Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Blaðsíða 11

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Blaðsíða 11
11 yður fyrir, að þér sögðuð mér það; Guð launi yður». Þegar gamla konan var farin, og búin að kveðja með lotningu, þá kom ókunnugi maðurinn fram, og ætlaði að ávarpa skólakennarann. En allt í einu var barið á dyrnar hvað eptir annað, og fylgdi þar með mikið fótaspark; og áður en hann gat komið upp nokkru orði, þá var herbergið fullt af allskonar fólki, og var það engu líkara, en það hefði brotizt út. af spí- tala. Tréfætur, hækjur, handleggir í fatla, handieggs- lausar errnar, höfuð vafin í klútum, lotið fólk og keng- bogið flykktist í kringum skólakennarann, sem varla gat látið heyra til sín eitt orð innan um harkið og hóstann. »Hvað viljið þið, vinir mínir? Vitið þið ekki, að það er ekki rétt að fara út? Og þér, Staumann, lrand- leggsbrotinn, og þér, Durtels, sem ættuð að vera í rúm- iuu; og þér, Ursula. Eruð þið frávita? »í*á sá hann sig um lrönd, og þóttist hafa verið of harðorður, og sagði: »Guð blessi ykkur öll. Setjið þið ykkur niður, en verið þið kyrr og segið ekki neilt orð; því annars verð eg reiður og hleyp á burt». En þegar hávaðan- um slotaði ekki mikið, snéri hann sér undan, eins og hann væri reiður; en það var ekki til annars, en að þurka af gleraugunnm sínum, svo enginn skyldi sjá tárin, sem settu móðu á þau. I’etta var, samt sem áður ,ekki áhrifalaust, því fólkið stóð allt með rauna- svip og horfði til jarðar, án þess að hvíslast á einu orði. En þá kom ókunnugi maðurinn fram, tók í hönd Friedefelds og sagði: «Misvirðið ekki, vinur minn góður, mig langar til að vita, hvaða erindi þetta fólk á til yðar. I'að lítur

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.