Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Page 6

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Page 6
6 við rúm Tóinasar föður hans; honum fór allt af vesn- andi; augu hans veru hálfbrostin og útlitið dapurt; var það auðséð, þótt hann kvartaði ekki mikið, að hann mundi ekki eiga langt eptir. Ilann hafði samt fullsi rænu, og skildi allt, sem við hann var sagt, en ekki þoldi hann að tala nema orð og orð í einu. Hann kallaði livað eptir annað: «Danjel, Danjel». Kona hans hað hann, að vera rólegan, sagði að Danjel mundi koma heim dáginn eptir og guð væri með lionum. Tómas óskaði að verða þjónustaður; presturinn kom, hlýddi á trúarjátningu lians og boðaði honum fyrirgefningu synd- anna fyrir Krists líkama og blóð; hann rétti sjúklingn- um brauðið og vínið, eptir að hann lmfði helgað það; hinn deyjandi maður tók utanum kaleikinn báðum hönd- um eins og hann ætlaði sér ekki að sleppa aptur þess- um kaleik hins nýja sáttmála i Jesú blóði. Kona hans kraup við rúmið og grét beisklega; 'þresturinn reyndi til, að hugga hana og bað til guðs með þeim. I’egar presturinn var farinn, var Tómas nokkra stund rólegur, en er komið var undir miönætti kallaði hann upp: »Danjel, guð miskuni þér». Iíona hans tók sálmabók- ina og las upp hátt: »Eg veit minn ljúfur lifir Lausnarinn himnum á; llann ræður öllu yfir, Einn heitir Jesús sá. Sigrarinn dauðans sanni Sjálfur á krossi dó, Og mér svo aumum manni Eilíft lif víst til bjó». En er hún var búin, varð henni litið á mann sinn; augu hans voru brostin, allur litur horfinn úrandlitinu,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.