Alþýðublaðið - 20.01.1960, Page 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson
Þróttur í Keflavík.
Knattspyrnufélagið Þróttur'
fór í keppnisför til Keflávíkur
uni lielgina. Kepptu Þróttar-
ar í fjórum flokkum hand-
knattleiks við lið frá ÍBK.
Úrslit urðu sem hér segir:
Meistaraflokkur: ÍBK-Þróttur
28 : 26.
II. fl.: ÍBK-Þróttur 18 : 20.
III. fl.: ÍBK-Þróttur 20 : 2.
II. fl. B Þróttur-III. fl. A ÍBK
24 : 26.
Badmintonfréttir
Haustmóti T.B.R. nýlokið — 1
Fyrirjólin lauk haustmóti
Tennis og badmintonfélags
Reykjavíkur. Það er forgjafa-
keppni í tvíliðaleik karla og
kvenna, og keppt er um veg-
lega farandsbikara.
I karlaflokki (meistaraflokki
og 1. flokki sameinuðum)
kepptu 12 lið og voru margir
leik'r tvísýnir og skemmtileg-
ir. Svo fór, að Vagn Ottósson
og Þórir Jónsson unnu Guð-
laug Þorvaldsson og Gunnar
Petersen í þriggja lotu úrslita-
leik. Þannig eru þeir handhaf-
ar Walbomsbikarsins næsta ár.
í kvennaflokki kepptu 4 lið
og báru þær Jónína Niljóhní-
usdóttir og Sigríður Guðmunds
dóttir sigur úr býtum. Þær
unnu Hjördísi Hjörleifsdóttur
og Lovísu S'gurðardóttur í úr-
slitaleiknum og eru handhafar
Unnarbikarsins næsta ár.
í nýliðaflokki karla báru
sigur úr býtum þeir Gísli Theó-
dórsson og Bergur Jónsson og
eru því handhafar Pálsbikars-
ins til næsta baustmóts. Rétt
til þátttöku í keppni þessa
flokks hafa þeir, sem hvorki
hafa tekið þátt í íslandsmóti
né Reykjavíkurmóti.
Þór.'r Jónsson gaf Walboms-
bikarinn og Unnarbikarinn til
þessarar keppni, sem fór fyrst
fram á síðasta keppnisári. Þeir
heita í höfuðið á Wagner
Walbom ('Vagni Ottóssyni) og
Unni Briem, sem um langt
skeið voru íslandsmeistarar í
tvenndarkeppni. Pálsbikarinn,
sem stjórn T.B.R. hefur skýrt
svo, er gefinn af Páli Andrés-
svni, góðkunnum badminton-
leikara um langt skeið.
FRÁ AÐALFUNDI T.B.R.
Seint í nóvember var hald-
inn aðalfundur T.B.R. Skýrsla
formanns, Péturs Nikulásson-
ar, gaf glöggt til kynna, að
badmintoniðkendum fer sí-
fjölgandi. Alls eru nú um 280
félagar í T.B.R., og félagið hef-
ur ráðstafað 104 vallartímum
á viku til félagsmanna. Auk
þess hafa nokkrir félagsmenn
tryggt sér velli í skólum, svo
að alls munu vallartímarnir
nema milli 110 og 120 á viku.
Þá er þess Og að geta, að þeim
fer einnig fjölgandi í öðrum í-
þróttafélögum, sem stunda
badminton að vetrarlagi.
Skýrsla formanns var fróð
leg um mörg önnur atriði. M.
a. var skýrt frá mótum ^síðasta
keppnisárs, ókeypis unglinga-
tímum, ráðningar kennara,
heimsókn þekktra danskra bad
min+onleikara, bættum húsnæð
issk'lyrðum félagsins, vel-
heppnaðri firmakeppni og
mörgu fleiru.
Fráfarandi formaður baðst
eindregið undan endurkosn-
ingu og voru honum þökkuð
vel unnin störf í þágu félags-
ins undanfarin ár. í hans stað
var kosinn formaður Guðlaug-
ur Þorvaldsson. en með honum
í stjórn þeir Árni Ferdinands-
Jörgen Hammergaard os Henning Borch.
son, Davíð Sch. Thorsteinsson,
Gunnar Petersen og Pétur Ge-
orgsson.
Keppnisráð félagsins skipa
áfram þeir Kristján Benja-
mínsson, Karl Maack og Þórir
Jónsson, en . formaður hinnar
nýju mótanefndar er Óskar
Guðmundsson.
FREGNIR AF HAMMER-
GAARD OG BORCH.
