Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Page 8

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Page 8
8 Það var nú fram komið, sem hana hafði dreymt, og móðurást liennar, sem aldrei liafði þreyzt á að biðja fyrir syninum, búin að ná takmarki sínu. Ágústínus dvaldi nokkra mánuði eptir apturhvarf sitt, og þangað til liann var skírður, ábúgarði nokkrum, skamt frá Mailandi, er Kassíakum hét, og vinur hans Verekúndus átti. Monika fór þangað með lionum, og var þar fyrir búi hjá þeim vinaflokki, sem þangað hafði safnast. Auk Ágústínusar liöfðu þar þá líka aðsetur sitt annar sonur Moniku, Navigíus að líafni, sonarsonur hennar, Adeódatus, og nokkrir vinir og lærisveinar Ágústínusar. Þeir Ágústínus ræddu opt um andleg efni ýmist úti undir beru lopti, þegar veður leyfði, eða inni í einhverju herbergi búgarðsins. Moniku var liið mesta yndi aö samræðum þessum, og tók hún stöðugt þátt i þeim. Einkum glöddu hana og vöktu undrun hennar þau hin fögru og hqjeitu orð, er nú streymdu frá hinu trúaða lijarta sonar hennar. í’etta voru sæluríkar kyrrð- arstundir í blíðum hlæ hins guðdómlega friðar, er nú hjó í hjarta Ágústínusar, eptir stormana, sem áður liöfðu geysað hið ytra og innra í lífi hans. Sonur þessi hafði bakað henni mikla sorg; en nú fékk hún þess fullar hætur. Með lijartanlegustu þakklátsemi kannaðist Á- gústínus sífelt við það, hversu mikið liann ætti móður sinni að þakka. »Eg held sannarlega, móður mín«, gagði liann einu sinni, »að guð hafi fyrir þinn bæna- stað gjört mig þannig lyntan, að jeg met það meir en allt annað, að komast að sannleikanum; vil ekki annað, liugsa ekki um annað, elska ekki annað, en liann«. Og að síðustu, hvílíkar sælutilflnningar lilutu að gagntaka hið ástríka móðurhjarta Moniku á páskahátíðinni árið 387, þegar Ágústínus var skírður í kirkjunni í Mailandi,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.