Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Page 3

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Page 3
3 því. Gamli Friedefeld, það ætlar ekki að rjúka af disk- unum hjá þér hálfmissirið næsta». Hann hrisli höfuðið með raunasvip, hélt að sér höndum og var niðursokkinn í einhver lieilabrot; en á svip hans mátti sjá, að honum bjó engingleðií brjósti. En allt í einu brá honum við, því það var eins og hann heyrði nálægt sér lágan og blíðan söng, líkt og úr hljóðpípu : «nver sem ljúfan Guð lætur ráða, líka vonar á liann ætíð, vill þann Drottinn vernda’ og uáða, víst þó að dynji neyð og stríö». I'að var þrösturinn í búrinu sínu, sem hékk úti á veggnum; og við söng hans lifnaði auga hins gamla skólakennara, og raunasvipur sá, sem var um munn hans, breyttist í hæglátt glaðværðarbros. uHafðu sæll sungið, litli fuglinn minn», sagði hann, þegar fuglinn hætti, »og þú, gamli Friedefeld, skamm- astu þín fyrir ístöðuleysi þitt. Guð þinn og Faðir á himnum, sem hefir hjálpað þér til að vera ráðvandur og trúr í þessi fjörutíu ár, þó örðugt hafi verið, hann mun hjálpa þér það sera eptir er daganna. Vertu hug- hraustur; þó þú sért einn af hinum minnstu verka- mönnum í víngaröi Drottins, þá muntu fá laun þíu að lyktum. Ætlarðu að fara að verða öfundsjúkur og ön- ugur í skapi í elli þinni, þar sem þú hefir allt af haft þitt daglegt brauð og aldrei lagzt hungraður í rekkju? Skammastu þín, Lebrect. En hvað eg skyldi vera að mögla, og það á þessum degi Drottins, blessuðum sunnudeginum, þegar hjarta mitt ætti að vera fullt af þakklæti til Föðursins á himnum. Guð mun koma þessu öllu vel í lag, eptir speki sinni og gæzku; og

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.