Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Side 10

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Side 10
10 inum handa henni Elízabet, ekki nema einum, ekki nema einum, þeim fallegasta, því hún er veik; en í sama bili kom hún amma mín, og sagði eg væri óþokki, og vildi ekki Iofa mér að segja eitt orð, heldur fór með mig beina leið hingað. Eg ætlaði ekki að gjöra ueitt rangt, og af því hún Elízabet litla er veik, hélt eg það væri ekki synd að taka litla fuglinn handa henni, einungis einn. Æ, fyrirgeflð þér mér, herra minn, annars lítur hún amma aldrei hýrlega til mín alla þessa viku». 'itað er gott, Vilhjálmur», sagði skólakennarinn vingjarnlega, »eg sé að þú segir satt og þör heflr geng- ið gott til, svo við skulum ekki tala meira um hreiðrið í þetta sinn. tað er allt af rétt að reyna til að gleðja þá, sem eru veikir; en mundu eptir því, ef þú ætlar að gjöra gott í annað skipti, að segja henni ömmu þinni fyrst frá því; og gættu að því á sunnudaginn kemur, að koma heldur hingað, en að vera að leita að fugla- hreiðrum; og gleymdu ekki að lesa í Biflíunni fyrir hana ömmu þína, því hún sér ekki eins vel og þú. Vertu nú sæll, og segðu henni Elízabet, að eg ætli að vitja um hana seinni hluta dagsins». En þegar Vilhjálmur var kominn í burtu, frá sér numinn af gleði, þá sagði skólakennarinn blíðlega við ömmuna: »Allt í hófi, maddama Barber; það er gott, að vera einbeittur við börnin, og ekki spar á vendinum; en þér vitið, að þér verðið fyrst að halda rannsókn og síðan að hegna, ef á þarf að halda. Skiljið þér mig?» »Eg skii yður vel, herra minn; og hann Vilhjálm- ur er gott barn og augasteinninn minn, en þess vegna má hann aldrei vera óþokki. En eg skil nú, ransaka fyrst, og hegna svo. Eg skal ekki gleyma því; eg þakka

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.