Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 12

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Blaðsíða 12
12 hverju sinni orðiö »Guðn á lítið pappírsblað, sýndi það síðan vini sínum, og spurði, hvort hann gæti lesið það. Hinn kvað já við því. í*á tók llóbert gullpening, lagði liann yíir orðið, og spurði aptur: »geturðu nú séð það?« Hinn kvaðst ekki geta það. í’etta gjörði hann til að sýna vini sínum, liversu hægt heiminum veitti að svipta sálu mannsins bæði sjón á Guði og tilfinningu fyrir honum. I’að þarf ekki nema lítin hlut, sem ber beint fyrir augað, til að byrgja sólina fyrir því. I’essi hlutur getur samt livorki slökf, Ijós sólarinnar, né svipt hana tilveru sinni; hún er, samt sem áður, á himninum, og breiðir út ljós sitt um himingeiminn, þó auga einstaks manns sjái hana ekki. Verið getur, að maðurinn ímyndi sér hlut þenna, sem er svo nærri auganu, stærri en sólina, þótt hann í raun og veru sé mjög litill. Elskan til fjárgæða þessaheims getr fyllt sálina svo, að í lienni sé ekkert rúm til fyrir hinn mikla Guð og skapara heimsins. I’egar sálunni er þannig varið, þá metur liún gæði heimsins og auðlegð meira en Guð, og þá liggur sú spurning beint fvrir: »hvort er lieldur heimurinn eða Guð hið æðsta lilutskipti hjarta þíns? hver er meiri fyrir augum sálar þinnar, auðurinn eða Guð»? I>ú, sem les þetta, er Guð hlutskipti hjarta þíns? Hefur þú með trú þinni nálæg/.t svo Jesú Krist frelsara þinn, að þú haflr í honum fundið nokkuð af ljósi þekk- ingarinnar á Guðs dýrð? Leitaðu lians nú þegar, á meðan náð hans bíður eptir þér. Guð er í Kristi og friðþægir heiminn 'við sjálfan sig, og fyrirgefur mönnunum syndir þeirra, þegar þeir iðrast þeirra af lijarta.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.