Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Side 8

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Side 8
8 Iíelga þú oss Drottinn! helga þú allar vorar hugs- anir, orð og gjörðir i þínum sannleika. Amen. DRAUMDRINN BARNSINS. Litlu stúlkur, sem viljið heldur einlægt vera að leika ykkur, en vinna eitthvað þarft, hlustið þið á dá- litla sögu, sem eg ætla að segja ykkur. Einu sinni var lítil stúlka; ykkur varðar það engu, hvenær eða hvar hún var, en hún hét Elin. Hún átti heima i snotrum bæ á landsbyggðinni, með föður sínum, móður og bróður; og þegar hún var búin að lesa það sem hún átti að lesa á morgnana, var henni allt af leyft að leika sér og vera á reiki hvar sem hún vildi. En, mér er raun að segja frá því, að það var einn mikill galli á henni Elínu litlu. Hún kunni að byrja með mesta ákafa að læra það, sem henni var sett fyrir, en áður en hún var búin með hálfa blaðsíðu, fór hún að góna upp í loptið eða horfa á flugurnar, eða köttinn, sem lá hjá ofninum; eða hún lá úti í glugg- anum og starði á fuglana, og blómstrin úti fyrir. Af þessu var opt sett ofan í við hana fyrir hirðuleysi hennar og tómlæti. Sumardag nokkurn í miklum liita haföi liún setið með bókina í liendi sér fullkomna klukkustund, en var naumast búin að læra eina línu, þegar hún sofnaði og liana dreymdi mjög skrítinn draum. Hún þóttist vera á gangi í fögrum lystiskógi, og vall þar upp undan einni eikinni lind svo fögur, að húu hafði ekki séð aðra eins. Rósir og mörg önnur ylmandi blómstur

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.