Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Blaðsíða 14

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Blaðsíða 14
14 við aptur, og leit á innsiglið, en það var embættisinn- sigli kirkju — og kennslustjórnarinnar. »Fyrrum», kallaði hann upp með ótta, »ætli herrunum í höfuðborginni sé alvara með að reka mig frá embætti minu. Þó eg sé orðinn gráliærður, þá eru bæði sál og líkami enn þá í fullu fjöri. Fyrrum — hvaða fréttir ætli séu fólgnar undir þessu stóra rauða innsigli? En, livað sem það verður, þá eru allir hlutir komnir undir Guðs náðugum vilja». Að svo mæltu, braut hann innsiglið í skyndi; en liann varð skjálfhentur, og þoku dró fyrir augu lionum. Úr umslaginu datt eitt skjal, og annað og hið þriðja. Hann greip hið fyrsta, Ieit yílr það í ilýti, varð náfölur og hné niður á stólinn. »Var það ekki eins og mig grunaði? Hver mundi hafatrúað þessu? thið er lausn mín frá embættinu, að vísu i n á ð, en ckkert er minnzt á eptirlaun. Eg er rekinn, eins og ónýtur þjónn ur víngarðinum, þar sem eg hefi unnið og sáð og plantað. Það er hart aðgöngu — »og tár fylltu augu hans og hrukku niður á kinnarnar. »Hver sem Ijúfan Guð lætur ráða», söng þröstur- inn, sem horfði á og lagði undir ilatt, eins og honum þætti þetta merkilegt, »lika vonar á hann ætíð». »t*að var rét't, litli þrösturinn minn; þú mælir vcl; en sála mín er angruð, og þarf huggunar við. Æ, Drottinn minn Guð, hvers vegna heflr þú lagt þessa þungu byrði á þjón þinn?» »Hvað þá? eruð þér að mögla? liggur illa á yður? »sagði kunnug rödd, og skólakennaranum varð litið á ókunnuga manninn dökkklædda, sem hafði læðzt inn í stofuna, án þess á því bæri: »Lesið þér áfram, Le-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.