Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 2
2 vanta nauðsynlega alvörugefni, né ástúð og blíðu. Iliin kostaði kapps um að gróðui-setja allar dygðir, sem kvenn- mann prýða, í hjörtum hinna ungu meyja. Monika var íjörug og þrekinikil í lund. Glaðlyndi og framtakssemi var hjá henni sameinað guðrækilegu hugarfari og ár- vekni í sáluhjálpar-efnum. Iljarta hennar var því hinn hentugasti jarðvegur, til þess, að lifandi trú gæti fest þar sterkar og stöðugar rætur, og þegar í æsku var allur innri maður hennar orðinn gagntekinn af helgunarkrapti kristindómsins. Þegar hún var búin að rækja skyldur góðrar dóttur í foreldrahúsum, var hún gefln manni þeim í Tagasteborg, er Patrisíus hjet. Ilann vartig- inn maður og allvel efnaður. í hjónabandinu átti hún ýmsum vanda að mæta, og var henni ætlað að sýna það, að andi Krists lieilaga lærdóms kveikir í hjarta manns- ins þann kærleika, er samkvæmt orðum Páls postula, »trúir öllu, vonar allt, umber allt« (l.Kor. 13, 7). Pat- risíus var lijartabezti maður, en bráðlyndur mjög; liann var en þá heiðingi og hlaut konu hans að falla það ærið þungt. Monika varð og fyrstu árin, sem liún var gipt, að búa saman við tengdamóður sína, semvarmjög gjörn á, að tortryggja hana. í*ó tókst henni með beztu stjórnsemi innanhúss, með lijartanlegri ástúð og kær- leika, hógværð og auðmýkt að halda sífelt við friði á heimilinu; og eins og hún hélt við sátt og samlyndi á sínu eigin lieimili, eins kostaði liún kapps urn með blið- um fortölum að styðja cindrægni og koma friði á hjá öðrum. Heitasta ósk liennar var þó sú, að geta snúið manni sínum til kristinnar trúar, og leitt börn sín, und- ir eins og þau höfðu vit á, á veg sálulijálparinnar fyl'ir Jesúm Krist. Patrisíus fann, hvað mikið var í slíka konu varið, og lét hana í mörgu liafa áhrif á sig til

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.