Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Qupperneq 14
14
bakuranum gullpeningana, og sagði honum frá, hvernig
hann liefði fundið þá. »Eigið þér þá»? sagði hann við
bakarann, »efsvoer, þá takið við þeim». »Bakari góð-
ur», sagði piiturinn», liann faðir minn er mjög fátækur,
og —» »Þegi þú, barn, gjörðu mig ekki til skammar
með kvörtunum þínum. Eg er glaður, að eg heíi getað
forðað þessum manni við að missa peninga sína». Bak-
arinn var öldungis forviða, og liorfði ýmist á föðurinn,
sem var svo ráðvandur, á piltinn, sem var svo ákafur,
eða á gullið, sem gljáði þarna í grasinu. »Það er þó
sannast að segja, að þú ert ráðvandur maður», mælti
bakarinn, »og hann Davíð hörkembari, nágranni minn,
sagði það satt, að ekki væri til ráðvandari maðnr en þú
í þessum bæ. Eg skal nú segja þer, hvernig á gullinu
stendur. Fyrir þrem dögum kom til mín ókunnugur
maður, og fékk mér brauðið; hann bað mig að selja
það með vægu verði, eða gefa það ráðvandasta mann-
inum, sem eg þekkti hér í bænum. Eg beiddi Davíð
að vísa þér til mín í morgun, og af því þú vildir ekki
þiggja brauðið ókeypis, þá seldi eg þér það, eins og
þú veizt, fyrir seinasta skildinginn, sem þú áttir; þú
átt brauðið með öllum fjársjóðnum, og hann er ekki
lítill, og guð gefi að hann megi blessast þér». Fátækl-
ingurinn laut niður, og hrundu táriu af augum honum.
Sonur hans hljóp að, lagði hendur um háls lionum og
sagði: »eg skal allt af treysta guði og gjöra það, sem
rétt er, eins og þú, faðir minn, því eg er viss um, að
þá verð eg aldrei til skammar».
Þegar heimspekingurinn Ilenrik Steffens einhverju
sinni hafði íagurlega útlistað drottinlega bæn, eða