Alþýðublaðið - 08.01.1960, Blaðsíða 13
Pallagestur skrifar:.
i
(Grein þessi hefur lengur
en hæfilegt getur talizt leg-
ið hjá ritstjórn blaðsins sök-
iim rúmleysis í blaðinu
kringum hátíðirnar, en á-
stæða þykir til að birta hana,
þótt liðið sé alllangt frá því
að liún var rituð).
ÉG HEF að undanförnu
haft góða aðstöðu til þess að
fylgjast með störfum Alþing-
is af áheyrendapöllum, og þau
áhrif, sem ég hef þar orðið
fyrir, knýja nrg til þess að
skrifa þessar línur.
Ég er einn þeirra íslend-
inga sem drakk í mig með
móðurmjólkinni djúpa og
innilegá virðingu fyrir „hinu
háa Alþingi“, eins og það er
oft nefnt. Mér var kennt í
foreldrahúsum og barna-
skóla, að til Alþing.'s veldust
aðeins ábyrgir menn, sem all-
ir vildu þjóð sinni vel, en
vildu þó fará mismunandi
leiðir til þess að ná því bezta,
sem völ væri á. Þannig var
skoðun mín einföld en skýr,
um Alþingi og fulltrúa þá er
þar s'tja hverju sinni.
En ég er eftir þessa veru
mína á áhorfendapöllum, orð-
inn í vafa um réttmæti þess-
ara skoðana. Ég held að barna
trú mín hafi orðið fyrir sári.
hin nýja skipan
ALÞINGIS.
S. 1. sumar vár samþykkt sú
breyting á stjórnarskrá
landsins, að verulega var
breytt kjördæmaskipan lands
ins og þingmönnúm fjölgað
um 8. Allt virtist þetta vera
gert í jafnræðisátt, — til þess
að þégnar þjóðfélagsins sætu
nær öðrum um áhrif á skipan
þessarar æðstu stofnunar
þjóðarinnar. Niðurstaðan
varð einnig sú, að mun meira
jafnrét'i náðist, og þrátt fyrir
allt, þá á þessi breyting á-
reiðanlega einnig eftir að
hafa enn veigameiri áhrif á
þjóðlífið allt, færa menn til
Hann gleymdí
að endumýja!
'Happdrætli
HASKÓLANS
meiri heilda og hnýta saman
áður sundraða krafta.
Þessi breyting átti þó harða
andstöðú, þar sem Framsókn-
arflokkurinn var, — aðrir
stjórnmálaflokkar studdu
þessa breytingu.
HAMASKIPTI ÞING-
MANNA OG MÁLÞÓF.
Framsóknarménn vilja e. t.
v. „afsaka“ sig með því, að
þeir hafi ekki sérstakan á-
huga á því að sýna virðuléik
hins nýskipaða Alþingis, þar
sem þeir börðust gegn þess-
ari skipan þess. En mönnum
hlýíur að koma mjög á óvart,
að stuðningsmenn þessarar
breytingar, — Alþýðubanda-
lagsmennirnir, skuli styðja
Framsóknarmenn í þeirri
iðju nú, að gera Alþingi bros
Iegt, eða jafnvel að sam-
komu málæfingamanna, sem
halda margra klukkustunda
ræður éfnislausar án upphafs
og endis. Þeir hljóta að hafa
aðrar ástæður til þessara
verka. Hver er svo „afsökun“
þingmanna fyrir slíkri hegð-
un?
Jú, ný-mynduð ríkisstjórn
hefur óskað eftir því að jóla-
leyfi þingmanna verði að
þessu sinni í lengra lagi, til
þess að tími vinnist til undir-
búnings tillögum í efnahags-
málum og fjármálum ríkisins
almennt.
SKÚLA ÞÁTTUR.
Dæmi úr þessum umræðum
skulu hér nokkur tekin.
Skúli Guðmundsson einn
af elztu þingmönnum að þing-
setu, talaði í u. þ. b. 2 klukku-
stundir undir .. dagskrárliðn-
um, Framlenging skemmtana-
skatts, um ættir einstakra
ráðherra, og hæfileika þeirra
til þess að gera ljóð og vísur.
Þá upplýsti ræðumaður að
Reykhólar hefðu til forna
heitað Reykjahólar og að
Grettir Ásmfliidsson hefði
verið góður kvæðamaður.
Ekkert var í ræðu þingmanns-
ins, sem skylt átti við skemmt
anaskattsframlengingu er
hann sjálfur, sem formaður
fjárhagsnefndar, hafði staðið
að samþykkt á umræðulaust
um árabil.
SIGURVÍNS ÞÁTTUR.
