Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 3

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 3
3 góðs. Hann lét það eptir henni, að börn þeirra væru frædd í kristilegum trúarlærdómi, og búin undir skírn, og að lyktum lét liann sjálfur skírast í nafni Frelsar- ans Jesú. Skömmu síðar andaðist hann, og var sonur hans Ágústínus þá 17 vetra. Monika unni manni sín- um af lijarta, og hafði beðið guð þess heitt og iðug- lega, að leiða hann á veg sáluhjálparinnar. Það var henni því sælurík huggun, þegar hún liafði misst hann, að hann var dáinn í þeirri trú, sem var sjálfri henni hið sanna líf. Eptir dauða manns síns lifði Monika því ekkjulífl, sem heilög ritning segir um: »Sannarleg ekkja, sem er munaðarlaus, hefir sett von sína til guðs, og er stöð- ug í bæn og ákalli til lians nótt og dag«. (1. Tím. 5, 5). Hún hugsaði ekki um að giptast aptur. Við hlið- ina á leiði Patrisiusar kaus hún sér legslað, og vildi að þar yrði búið um sínar jarðnesku leyfar. í guðræknis- iðkunum og kærleiks-verkum var hún óþreytanleg. Guðs orð var endurnæring hennar; bænin til guðs andar- dráttur sálar hennar. Hún gekk í kirkju kvöld og morg- un á degi hverjum, til að heyra guðs orð og biðjast fyrir. Hún annaðist nauðþurftir heilagra, og útbýtti gjöfum meðal fátækra eptir efnum. Með liinninákvæm- ustu umhyggju vakti lnin yflr börnum sínum og bað fyrir þeim. Ilún liafði fætt þau til hins stundlega lífs, og þráði heitast af öllu, að þau fengju einnig orðið fullþroska undir fæðinguna til eilífs lífs. Þess vegna kendi hún eins ogÁgústínus kemst að orði, »andlegra- fæðingarhríða« í hvert skipti sem hún sá börn sín vill- ast af guðs vegi. Margar slíkar þjáningar varð hið við- kvæma móðurhjarta hennar að þola, þar eð hún sá Ágústínus, þann soninn, sem hún elskaði heitast, og

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.