Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Blaðsíða 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Blaðsíða 7
7 organið tók npphaf á hinnm alvarlega, einfalda sálma- söng, og skólakennarinn byrjaði með sterkum og hjart- næmum róm, þá tóku allir undir, eins og venja var til, svo hin gamla kirkja gagnhljómaði af vonar og lofgjörð- ar söng. »Það er aðdáanlegt, yndislegt», hvíslaði ókunnug- ur maður í viðhafnarlausum, dökkum klæðnaði, og sagði það að hálfu leyti við sjálfan sig og hálfu leyti við skólakennarann, þegar hann stóð upp frá organinu og fór innar eptir kirkjtmni til að geta heyrt prédikunina. En hann fékk ekki annað svar, en hæga bendingu með höfðinu; hann virti samt skólakennarann fyrir sér stundarkorn með mestu aðgætni, en snéri síðan eptir- tekt sinni að prédikuninni. tegar guðsþjónustunni var lokið, og allir voru farnir úr kirkjunni, kom einnig skólakennarinn út og gekk hægt heim til sín. tað var ekki framorðnara, en sem svaraði um miðja elleftu stundu. En þegar klukkan var ellefu, komu fáeinir drengir inn og settust með kyrrd á bekkina í kennslustofunni; en með þeim kom líka ókunnugi maðurinn dökk-klæddi. % »Eg vona eg gjöri yður ekki ónæði», sagði hann, eins og í afbötunarskyni, »en er það víst, að þér ætlið að kenna í dag, vinur minn, á sunnudegi?» »Ekki nema eina klukkustund», sagði Friedefeld, sem hélt mikið upp á sunnudagaskólann sinn, en fyrir- varð sig nokkuð fyrir ókunnuga manninum.. »Stendur það í samningnum?» »Eg get bæði játað því og neitaö», svaraði hann brosandi, »það er ekki lagaskylda mín, en þaðerskylda sem samvizkan býður mér. Eg er hér til þess, að gæta að andlegri velferð barmmna; en hvað starflnu

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.