Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Blaðsíða 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Blaðsíða 2
2 kyrrir. Enn fremur, ásamt með ylmi þeim af blómstr- um, er lagði inn um gluggann, heyrðist álengdar ómur úr húsi nágrannans, scm yar að lesa bænir sínar. l’að hefði verið betra fyrir skólakennarann að hugsa um þessa liluti, en að taka pyngjuna upp úr vasa sínum og steypa krónunum á borðið. I’ví liugsanir hans urðu veraldlegar, og það ræður að líkindum, að þær öfluðu lionum ekki sálarfriðar. Enda ætla eg ekki að afsaka hann; en eg vil ekki heldur afsaka þig, lesandi minn, ef þú hugsar eins og á sunnudaginn var, rétt á undan kirkjugöngútíma, þegar þú stóðst við gluggann og horfðir yfir engið, til að sjá livað góðri ræktun það hefði lekið, og varstaðvella því fyrir þér, hvað mikið mundi heyast af því í sumar; eða þú gladdist í huga yfir góöu kaupunum, sem þú hafðir fengið í vikunni áður; eða þú dáðist með sjálfum þér að sparifötunum þínum, hve falleg þau væru; eða þú varst* að bollaleggja, hvernig þú ættir að komast út af þeim eða þeim skuldaskiptum. Eg ælla hvorki að afsaka skólakennarann, en eg vil ekki heldur að þú á- fellir hann, eða kastir á hann þungum steini. í’að hefði verið betra fyrir hann að leggja peningana til liliðar; en það verður nú að segja söguna eins og liún gekk, þvi þetta er sönn saga, en ekki skáldsögn. ullálfsmissiriskaup, þrjálíu krónur. Á þessum tím- um eru allir hlulir svo dýrir, að þclta endist ekki leng- ur en sex vikur; þegar þær eru liðnar, verð eg að lifa á tómum jarðeplum, þangað til eg fæ aptur kaupið fyrir næsta hálfinissiri, og svo byrjar aptur sálmuriun gamli, sem eg er búinn að syngja í fjörutíu ár. l’rjálíu krón- ur! Kornskeppan kostar tvær krónur, og kjötið er svo dýrt, og það er eins og beiniu séu alll af að stækka í

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.