Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1849, Page 102
102
sem nú eru talin, eru til |)ess, að ná og fá haldið
góðuin og gagnlegum hjúum, sem reynslan og eptir-
tektin fær kent hverjum greindum og gætnum bú-
manni lángt um betur, en f)ó Qölorðar ritgjörðir væru
um frnð skráðar. Jú getur annars kynt þer reglur
f»ær um þetta efni, sem ritaðar eru í Hjálmari á
Bjargi á 105. bls. o. s. frv. Farðu nú að ráðum
mínum, og öðru f>ví, erreynslan kennir þéraðhent-
ugast sé, og muntu sanna, að þú kemst á mitt mál,
að hjúunum er ekki alt að kenna, sem þeim er kent.
5ví verður að vísu ekki neitað, að hjú fást ekki
svo mörg, sem búendur þurfa og vilja, en það er
frernur til sönnunar því, að hjúahaldið er ekki svo
örðugt, sem látið er af, en hinu, að hjúin séu ekki
haldandi fyrir óþægð og ónytjúngs-hætti; atvinnu-
vegir landsins eru fremur að fjölga og þróast, en
fólksfjöldinn vex ekki að því skapi, og ollir það
með fram því, að færra verður manni til um vinnu-
fóik, en þörf krefur. 5ess væri annars óskandi og
til þess ætlandi, að yfirvöldin styddu að því bæði í
orði og verki, að hjúahaldið yrði sem bezt og reglu-
bundnast, t. a. m. presturinn með skynsamlegum á-
minníngum og aövörunum við ýms tækifæri, sýslu-
maðurinn með nákvæmri aðgæzlu þess, að lausa-
menn fyndust ekki í lögsagnarumdæmum þeirra eins
viða, og okkur bændunum viröist það vera, og er
það kynlegt, að yfirvöldin skuli ekki gjöra meiri
gángskör að útrýma lausamönnum, en virðist vera,
þar sem löggjöfin er svo skýlaus á móti þeim, og
flestir, sein hafa ritað um hagi landsins seint og
snemnia, hafa talið þá landinu til mikils óliags og
ónota. Nem eg svo staðar ræðu minni við þig að
sinni, og bið þig að færa hana á betra veg.