Sigurvin Einarsson reyndi
og að þæfa undir dagskrár-
liðnum bráðabirgðagreiðslúr
úr ríkissjóði. Aðalþunga lagði
þingmaðurinn í umhyggjú
sína fyrir ljósmæðrum og
spurði fjármálaráðherra
„undir hvaða ráðherra Ijós-
mæður héyrðu?“
Langar þagnir voru í ræðu
þingmannsins og voru pall-
gestir sammála um að í þögn-
unum hafi honum tekist bezt
upþ. Við sjálft lá, að því er
okkur virtist á pöllunum, að
þingmaðurinn geyspaði í
ræðu sinni, svo var hann á-
hugasamur.
PÁLS ÞÁTTUR.
Páll Þorsteinsson hélt 2—3
ræður er stóðu frá 45 mínút-
um til 2ja klst. Hann virtist
þeirra framsóknarmanna ná-
kvæmastur og fór mörgum
orðúm úm hvern einasta lið
frumv. sem til umræðu var,
ásamt öllum mögulegum út-
úrdúrum og persónulegum
hugleiðingum. Svo langt gekk
þessi nákvæmni Páls, að palla
gestir, þingheimur og ræðu-
maður sjálfur skellihlóu. Sér-
staklega minnist ég þessarar
nákvæmni í sambandi við þá
uppgötvun ræðumannsins að
kaffi og export væru venju-
lega notað í einu lagi.
Ég verð þó að játa, að það
er ekki beinlínis traustvekj-
andi sjón að sjá alþingismann
í ræðustól, hylja andlit í
höndum sér og hristast af
hláturssogum, en þessa
„senu“ sýndi Páll Þorsteins-
son tvisvar eða þrisvar í
sömu ræðu.
MINNI SPÁMENN.
Til minni spámanna verður
að telja þá aðra, sem þátt
hafa tekið í þessu málþófi
undanfarna daga, eins og
Eystein Jónsson, Lúðvík Jó-
sefsson, Hermann JónaSson og
Einar Olgeirsson, þó að ræð-
ur sumra þeirra hafi verið
nokkuð langdregnar á stund-
um og sjaldan að dagskrár-
efninu vikið. E. t. v. hefur ráð
herradómur, flokksforysta og
ábyrgari störf, hamlað þeim
frekari þátttöku í hringdans-
inum.
MINNSTIR SPÁMENN.
Þá voru nokkrir aðrir þing-
ménn, sem fylltu upp í skörð-
in á mælendaskrá, meðan þeir
sem aðalhlutverkin léku,
sóttu í sig veðrið til frekari
þátttöku í þófleiknum.
Þessi hlutverk tóku að sér
Alfreð Gíslason, Björn Jóns-
son, Karl Guðjónsson, Ólafur
Jóhannesson, Þórarinn Þór-
arinsson o. fl. en héldu ekki
eins lengi út á lestargangin-
um.
MÁLFRELSIÐ OFAR ÖLLU.
í ræðum sínum viku þing-
menn þessir oft að því að á
þeim voru brotnar þingvenj-
ur, þingsköp og jafnvel var
vikið að stjórnarskrárbroti, -
en nær er mér að halda, að
hlutlausir áhorfendur hallist
fremur á þá skoðun, að þing-
Fi’amhald á 14. síðu.
Framhald af 1. síðu.
þetta til sýslunefndar, sem sam
þykkti vítur á meirihluta
hreppsnéfndarinnar og fyrir-
skipaði, að slíkt skyldi ekki
endurtaka sig.
Reikningar hreppsins fyrir
1958 voru ekki lagðir fram fyrr
en í októberbyrjun 1959, og
gerði minnihlutinn ýmsar at-
hugasemdir við þá og óskaði
upplýsinga frá endurskoðend-
um. í stað þess að halda fram-
haldsaðalfund um reikningana
var ekki boðaður fundur fyrr
en um miðjan nóvember. Las
oddvitinn, Hinrik Konráðsson
þá boðskap hreppsnefndar, þar
sem hann meðal annars tók
fram :
1. Að meirihlutinn hefði í upp-
hafi af bjartsýni talið, að
hann gæti haldið minnihlut-
anum utan við öll málefni
hreppsins.
2. Að meirihlutanum hefði mis
tekist að vinna eftir þeim á-
ætlunum, sem gerðar voru
í Upphafi - Og
3. Að hann byði minnihlutan-
um að taka saman höndum
við meirihhitann um lausn
aðkallandi vandamála
hreppsins.
Eftir viku frest til athugunar
kváðust fulltrúar í minnihluta
hreppsnefndar vera reiðubún-
ir að ræða þetta mál, en fund
ur var ekki boðaður í hrepps-
nefnd fyrr en um miðjan des.
