Alþýðublaðið - 08.01.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.01.1960, Blaðsíða 7
aðstoðar NYASALENDINGAR, þriggja milljóna blökkuþjóft £ Afríku, ihafa snúið sér til íslendinga mnieð áskorun um aðstoð í sjálf- Btæðisbaráttu sinni. Hafa for- Mstumenn þeirra sent frá Lond- an fjölritað bréf, sem ritað er á ágætri íslenzku, þar sem þeir biðja íslendinga að taka upp í mannréttindanefnd Evrópuráðs Ekið á bíl Haralz EKIÐ var á Volkswagenbíl Jónasar Haralz ráðuneytis- stjóra, á stæði fyrir framan Arnarhvol í fyrrakvöld. Númer bílsins er Y 314 og honum vár lagt á stæðið eftir hádegi í fyrradag. Haralz átti leið framhjá bílnum um kl. 7, og tók hann þá ekki eftir nein- um skemmdum. Bíllinn kastaðist til við árekst urinn og lenti á steini. Hægra afturbretti skemmdist mikið og hurð dældaðist vinstra megin. Viðkomandi ökumaður og sjón- arvottar eru beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna. t ins mál foringja síns, hins kunna dr. Banda, sem situr í brezku fangelsi. Mannréttinda- samningur Evrópu mun einnig ná til brezkra nýlendna. Það. eru þeir M. K Kanyama Chiume og Orton B. Chirwa, sem skrifa undir þetta óvenju- lega bréf, og segja bað vera sent ýmsum íslendingum. Barst Al- þýðublaðinu eitt slíkt bréf í gær, og segjast bréfritarar vona að þeir fái tækifæri til að tala við menn á íslandi, svo og sýni- lega hyggja þeir á íslandsferð. Bréfið byrjar svo: „Við full- trúar íbúanna í Nyasalandi skrifum yður kjörnum fulltrú- um íslenzku þjóðarinnar í þeirri trú, að raunir og erfiðleikar þeir, sem Nyasalandsbúar reyna nú, hafi vakið -Samúð fultrúa elzta þings veraldar, m. a. vegna jtæss, að íslenzka þjóðin bjó sjálf við nýlendustjórn um aldaraðir og barðist gegn er- Iendri yfirdrottnun Þar til hún öðlaðist sjálfstæði fyrir tiltölu- lega skömrnu síðan.“ í lok bréfsins segir: „Við von- ums eindregið, að þér sjáið yður fært að styðja þá tillögu, að ís- land Vísi til nefndarinnar ein- stökum atriðum um hið frek- Gutenberg 30 ára EINS og áður hefur verið greint frá hér í blaðinu, varð Ríkisprentsmiðjan Gutenberg 30 ára um síðastliðin áramót. Það var árið 1928, að skriður komst á þá hugmynd, að ríkið eignaðist prentsmiðju, sem ann aðist prentun fyrir opinber fyrirtæki og ríkissjóð. Var sú leið vatin, að festa kaup á prentsmiðjunni Gutenberg á- samt húseign hennar. Tók hún til starfa sem ríkisprentsmiðja 1. janúar 1930. Aðeins í upphafi tók prent- smiðjan að sér prentun fyrir aðra en opinbera aðila, en nú hefur hún næg verkefni við prentun fyrir ríkissjóð og rík- isfyrirtæki. Hún annast t. d. prentun fyrir Alþingi, S'tjórn- artíðindi, Hagtíðindi, og Lög- birtingablað. Af öðrum fyrir- tækjum, sem hún prentar fyrir, má nefna Póst- og símamála- stjórnina, Áfengisverzlun rík- isins, Brunabótafélag íslands, Skipaútgerð ríkisins, Fræðslu- málaskrifstofuna, Ríkisspítal- ana, Tryggingastofnun ríkisins o. fl. Ríkisprentsmiðjan Guten- berg hefur skilað arði upp á síðkastið, auk þess sem hún hef ur borgað sig og er nú skuld- laust fyrirtæki. Eignir hennar eru taldar nema um 10 milljón um króna. Aðalhvatamaður að stofnun prentsmiðjunnar var Jónas Jónsson, þáverandi dóms málaráðherra. Steingrímur Guðmundsson. Prentsmiðjustjóri, hefur ver ið frá upphafi Steingrímur Guð mundsson. Hafði hann stgrfað í 10 ár hjá prentsmiðju Gylden- dals í Danmörku áður en hann tók við stjórn Gutenberg. lega brot á mannréttindasamn- ingnum í landi okkar, og við höfum mikinn hug á að koma til íslands og ræða þetta mál frekar og svara spurningum.“ Jakinn er að hverfa undan þeim WASHINGTON, (NTB-Reuter). — 7. jan. — Bandaríski flugherinn tilkynnti í kvöld, að sendar hefðu verið flugvélar til að bjgrga 28 vísindaniönn- um, bor.garalegum og úr hern um, af stóriun ísjaka í Norður- íshafinu, sem er að brotna í stykki. Jakinn er um það bil 720 km. út af Barrowhöfða í Alaska og nefpist „fsjakinn Charlie.