráðast hlífð- arlaust á drykkjuskap. — Ég hef hvað eftir annað skrifað um drykkjuksap almennt. í þetta sinn minntist ég á þessa naíuð togarasjómanna einna, ef til vill var það vegna þess, að mér finnst að þeir hafi sannarlega /unnið til annara en að eyða sín- um beztu árum í ölæði. — En | sem sagt: Verði Þjóðviljanum að 1 góðu. Hann uppsker fyrir flokk ! sinn eins og hann sáir. I Hannes á horninu. } Einvígi mi! anna og jafi BORGARABLÖÐIN á Norð- urlöndum hafa margtekið fram í frásögnum sínum af atkvæðagreiðslunni um frum- varp sænsku stjórnarinnar um að leggja á 4 prósenta veltuskatt, að kommúnistar hafi bjargað lífi stjórnarinn- ar. Ef úrslit atkvæðagreiðsl- unhar hefðu orðið önnur ög stjórnin beðið ósigur þá hefðu íhaldsflokkarnir varla gert mikið til að undirstrika þá staðreynd að slíkt varð aðeins gert með stuðningi kommún- ista. Án stuðnings kommún- ista verður stjórn Jafnaðar- manna í Svíþjóð ekki felld. í sameinuðu þingi í Sví- þjóð eiga kommúnistar aðeins 7 fulltrúa. Jafnaðarmenn aft- ur á móti ráða 190 sætum en borgaraflokkarnir 185. Komm únistar geta því í vissum til- fellum haft úrslitaáhrif á gang mála. Foringi sænskra kommúnista kvartaði yfir því við umræðurnar um veltu- skattinn, að Erlander forsæt- isráðherra hefði ekki viljað „ræða“ við hann um fram- gang málsins og mikil átök hefðu verið innan flokksins um þá taktík, sem upp skyldi taka. En þegar á hólminn kom þöfðu kömmúnistar ekki að gre ða atkvæði með borgara- flokkunum og sátu hjá. Þar eð kommúnistar sátu hjá við atkvæða^reiðsluna varð hún hreint einvígi milli Jafnaðarmanna og borgara- flokkanna. Svíar geta verið fegnir að hafa losnað við borgaralega ríkisstjórn á þessum tíma. Það er oft sagt að ríkisstjórn Erlanders sé minnihlutastjórn en samsteypustj órn borgara- flokkanna yrði einnig minni- hlutastjórn og auk þess sjálfri sér sundurþykk í mörgum málum. Borgaraflokkarnir þrír eru sammála um það eitt að fella stjórn Erlanders og þeir voru allir á móti veltuskattinum, en þeir höfðu ekki neinar sameiginlegar gagntillögur fram að færa. Samsteypu- stjórn borgaraflokkanna mundi hafa yfir að ráða helm ingi atkvæða í efri deildinni og vrði þá að gera út um mörg máí þar með hlutkesti en í neðri deildinni gætu Jafnað- armenn stöðvað þau mál, sem þeir væru á móti og kommún- istar mundu vafalaust koma þeim til aðstoðar í fjölmörg- um tilfellum. Umræðumar í sænska þing- inu um veltuskattinn báru svip áf því að kosningar til efri deddarinnar eigi að fara fram á næsta ári. UM jólin var í fyrsta sinn hringt nýjúm klukkusn, sem Kaupfélag Borgfirðinga hefur gefið hinni nýju kirkju Borg- nesinga. Verðmæti gjafarinnar mun vera rösklega 60 þús. kr., en auk þess gaf Kaunfélagið rafknúinn hringingarútbúnað af fullkomnustu gerð. Klukkurnar eru tvær, sú stærri tæp 600 kg. en hin minni 340 kg. Hafa þær tóna g og b við 435 sveiflur á mín- útu? Eru betta einar stærstu kirkiuklukkur hérlendis. Litlu munaði að ekki tækist að koma klukkunum upp í Borgarneskirkju fyrir hátíðir, en vegna sérstakrar lipurðar Eimskipafélags íslands voru þær hið fyrsta, sem skiþað var á land úr M.s. Detíifoss ^ 8., janúar 1960 — AJþýfyibJafUjð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.