Minnihlutinn kvaðst þá reiðu-
búinn að taka að sér stjórn á-
kveðinna þátta bæjarmálanna,
en spurði öðrum kosti, hvernig
meirihlutinn vildi haga sam-
starfi. Ekki fékkst svar við
þessu, og fulltrúi Alþýðubanda
lagsins, Kristján Jensson, lýsti
yfir boðskap oddvita, að meiri
hluti væri ekki lengur til í
hreppsnefndinni !
Ensin Svör fengust og eng-
in viðbrögð sáust hiá meiri-
hluta eða sveitarstjóra, til að
Ijúka nauðsynlegum störfum
fyrir áramót. Þegar sýnt var,
að fjárhagsáætlun fyrir 1959
yrði ekki lögð fram fyrir ára-
mót, ákvað mjinnfhlutíinn að
tilkynna félagsmálaráðuneyt-
inu um þetta óvenjulega á-
stand.
Mánudaginn 4. janúar var
mál'ð lagt fyrir félagsmálaráð-
herra, Emil Jónsson, í Reykja-
vík. Ráðuneytið tilkynnti þeg-
ar sýslumanni Snæfellinga,
Hinrik Jónssyni, um málið, og
ákvað að senda fulltrúa vestur
til Ólafsvíkur næsta dag. —
Sýslumaður brá skjótt við og
hélt samdægurs til Ólafsvíkur.
Með honum fór Sigurður Ág-
ústsson alþingismaður.
Hreppsnefndarfundur var
haldinn næsta kvöld, 5. janúar
að viðstöddum sýslumanni, Sig-
urði Ágústssyni og Hallgrími
Dalberg, fulltrúa í félagsmála-
ráðuneytinu.
A þessum fundi voru reikn
ingar ársins 1958 teknir fyr-
ir og samþykktir. Néitaði
oddviti minnihlutanum um
umræður og neitaði honum
ehnfremur um leýfi til að
gera grein fýrir atkvæðum
sínUm.
Þá var fjárhagsáætlun
fyrir liið liðna ár, 1959, lögð
fram. Minnihlutinn óskaði,
að hún yrði ekki afgreidd á
þessum fundi, þar sem
lireppsnefndarmenn hefðu
ekki séð áætlunina fyrr en
á fundinum, og kröfðust
þess að fá yfirlit um fjárhags
ástæður hrepþsins. Þetta var
fellt með 3:2 atkvæðum og
fjárliagsáætlun fyrir hið
Iiðna ár afgreidd án þess að
nokkrar upplýsingar væru
gefnar um fjárhag bæjarins
á árinu.
BRÁÐABIRGÐALÖG.
Þetta var frásögn Ottós
Árnasonar. Til viðbótar vill
Albvðublaðíð skýra frá, að sér
fróðir menrv telja vafasamt, að
lagaheimild sé fyrir því, að
leggia útsvör á eftir að árið
er liðið. Kann að.fara svo, að
gefa verði út bráðabirgðalög
til að heim'la álagningu. Að
vonum á Ólafsvík eftir þessa
dæmalausu stjórn mikið af
venjulegum útgjöldum ógreitt,
svo að annað hvort verður að
leggja á útsvar síðasta árs eða
hækka útsvör næstu ára sem
því nemur.
Hin einstaka óstjórn í bæj-
armálum Ólafsvíkur er því
sorglegri sem bærinn er ein-
hver mesti og myndarlegasti
framfarabær á landinu. Þar
er mikið af athafna- og dugn-
aðarfólki, gróandi í atvinnu-
lífi, miklar húsbyggingar og
öll merki góðrar afkomu.
Þakkir
Á NÝLIÐNU ári hefur Hrafn
ista DA!S orðið aðnjótandi
margs háttar velvilja og að-
hlynningar af svo mörgum, að
of langt er upp að telja í öllum
atriðum, en bæði lærðir og leik
ir hafa flutt heimilisfólkinu al-
vöru og skemmtiefni, sem vel
hefur verið þegið og þakka ber.
Nú fyrir hátíðirnar barst
heimilinu sérlega falleg og
vönduð gjöf, en það er stand-
klukka úr búi Páls Halldórsson
ar heitins stýrimannaskóla-
stjóra, gefin af sonum hans, en
klukka þessi var Páli gefin af
skipstjóra og stýrimannafélög-
unum í Reykjavík og Hafnar-
firði til heiðurs honum fyrir vel
unnin störf í þágu sjómanna
eftir 40 ára skólastjórn við
Stýrimannaskóla íslands.
Klukkan prýðir nú setustofu
heimilisins.
Öllu þessu ágæta fólki sendi
ég kveðju og þakkir frá Hrafn-
istu með ósk um farsælt og
gleðilegt ár.
Alþýðublaðið — 8. janúar 1960