Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Blaðsíða 4

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Blaðsíða 4
4 nú er bezt að skipta peningunum eins og verður. frjá- tíu krónur; hvað á nú að gjöra við þær? Fyrstaf öllu verð eg að fá mér nýja skó; því ilvegirnir eru gengnir undan þeim, sem eg hefi, og yfirleðrið er víða sprung- ið; það kostar nú hálfa aðra krónu. í3ar næst þarf eg nýja sokka; því þeir, sem eg er í, eru auðsjáanlega á förum; þeir eru orðnir svo gotaðir og aflóa, að eg skammast mín fyrir að fara í kirkju í þeim. Það dugir ekki, eg verð að fá nýa sokka, og með öllum tilbúnaði kosta þeir hálfa fimmtn krónu. Þarna eru þá komnar sex krónur. Fæðið, morgun, miðjan dag og kveld, kosíar íimmtán krónur, og þá eru komnar tuttugu og ein, en ekki nema níu eptir. Af þeim verður hann Brown, nábúi minn, að fá fimm fyrir útsæðiskartöplur og rúgsáð; eru eptir fjórar; mylnumaðurinn tvær fyrir mjölið, er eg fékk mánuðinn sem leið; þá eru tvær eptir. Ein króna verður að fara tll hennar gömlu ,Urs- ulu, því það er sagt hún sé svo lasburða og veik um þessa daga. Hann Pétur Staumann, sem handleggs- brotnaði á föstudaginn, þarf eina krónu; og auminginn hann Vilhjálmur Burtels þarf góðan kveldverð, því hann er svo matlystugur eptir sóttina, sem hann lá í; og eina krónu ætti hann Davíð Smith að fá, því konan lians er dáin, og hann verður að selja seinustu kúna sína í útfararkostnaðinn. Eina krónu verð eg að gefa honum Tómási litla, veslings munaðarleysingjanum; foreldrar hans dóu bæði úr kóleru i fyrra, sitt hvorn daginn. I'á þyrfti lnin líka eina krónu ekkjan hans Seilers, sem er að basla fyrir þremur veiklulegum börnum; og eina krónu» —. Nú tók skólakennarinn viðbragð, blístraði hægan og kipraði varirnar, og varð hann í augnaráði eins og

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.