Bóndi - 28.02.1851, Qupperneq 5
37
A n s 1 ý s i n g’.
Hjer með biðjum vjer alla þá, sem vilja kaupa rit þetta
framvegis, verði því haldið lengur áfram en til næsta vors, að
láta núverandi ritstjóra |>ess, Jakob Guðmundsson, vita það svo
tímanlega, sem þeini er unntívor eð kemur, því ef vjerverð-
um ekki búnir fyrir næstkomandi miðjan júlimánuð að fá nokk-
urn vegin svo marga áskrifendur að ritinu, að það geti staðizt
kostnað sinn, þá getum vjer ekki ráðizt í að semja við prent-
smiðjuna um prentun þess framvegis eptir þjóðfundinn. Sömu-
leiðis biðjum vjer áskrifendurna að láta ritstjóran vita, ef þeir
vildu heldur að ritið kæmi sjaldnar út framvegis, t. a. m. ekki
nema fjórum sinnum á ári, svo ,ritgjörðirnar gætu því heldur
komið í heilu lagi. Útgefendurnir.
Fólkstula á íslandi í 5 ár frá 1S45 til 1S49.
pað hafa nokkrir menn beðið mig að iitvega töblu yfir fólkstalið hjer á
landi í seinast liðin 5 ár, ogláta prenta hana í tímariti þessu; þeir hafa jal'n-
framt óskað að tablan sýndi hvað margir hefðu fæðst, dáið, verið fermdir og
vígðir í hjónaband hvert ár af þessum 5 árum. Jeg vildi því fúslegar verða
við bæn þcssari, sein jeg sá, að tablan getur hæði verið fróðleg og gagnleg
fyrir hvern þann, sein nokkuð vill hugsa um almennt ástand ættjarðar sinnar.
Jeg liefi líka sýnt meðaltöluna af þessum 5 árum, því viljj menn gjöra ein-
hverja áætlun annaðhvort af fólkstölunni sjálfri eða afþví hvað margir fæðist
eða deyi o. s. frv., þá er ætíð vissara að byggja áætlun sína á meðaltali af
nokkrum árum, heldur en að fara einungis eptir því hvernig á stendur eitt ár.
Jeg hefi ekki tekið ineðaltalið afhverju prófastsdæmi fyrir sig, heldur að eins
af öllu landinu í einu lagi, því bæði hefði það tekið af of mikið rúm í blaðinu,
og síðan er þaðjafnvel hverjum leikmanni innanhandar að gjöra það sjálfum,
ef hann veit hinar einföldustu reglur í reikningi, því hann þarf ekki annað en
leggja saman t. a. m. fólkstöluna í hverju prófastsdæmi í þessi 5 ár, og deila
svo úrurðinni (summunni) með 5, og fær hann þá meðaltalið. þessi tabla er samin
eptir skýrslum prófastanna. Verði riti þessu haldið áfram lengur en til næsta
vors, þá munu lilutaðeigcndur láta koma í því búnaðartöblur, ef margir af
kaupendunum óskuðu þess; í búnaðartöblunum ætti þáltka ásamt býlatölunni
að koma hundraðatal allrar fasteignar, eptir hinu nýja jarðamati, þegar það
er komið ílag. Allar þesskonar töblur væru livað greinilegastar cf þær væru
fyrir livert prestakall eða hrepp fyrir sig, en þá yrði líka talsverð fyrirhöfn
að semja þær, og þær tækju af fjarskamikið rúm.
þeir, sem báðu mig að útvega töblu þessa og láta prentahana, tóku það
fastlega fram við mig að láta ekki prenta hana á laust blað, heldur í ritinu
sjálfu, því þeir hefðu rekið sig á að þesskonar töblum væri svo hætt við
bæði að rifna og glatast úr bókunum. Nú er tablan svo stór að það er ó-
mögulegt að koma henni á eina opnu, og verður því að skipta henni þann-
ig, að hún verði á 3 blaðsíðum. þó þetta sje nú ekki eins ásjálegt, eins
og hefði hún getað verið í einu lagi, þá eru engin vandkvæði á að geta
lesið rjett úr töblunni fyrir það, því prófastsdæmin eru í söinu röð á ölluin
blaðsíðunum eins og hinni fyrstu. Ritst.