Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 5

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 5
5 hún sá hann yíirgefa trú kirkjunnar, en aðhyllast villu- lærdóm Maníkea, sem var sambland kristilegra trúar- lærdóma, heiðinglegrar villu, og bábyljufullrar náttúru- heimspeki. Þar sem Monika elskaði trú kirkjunnar svo heitt, og áleit, að í hinni rétt-trúuðu kirkju væri hinn eini sáluhjálpar vegur, liversu sárt hlaut henni þá að svíða það, að heyra af munni sonar síns liæðnis- og fyrirlitningarorð um það, sem lienni var helgast af öllu. Tár liennar streymdu án ailáts, og frá hjarta liennar stigu sífelt upp til himins brennandi bænaraudvörp fyrir hinum villuráfandi syni; en svo mikill varð viðbjóður hennar við óguðleik sonarins, að henui var þegar kom- ið til liugar, að segja skilið við hann, og láta hann sjálfráðan fara sinu fram. f*á hlaut hún þó huggun nokkra, sem styrkti hana, og vonin um að liinn fallni, gæti risið á fælur aptur, lifnaði hjá henni að nýju, og varð henni hvöt til þess, að umfaðma hann með örm- um móðurelskunnar, jafnvel en fastara en áður. Slík huggun veittist liennar sorgbitna lijarta, þá cr biskup nokkur, einliverju sinni, svaraði harmatölum hennar á þessa leið: »I’að getur ekki aðborið, að sonur slíkra tára tortýnist". Öðru sinni varð draumsjón nokkur henni til huggunar. Iíún þóttist standa og vera að gráta. Pá þótti henni ungmenni eitt, bjart að yflrliti, og með blíðu viðmóti, koma á móti sér og spyrja sig, hví liún væri svo sorgbitin og gréti svo mjög dag hvern. Hún þóttist svara honum því, að hún gréti yflr spill- ingu sonar síns. Hann bað hana þá að vera hughrausta og líta við; því þar sem hún væri, þar væri sonur henn- ar líka. Hún þóttist líta við og sjá Ágústínus standa við hlið sér. Hraum þenna áleit hún bendingu um, að hún ætti ekki að skilja við son sinn, og nú bað liún

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.