Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 6

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 6
6 enn að nýju fyrir lionum með vonarfullum kærleika. I’ó leið enn á löngu áður en von hennar rættist. Ágúst- ínus liirti ekki um tár móður sinnar, lieldur sleit sig frá henni kvöld eitt á sjávarströndinni skammt fráKarta- góborg. Monika grét sáran, og viidi annaðhvort balda honum kyrrum hjá sér eða fá að fara með honum. En Ágústínus sinnti því ekki, heldur steig á skip, sem þar lá fyrir landi ferðbúið, og sigldi burt á því á laun við móður sina til Ítalíu, til þess að komast til Rómaborg- ar, og leita sér þarbetra kennara-embættis en hann hafði haft í Iíartagóborg, þar sem hann þá var búinn að vera mælskukennari í nokkur ár. Móðurást, sem annt er um, að leiða viltan son á veg sáluhjálparinnar, kemst einnig yflr liaflð. Monika yflrgaf líka heimili sitt, og linnti ekki fyr en hún komst þangað, sem Ágústínus var; En hann var þá, eptir stutta dvöl í Rómaborg, kominn til Mailands, og seztur þar að sem mælskukennari. Ágústínus var með döprum hug, þegar móðir hans kom, og stundi undir oki fýsna sinna. Að vísu var hann þá búinn að segja skilið við Maníkea, af því hann var kominn að raun um, að loforð þeirra um fulikomnari þekkingu voru einber svik; en nú efaðist hann að öllu leyti um það, að manninum væri nokkurn tíma auðið, að komast til þekkingar á sannleikanum. Þó gat Monika nú séð nokkra framför i andlegu tilliti hjá syni sínum. takklát gleði í guði gagntók sálu hennar, og með öruggu trúnaðartrausti sagði hún við Ágústínus: »Eg hefi þá von til Krists, að mér auðnist að sjá þig í tölu rétt-trúaðra krist- inna manna, áður en minni jarðnesku hérvist líkur«. Undirbúningurinn undir það, að þessi von hennar rætt- ist, var þá líka þegar byrjaður, og nýr trúarneisti aptur

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.