Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Síða 13
13
Skólameistarinn var forviða, og áður en liann gat
svarað einu orði, var ókunnugi maðurinn horfinn. Ilann
hafði ekkert, nema þessi leyndardómsfullu orð; en hann
hristi höfuðið og gat ekki skilið þau; en, eins og hygg-
inn maður, gleymdi hann þeim bráðum, og fór að búa
sig undir aptansönginn. Þegar honum var lokið, heim-
sótti hann, eins og hann var vanur, þá sem fátækir
voru í söfnuðinum, eða veikir. Undir kveld kom hann
heim aptur, og var þá þreyttur, en ánægðurmjög, baðst
fyrir i lierbergi sínu og þakkaði Guöi almáttugum.
llann gleymdi ekki lieldur í bænum sínum hinum ó-
kunnuga manni, og lagðist síðan fyrir til að sofasvefni
hins réttláta, sem tekur hvíld fyrir sálu sína á faðmi
Guðs.
Nú leið rúm vika; það var búið að gjöra að skón-
um, nema einni sprungu, sem ekki varð við ráðið, og
gömlu sokkarnir höfðu sézt aptur í kirkjunni (eg er
ekki viss um að sóknarfólkinu hefði geðjast eins vel að
öðrum nýjum), og þrösturinn var að syngja sinn vana-
lega söng, áður en kennslutímarnir byrjuðuí skólanum.
En allt i einu lieyrðist hestatraðk, og pósturinn kom
ríðandi að giugganum, rétti inn um hann stórt bréf,
og sagði: "I'að þarf ekkert að borga». Að svo mæltu
reið hann burtu i skyndi, áður en þorpsbúar gætu skilið
í, hvernig á þessu stæði, þó þeir hefðu verið ipanna
fúsastir 4 að halda, að konungurinn skrifaðist á við
skólakennarann þeirra. Friedefeld skoðaði bréfið í krók
og kring, og seinast utansákripitina, en hún var
þessi: »Lebrecht Friedefeld, fyrrum skólakennari í
Bernsdorf». í'annig var auðséð að maðurinn var sá
hinn sami. En þelta »fyrrum» — hann snéri bréfinu