Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 7
7 lifnaður í sálu Ágústínusar; því prédikanir hins mikla Ambrósíusar, biskups í Mailandi, voru þegar teknar að hrífa liann. Smátt og smátt fékk hann annað álit en áður á trúalærdómum kirkjunnar. Hinar guðrækilegu tilfinningar barndómsáranna vöknuðu nú aptur, ljósari en áður, í sálu hans. Þessi innvortis breyting hjá hon- um endaði loks með því, að hann tók að nýu trú kirk- junnar og einsetti sér liátíðlega fyrir guðs augliti, að hafna öllum jarðneskum unaðsemdum, en verja æfinni framvegis einungis til þess að leita guðs ríkis. Monika varði lífi sínu í Ítalíu til hinna sömu guðrækisiðkana og kærleiksverka sem áðurí Afríku. Yillukenning Arí- usar, sem neitaði guðlegu eðli Frelsarans, hafði um þær mundir víða rutt sér mjög til rúms; en Monika hélt sér sífelt svo stöðugt við kenning hinnar rétt-trú- uðu kirkju, að Ambrósius sagði aptur, þegar hann hitti Ágústínus, að hann samgleddist honum með að eiga slíka móður. Með óbifanlegu trausti til guðs og glaðri von beið lnin þeirrar stundar, að sonur hennar yrði aptur telcinn í skaut kirkjunnar. Loksins kom sú hin mikilvæga stund, þá er Ágústínus varpaði sér flötum niður undir fíkjutrénu í aldingarðinum hjá húsinu, sem hann bjó í, og grátbændi guð með heitum iðrunartár- um um fyrirgefningu synda sinna og krapt til lífernis- betrunar, en meðtók frá honum, er sá liann undir fíkju- trénu, eins og Natanael fyrrum (Jóh. 1,49); þá skipun, að íklæðast nýjum manni réttlætisins. I’egar Ágústínus sagði móður sinni frá þessari náð, sem guð hafði auð- sýnt honum, og að það væri nú áform sitt og heitasta ósk, að þakka guði þessa náð með því, að helga lion- um, allt líf sitt upp frá þessu, fylltist hjarta hennar þeirri gleði og þakklátsemi, sem ekki er auðið að lýsa. L

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.