Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 10

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 10
10 voru harmþrungnir: »I>ér munuð hljóta að greptra móður yðar hér«. Ágústínus þagði og varði sig gráti; en yngri sonur hennar, Navígíus, lét þá ósk sína í ljósi að hún dæi ekki þar í ókunnu landi, heldur fengi að deyja heima á ættjörðu sinni. I'essa liafði hún sjálf áður óskað; því við hlið manns síns haföi hana langað til að fá að hvíla. En nú lék henni minni hugur á þessu en áður. Hún sagði því við sonu sína : »Legg- ið likama minn til hvíldar, hvar sem vill, og verið ekki áhyggjufullir út af því; en um það eitt hið eg yður, að þér minnist mín við altari drottins, hvar sem þér verð- ið«. Skömmu áður liafði hún sagt: »Ekkert er fjar- lægt guði, og eg þarf ekki að óttast, að liann viti ekki hvar hann á að uppvekja mig á efsta degi«. Hún dó í Óstíaborg, eptir 9 daga legu, árið 387, á 56. aldurs- ári; en Agústínus var þá á 3. ári um þrítugt. Ágúst- ínus hlaut að fara heim til ættjarðar sinnar, án þess að hafa í fylgd með sér móður sína, sem áður liafði fylgt honum að lieiman í önnur lönd. En minning hennar fylgdi honum síðan alla æfl lians, og í lielgi- dómi drottins hafði liann síðustu bón hennar sífelt í huga. Monika var sönn móðir, eins og mæörum ber að vera, og sýnir dæmi hennar ljóslega, hvað guðhrædd móðir getur verið börnum sínum. HINN ÓFORSJÁLI FERÐAMÁÐUR. Ferðamaður nokkur átti langa ferð fyrir höndum; nokkuð af leiö hans lá um græna völlu, en nokkuð um

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.