“ Hafa vísindamenn- irnir verið á jakanum síðan í maí s.j. við að safna veður- fræðilegum og tæknilegum upplýsingum. Nokkrar litlar flutningavél- ar hafa verið sendar til jakans og auk þess eru tvær vélar af gerðinni C-130 með skíða- útbúnaði á leið til Alaska. — Hefur jakinn á 10 tímum minnkað ofan í fjórðung upp- runalegrar stærðar sinnar. PARÍS, 7. jan. (Reuter). — Öll helztu verðbréf féllu mik- ið á kauphöllinni hér í dag vegna þráláts orðróms um, að Antoine Pinay, fjármálaráð- herra, segir fljótlega af sér. Edvard ÞJOÐLEIKHUSIÐ sýnir leikritið Edward sonur minn í .10. sinn í kvöld. Aðsókn að leikritinu hef- ur verið ágæt, enda hefur leikurinn alls staðar geng ið mjög vel þar sem hann hefur verið sýndur. Mynd in er af Róbert Arnfinns- syni og Regínu Þórðardótt ur í hlutverkum sínum. INNBROT var framið í Shell stöðina við Reykjanesbraut í fyrrinótt. Þjófínum tókst að komast inn um glugga á bakhlið hússips. Eldtraustur peningaskápur, allstór, var þarna geymdur og tókst Þjófinum að fara með hann út úr úhúsinu Þar reyndi hann að opna skápinn. Það heppnaðist að lokum með því að sprengja upp hurðina. í skápnum voru 6 sekkir, sem var skiptimynt. Hirti þjófurinn þá. Mun ránsfengurinn vera 1000 til 1500 krónur Enn frem- ur var stolið nokkrum karton- um af sígarettum. Engir peningaseðlar voru I skápnum né önnur verðmæíi. Slíkt er flutt brott á hverju kvöldi. Hannbalsokið Framhald af 3. síðu. óafgreiddra umsókna deilt í það fé, sem hvert sveitarfélag fær, ef 40 milljónum er út- hlutað: Á hverja umsókn: 404 000 kr. 156 000 — 108 000 — 86 700 — 84 000 — 58 000 — 40 800 — 34 100 — 33 700 — 29 100 — 23 800 — 22 000 — 16 400 — 13 300 — 12 200 — 12 100 — 12.000 — 11.000 —• 8 000 — Staður: Húsavík Siglufjörður Seyðisfjörður ísafjörður Ólafsfjörður Akureyri Neskaupstaður Akranes Keflavík Vestmannaeyjar Reykjavík Hafnarfjörður Höfn í Hornafirði Þorlákshöfn Ólafsvík Selfoss Sauðárkrókur Garðahreppur Seltjarnarnes Kópavogur 6 400 — Tafla þessi sýnir, hvernig skiptingin hefði verið 1. sept- ember, samkvæmt reglugerð- inni. Hins vegar getur um- sóknafjöldi hafa breytzt, en þó sýnir taflan í stórum dráttum það óréttlæti, sem ríkt hefur. Samkvæmt lögum er aldrei úthlutað meira en 100 000 til hvers manns, og hafi fé geng- ið af á einhverjum stöðum, hefur húsnæðismálastjórn flutt það til annarra. Slíkt eru þó aðeins smámunir í sam- ræmi við það óréttlæti, sem ríkir, sérstakllega gagnvart Faxaflóasvæðinu. Taflan sýnir hreint meðal- tal, þar sem allar umsóknir eru metnar að jöfnu, en að sjálfsögðu eru einnig reglur um það, hvernig þeir, sem brýnasta þörf hafa og verstar aðstæður, ganga fyrir öðrum innan hvers sveitarfélags. Júlíus Jónsson útibússtjóri Á FUNDI bankaráðs 'Útvegs banka íslapds, þann 29. descr.i- ber sl. var samþykkt að ráða Júlíus Jónsson útibússtjóra við útibú bankans á Akureyri frá áramótum að telja. Júlíus Jónsson hefur starfað í útibúinu frá 1. janúar 1939 cg verið gjaldkeri frá 1. janúar 1943. Hann hefur á sl. ári ver- ið settur útibússtjóri. iWWMWWMWWWMWMMtlt Leitað iúsa... EKKI er lúsin útdaug: enn, ag því er sést í skýrslw Heilsuverndarstöðvarinnar. Árið 1955 komu 4 karlmenn;! með lús í stöðina og jafn-! j margir árið eftir. Árið 1957 komu þangað 16 lúsugir (3 karlar, 2 konur og 11 börn') og 6 með flatlús (5 karlar og 1 kona). Það ár var farið í eitt hús í lúsaþrif. Árið 1958;; fannst flatlús á 3 körlum, en höfuðlús og fatalús sáúst ekki. Alþýðublaðið — 8. janúar 1960 f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.