Síðan þeir félagar Jörgen
Hammergaard-Hansen og
Henning Borch gistu ísland í
haust, hafa þeir tekið, þátt í
fjölda móta og náð nrýð^góð-
um árangri. í meistaramóti
Kaupmanhahafnar lék Henn-
ing (,,Pytte“) úrslitaleikinn í
einliðaleið við hinn ókrýnda
konung badmintoniþrottarinn-
ar, Finn Kobberö, sem af mörg-
um er talinn mesti undramað-
ur, sem fram hefur komið í
badminton fyrr og síðar. Varð
bað þriggja lotu leikur, sem
Kobberö vann naumlega.
Nokkru síðar lentu þeir aftur
saman. í urslitale k Triton-
kepnninnar, og lýsir danska
Bádmintonblaðið þeim leik
bannia: „at badminton- simpel-
then ikke kan spilles bedre“.
Nvlokið er landskeppni við
I Enffland. þar sem Henning lék
einliðaleik í 2. sæti, enda er
hann nú talinn annar bezti ein-
h'ðaleikari beztu badminton-
þjóðar Evrónu. Jörgen Hamm-
ergaard og Henning léku tví-
liðaleik í 1- sæti. enda hafa
þeir velgt Kobberö og leikfé-
laea hans pndir uggum að und-
anförnu. Urslitaleik Triton-
kennninnar í tvíliðaleik milli
heirra. sgm Kobberö og Ras-
mussen unnu naumlega, er lýst
i Badmintonblaðinu sem ..fest-
fyrværkeri af slag“ og ahorf-
endnv hafi ekki get.að orða
bundizt og saet, „at sádan skal
hqdminton snilles". enda munu
fáir badrointonleikarar, sem
céð hafa bakhandarhögg Famm
°rg?pfds. plevma þe;m. Urslit
landskennninnar hafa ekki
ennþá borizt hingað.
ÍNJT.hlR MF.D
T ST. A NDSFERÐIN A.
Aðalgreiu desemberheftis
dans^n Badmintonblaðsins er
um íslandsför þeirra Jörgens
ft^rnmergasrd 0« Hennings
■p.o^rþ. Pá fvrrnefndi lýsir
rölinni hér miög .ýtarlega og
Framh. á 14. síðu
NORSKUR skíðaframleið
andi, Kristian Hovde að
nafni, hefur hafið fram-
leiðslu á skíðum, sem
hann fullyrðir, að hægt sé
að stökkva á allt að 200
metra! Kristian Hovde er
56 ára, búsettur í Viker-
sund í Buskerud og er
fyrrverandi Noregsmeist-
ari í 30 kin göngu og ann-
ar hefur Kann orðið bæði
á heimsmeistaramóti og
Holmenkollenmóti.
Hugniyndin kom í Lat-
hi í Finnlandi 1958, þegar
heimsmeistaramótið stóð
yfir. Finnar báðu hann
um ráð til þess að gera
hin gömlu skíði þeirra
stöðugri og öruggari. Dag
inn eftir sagði Hovde:
Það þarf að útbúa eitt-
hvað, sem líkist hnífum
óg gengur nokkra milli-
metra niðúr í snjóinn.
Neðan á hinum nýju
skíðum Hovdens eru ávaj
ir kantar, engar raufir, en
tvenns konar stýringar úr
sérstöku plasti, 45 og 40
cm fremst og aftast. Auk
þess þar til gerð plasthúð.
Framleiðsla á þessum
forláta skíðum hófst í
fyrra og þeir fyrstu, sem
notuðu þau voru norski
stökkvarinn Káre Berg og
finnskur stökkvari. A
Holmenkollenmótinu í
fyrra komust rússnesku
stökkvararnir Kamenski
Og Tzakadze í kynni við
þessi skíði og keyptu sér
sitt parið hvor. Rússnesk-
ur fararstjóri sagði: A
þessum skíðum verður
Tzakadze Olympíumeist-
ari. Skíðin eru einnig á-
gæt í bruni, þau renna
hraðar og eru stöðugri.
En Hovde er enn ekki
ánægður. Hann vill meiri
hraða og meiri stökklengd
ir, þess vegna verður að
fá eins konar stýri á
stökkskíðin (sbr. meðfylgj
andi mynd). Þetta stýri
ætlar hann að haf t 10 sm
langt og 7,5 sm hátt. Þá
þarf stýrið að vera mjúkl,
svo að stökkvarinn slasi
sig- ekki, ef hann skyldi
detta aftur yfir sig, helzt
úr gúmmíi. Að lokum
segir Hovde, að skíðasér-
fræðingar séu honum nú
sammála um, að 200 m
skíðastökk sé ekki draum
ur. Spurningin er aðeins
sú, er þetta ekki fulllangt
gengið?
Dropi fer þá leið
gegnum loftið, sem
minnsta mótsöðu er
að finna. Hinn full-
komni stökkvari verð
ur að ííkja efiir lögun
hans, segir Hovde.
Alþýðublaðið — 20. jan. 1960