Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 2
2 laldi það úr og bað liann, að vera heima, þar eð hann væri svo lasinn; Tómas vildi samt fara á fætur, en þegar hann var kominn fram í dyrnar, svimaði hann svo mikið, að kona hans varð að hjálpa honum í rúmið aptur. í 60 ár liafði hann að mestu verið á sjónum, og opt fengið óveður og verið allur gagndrepa stund- unum saman; það var því eigi að undra, þótt lieilsa lians væri farin að bila. Danjel hafði mikla ást á föður sínum, og fékk það því mjög á hann, að hann var svona veikur; lét hann þó lílið á því bera, því hann var dulur í skapi, eins og sjómönnum er títt; bað Danjel nú föður sinn, að láta sig fara til Hamborgar. Tómas þagði um stund og hugsaði sig um, en réði það svo af, að senda son sinn, til að nola ferðina. Danjel hafði að vísu aldrei óður komið til Ilamborgar, en faðir hans treysti honum vel, því liann var sjómaður góður og stiltur piltur. Danjel fór nú að búa sig til ferðar og var að því allan daginn, því hann átti að fara á stað fyrir dag morguninn eplir; faðir hans var mjög lasinn; honum gat ekki hlýiiað, hvernig sem kona lians hlúði að hon- um; hún lagði volga kodda við fæturna á honum, en það dugði ekkert; kölduhrollurinn var sá sami. Um kveldið sagði Tómas syni sínum fyrir, hvernig hann skyldi fara að, þegar hann kæmi til Ilamborgar, og bað hann að bera skiptavinum sínum kveðju sína og segja þeim, að liann væri lasiun núna, en næsta sinn mundi hann koma sjálfur. Móðir Danjels bjó til brauð í nesti banda honum, og bjó hann að öllu sem bezt út; Danjel vildi ekki gjöra foreldrum sínum ónæði um morguninn, þegar bann færi á stað, og því kvaddi bann þau um kveldið, og báðu þau guð að fylgja honum. Því næst

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.